Í upphafi árs 2020 kostaði evran um 136 krónur. Krónan tók að veikjast eftir að Covid-19-heimsfaraldurinn skall á. Þetta er í samræmi við þróun annarra minni gjaldmiðla gagnvart þeim stærri í heimsfaraldrinum. Fyrir utan styrkingu í mars í kjölfar samkomulags SÍ og lífeyrissjóðanna um að þeir síðarnefndu myndu halda sér til hlés á gjaldeyriskaupum, styrkingu í maí í kjölfar þess að rýmkað var um aðgerðir vegna Covid-19 og aftur í september í kjölfar þess að SÍ tilkynnti um reglulega sölu á gjaldeyri var krónan undir nokkuð stöðugum þrýstingi allt til loka október, þegar evran kostaði 165 krónur. Krónan styrktist síðan nokkuð í nóvember. Í lok árs kostaði evran 156 krónur, sem er 14,9% meira en í upphafi ársins.
Lesa Hagsjána í heild
Hagsjá: Vísitala heildarlauna – breytt samsetning vinnuafls hefur áhrif á þróun

Verulega breyttar neysluvenjur

Krónan var í hópi þeirra gjaldmiðla sem veiktust hvað mest á síðasta ári

Atvinnuleysi jókst minna í desember en reikna mátti með

Vikubyrjun 18. janúar 2021

Yfirlit yfir sértryggð skuldbréf

Jólaneyslan fann sér farveg

Spáum 3,9% verðbólgu í janúar

Beinar mótvægisaðgerðir ríkissjóðs skýra rúman þriðjung hallareksturs síðasta árs

Erlendum ferðamönnum fækkaði um 76% á síðasta ári
