Íbúða­verð lækk­ar milli mán­aða í fyrsta sinn síð­an 2019

Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 0,4% milli mánaða í ágúst. Þetta er í fyrsta sinn síðan í nóvember 2019 sem vísitalan lækkar og skýr merki um að markaðurinn sé farinn að kólna.
Fasteignir
21. september 2022 - Hagfræðideild

Samkvæmt nýbirtum tölum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) lækkaði vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu um 0,4% milli júlí og ágúst. Þetta er í fyrsta sinn síðan í nóvember 2019 sem íbúðaverð lækkar milli mánaða og mesta lækkun sem hefur mælst síðan í febrúar 2019 þegar vísitalan lækkaði um 1% milli mánaða.

Skýr merki um kólnun

Vísitalan byggir á þriggja mánaða hlaupandi meðaltali mánaðarlegra gagna um þinglýsta kaupsamninga um íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu. Á fyrri árshelmingi höfðu hækkanir verið mjög miklar á milli mánaða, eða á bilinu 2,2-3% frá febrúar og fram í júní. Í júlí sáust fyrstu merki um kólnun þegar vísitalan hækkaði einungis um 1,1% milli mánaða. Mælingin nú er enn frekari staðfesting á því að markaður sé farinn að kólna og mögulega hraðar en spár gera ráð fyrir.

Hraðari hjöðnun verðbólgunnar

Í síðustu viku gáfum við út verðbólguspá þar sem við gerðum ráð fyrir 0,6% hækkun á vísitölu íbúðaverðs í ágúst sem er einn af áhrifaþáttunum sem myndi stuðla að 9,6% verðbólgu í september. Íbúðaverð hefur verið stór drifkraftur verðbólgunnar síðustu misseri og leiðir þessi mæling til þess að við gerum nú ráð fyrir hraðari hjöðnun hennar og að hún mælist 9,4% í stað 9,6% í september. Við gerum nú ráð fyrir að verðbólga á fjórða ársfjórðungi verði 8,8% en höfðum áður spáð 9%.

Vegin árshækkun íbúðaverðs mælist nú 23% og lækkar úr 25,5% í júlí. Árshækkun fjölbýlis mælist 23,9% og sérbýlis 19,8% en sérbýli lækkaði um 2,4% milli mánaða í ágúst sem er mesta lækkun milli mánaða síðan í júní 2014. Miklar sveiflur geta verið á sérbýli og því varasamt að lesa í stakar mælingar - sérbýli hækkaði til að mynda um 3,7% mánuðinn á undan. Það sama gildir um þróun á íbúðaverði almennt, að varasamt er að draga of miklar ályktanir út frá einni mælingu. Þó íbúðaverð lækki lítillega milli mánaða nú er ekki endilega víst að sú þróun haldi áfram. Hagfræðideild hefur verið þeirra skoðunar að rólegri tíð sé framundan á fasteignamarkaði með hóflegum hækkunum milli mánaða, mun minni en sáust á fyrri mánuðum þessa árs, og er sú skoðun óbreytt þrátt fyrir lítilsháttar lækkun milli mánaða nú.

Staðfesting á að aðgerðir séu að virka

Seðlabankinn hefur gripið til aðgerða síðustu misseri til þess að stemma stigu við þeim miklu verðhækkunum sem hafa ríkt á fasteignamarkaði og mikilli lántöku sem því getur fylgt. Stýrivextir hafa verið hækkaðir og þrengri skilyrði verið sett við lánveitingar. Þróunin síðustu mánuði ber þess merki að aðgerðirnar séu farnar að skila árangri og eftirspurnin sé að dragast saman. Þrátt fyrir það er enn langt í að verðbólgumarkmið náist og því líklegt að áfram þurfi að hækka stýrivexti.

Fyrirvari
Innihald og form þessarar greiningar er unnið af starfsfólki Hagfræðideildar Landsbankans hf. (hagfraedideild@landsbankinn.is) og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem greiningin var unnin. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsfólks Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar greiningin er dagsett, en þær geta breyst án fyrirvara. Landsbankinn hf. og starfsfólk hans taka ekki ábyrgð á viðskiptum sem byggð eru á þeim upplýsingum og skoðunum sem hér eru settar fram, enda eru þær ekki veittar sem persónuleg ráðgjöf fyrir einstök viðskipti. Bent skal á að Landsbankinn hf. getur á hverjum tíma haft beinna eða óbeinna hagsmuna að gæta, ýmist sjálfur, dótturfélög hans eða fyrir hönd viðskiptavina, s.s. sem fjárfestir, lánardrottinn eða þjónustuaðili. Greiningar eru engu að síður unnar sjálfstætt af Hagfræðideild Landsbankans og innan Landsbankans eru í gildi reglur um aðskilnað starfssviða sem eru aðgengilegar á vef bankans.
Þú gætir einnig haft áhuga á
Kauphöll
6. des. 2022

Erlendir markaðir upp en sá íslenski niður í nóvember

Nokkuð kröftugar hækkanir voru á hlutabréfamörkuðum helstu viðskiptalanda Íslands í nóvember og lá hækkunin á bilinu 3,1-8,9% en meðalhækkunin var 6,4%. Þróunin hér heima skar sig verulega frá en íslenski hlutabréfamarkaðurinn lækkaði um 0,4% í mánuðinum. Hagstæðar verðbólgutölur í Bandaríkjunum höfðu mikil jákvæð áhrif á verðþróun í Bandaríkjunum og komu þau áhrif einnig fram hér á landi, en þó ekki með jafn afgerandi hætti.
6. des. 2022

Sterk staða verslunar og þjónustu – ferðaþjónustan leikur lykilhlutverk í vextinum

Hagfræðideild Landsbankans hefur tekið saman skýrslu um stöðu verslunar og þjónustu á Íslandi. Áskoranir á borð við heimsfaraldur, verðhækkanir erlendis og miklar og mismunandi hækkanir launa hafa litað reksturinn síðustu misseri. Greinin hefur þó sýnt seiglu og aðlagast nýjum veruleika hverju sinni.
Bílar
5. des. 2022

Vikubyrjun 5. desember 2022

Síðan í júlí, þegar verðbólgan hér á landi mældist hæst 9,9%, hefur framlag bensíns, húsnæðis og þjónustu til 12 mánaða verðbólgu minnkað. Það veldur áhyggjum að framlag innfluttra vara (án bensíns) og innlendra vara heldur áfram að hækka.
Vöruhótel
5. des. 2022

Afgangur af viðskiptum við útlönd á 3. ársfjórðungi, en líklega halli á árinu í heild

23 ma.kr. afgangur mældist af viðskiptum við útlönd á þriðja ársfjórðungi sem má þakka erlendum ferðamönnum sem komu til landsins. Halli mældist þó á fyrstu 9 mánuðum árs og ólíklegt þykir að hann verði unnin upp á fjórða ársfjórðungi, m.a. vegna mikilla ferðalaga Íslendinga útlanda og eyðslu erlendis.
2. des. 2022

Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf

Tvö útboð sértryggðra skuldabréfa voru haldin í nóvember.
Krani með stiga
1. des. 2022

Óljós merki um rólegri vinnumarkað

Á allra síðustu mánuðum hefur mátt greina merki um að dregið hafi úr spennu á vinnumarkaði sem tók að þenjast hratt út eftir faraldurinn. Hlutfall fyrirtækja sem vilja fjölga starfsfólki hefur lækkað, vinnuaflsnotkun eykst hægar en áður og lausum störfum á hvern atvinnulausan hefur fækkað aftur. Þó sýnir mæling Hagstofunnar á slaka að spenna hafi aukist lítillega í haust eftir að dregið hafði úr henni í sumar. Aðflutningur fólks til landsins er í sögulegu hámarki sem ætla má að geti dregið úr spennu á vinnumarkaði.
Ferðamenn við Strokk
30. nóv. 2022

Ferðaþjónustan áfram megindrifkraftur kröftugs hagvaxtar

Hagvöxtur mældist 7,3% á þriðja ársfjórðungi borið saman við sama tímabil í fyrra samkvæmt fyrsta mati Hagstofu Íslands. Þetta er töluvert kröftugur hagvöxtur og 0,6 prósentustiga meiri vöxtur en að meðaltali eftir að hagkerfið tók að vaxa á ný eftir faraldur. Vöxturinn var nú, líkt og áður keyrður áfram af miklum vexti í ferðaþjónustu.
29. nóv. 2022

Verðbólgan í nóvember í samræmi við væntingar – óbreyttar horfur næstu mánuði

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,29% milli mánaða í nóvember. Ársverðbólgan dróst saman úr 9,4% í 9,3% og er nú sú sama og í september. Alls hefur verðbólgan minnkað um 0,6 prósentustig frá því hún náði hámarki í júlí.
Seðlabanki Íslands
28. nóv. 2022

Vikubyrjun 28. nóvember 2022

Það er ekki bara hér á landi sem Seðlabankinn hefur hækkað vexti til að reyna að slá á verðbólguna. Seðlabankar flest allra þróaðra ríkja, að Japan undanskildu, hafa hækkað vexti frá upphafi árs 2021.
Siglufjörður
23. nóv. 2022

Mjög mismunandi launahækkanir hópa á samningstímabilinu

Launavísitalan hækkaði um 0,3% milli september og október samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Síðustu 12 mánuði hefur launavísitalan hækkað um 7,9%. Launahækkanir halda ekki lengur í við verðbólguþróun og er kaupmáttur því á niðurleið.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur