Jóla­neysl­an fann sér far­veg

Þrátt fyrir samkomutakmarkanir og breyttar jólahefðir jókst neysla Íslendinga innanlands um 5% milli ára í desember. Í heildina dróst kortavelta þó saman um 4% að raunvirði þar sem neysla erlendis frá var minni í ár en í fyrra.
Töskubúð
14. janúar 2021 - Greiningardeild

Seðlabanki Íslands birti í gær gögn um veltu innlendra greiðslukorta í desember.* Alls nam velta tengd verslun og þjónustu innanlands 84 mö.kr. og jókst um 5% milli ára miðað við fast verðlag. Kortavelta erlendis nam alls 9,7 mö.kr. og dróst saman um 45% milli ára miðað við fast gengi. Samanlagt dróst kortavelta saman um 4% miðað við fast gengi og fast verðlag, sem er örlítið minni samdráttur en mældist í nóvember, þegar neyslan dróst saman um 6%.

Neysla var nokkuð mikil í desember, meiri en árið áður þrátt fyrir verulega breyttar aðstæður og takmarkanir á þeirri þjónustu sem fólk gat sótt sér. Jólatónleikar og jólahlaðborð voru til að mynda ekki í boði með hefðbundnum hætti en þrátt fyrir það fann innlend neysla sér farveg og gott betur. Stóraukin netverslun, líkt og sást í nóvember, hefur að líkindum haldið uppi neyslunni og auðveldað mörgum jólainnkaupin. Hér spilar einnig inn í að lítið var um að Íslendingar eyddu jólafríinu erlendis eins og töluvert hefur verið um síðustu ár. Því er hluti neyslunnar hér á landi í desember á síðasta ári neysla sem hefði átt sér stað erlendis ef heimsfaraldurinn hefði ekki átt sér stað.

Á fjórða ársfjórðungi dróst kortavelta saman um alls 7% milli ára að raunvirði. Þetta er örlítið meiri samdráttur en mældist á þriðja ársfjórðungi, þegar hún dróst saman um 5%, en minni samdráttur en mældist á öðrum fjórðungi (-12%). Líkt og á öðrum og þriðja ársfjórðungi var samdrátturinn þó eingöngu vegna minni neyslu erlendis frá.

Það má með sanni segja að síðasta ár hafi verið mjög ólíkt fyrri árum og neysluvenjur fólks breyttust verulega. Það virðist hafa tekið tíma að læra á faraldurinn og hvernig bæri að haga neyslunni og jókst hún því ekki innanlands fyrr en undir lok fyrstu bylgju. Fyrsta bylgjan kenndi okkur þó ýmislegt er varðar heimsendingar og netverslun og gæti það verið ástæða þess að neysla dróst ekki saman með viðlíka hætti í haust og sást í fyrstu bylgjunni.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Jólaneyslan fann sér farveg

* Í þessari greiningu er litið til allrar greiðslukortaveltu í verslun og þjónustu innanlands (önnur viðskipti en í banka) og erlendis er litið til allrar kortanotkunar.
Þú gætir einnig haft áhuga á
Ferðamenn
17. mars 2025
Vikubyrjun 17. mars 2025
Við búumst við að peningastefnunefnd lækki vexti um 0,25 prósentustig á miðvikudaginn. Í síðustu viku fóru fram verðmælingar vegna marsmælingar vísitölu neysluverðs og við spáum því að verðbólga lækki úr 4,2% í 3,9%. Atvinnuleysi var 4,3% í febrúar og hækkaði um 0,4 prósentustig á milli ára. 147 þúsund erlendir ferðamenn fóru um Keflavíkurflugvöll í febrúar, 5,6% færri en í sama mánuði í fyrra.
Seðlabanki
13. mars 2025
Spáum vaxtalækkun um 0,25 prósentustig
Við spáum 0,25 prósentustiga vaxtalækkun í næstu viku. Verðbólga hjaðnaði um 0,4 prósentustig í febrúar en við teljum að hagvöxtur umfram væntingar og aukin neysla, lítil breyting á verðbólguvæntingum og ólga á vinnumarkaði haldi peningastefnunefnd á tánum.
13. mars 2025
Spáum verðbólgu undir 4% í mars
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,54% á milli mánaða í mars og að verðbólga hjaðni úr 4,2% í 3,9%. Hjöðnun á milli mánaða skýrist ekki síst af töluvert minni hækkun á reiknaðri húsaleigu en fyrir ári síðan. Við gerum ekki ráð fyrir miklum breytingum á verðbólgu næstu mánuði og teljum að hún verði áfram rétt undir 4% í júní.
Flutningaskip
10. mars 2025
Vikubyrjun 10. mars 2025
Verulegur halli mældist á viðskiptum við útlönd í fyrra og sömuleiðis á vöruviðskiptum í febrúar samkvæmt gögnum sem bárust í síðustu viku. Seðlabanki Evrópu lækkaði vexti í síðustu viku, eins og við var búist. Í vikunni fara fram verðmælingar fyrir marsmælingu vísitölu neysluverðs, Vinnumálastofnun birtir skráð atvinnuleysi og Ferðamálastofa birtir tölur um fjölda ferðamanna um Keflavíkurflugvöll.
Sendibifreið og gámar
7. mars 2025
Verri niðurstaða í viðskiptum við útlönd
Verulegur halli mældist á viðskiptum við útlönd í fyrra, en stór hluti hans var vegna færslna sem höfðu ekki í för með sér gjaldeyrisflæði og styrktist krónan því þrátt fyrir þetta og erlend staða þjóðarbúsins batnaði.
3. mars 2025
Fréttabréf Greiningardeildar 3. mars 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Peningaseðlar
3. mars 2025
Vikubyrjun 3. mars 2025
Verðbólga lækkaði úr 4,6% í 4,2% í febrúar, en við teljum að heldur muni draga úr lækkunartakti verðbólgu næstu mánuði. Hagvöxtur mældist 2,3% á fjórða ársfjórðungi 2024 og 0,6% fyrir árið í heild. Umsvif í hagkerfinu voru umfram spár, en Hagstofan færði upp hagvöxt á fyrstu níu mánuðum ársins. Í vikunni fram undan eru nokkur uppgjör, Seðlabankinn birtir greiðslujöfnuð við útlönd og það er vaxtaákvörðun hjá Seðlabanka Evrópu.
28. feb. 2025
Hagvöxtur var 0,6% í fyrra
Hagvöxtur var 0,6% árið 2024. Krafturinn í hagkerfinu var lítillega umfram flestar spár sem gerðu heldur ráð fyrir lítils háttar samdrætti. Hagvöxturinn var ekki síst drifinn áfram af aukinni fjárfestingu, bæði í atvinnuvegum og íbúðauppbyggingu.
Epli
27. feb. 2025
Verðbólga hjaðnar í 4,2%
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,91% á milli mánaða í febrúar, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Ársverðbólga lækkar því úr 4,6% í 4,2%. Við eigum enn von á að verðbólga hjaðni næstu mánuði, þó það hægi á lækkunartaktinum, og mælist 3,8% í maí.
Fiskveiðinet
24. feb. 2025
Vikubyrjun 24. febrúar 2025
Í vikunni birtir Hagstofan febrúarmælingu vísitölu neysluverðs og þjóðhagsreikninga fyrir lokafjórðung síðasta árs. Í síðustu viku uppfærði Hafrannsóknarstofnun ráðleggingar um loðnuafla en samkvæmt því munu íslensk skip fá um 4,6 þúsund tonn. Í síðustu viku bárust einnig gögn um greiðslukortaveltu landsmanna í janúar sem var 6,5% meiri að raunvirði en árið áður. Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,5% á milli mánaða í janúar, en svo mikið hefur hún ekki hækkað síðan í febrúar 2024.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur