Íbúða­verð lækk­aði meira en bú­ist var við í des­em­ber

Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 0,7% milli mánaða í desember. Við þetta breytist verðbólguspáin okkar fyrir janúarmánuð örlítið og við gerum nú ráð fyrir 9,3% verðbólgu en ekki 9,4% eins og við spáðum í síðustu viku.
Fasteignir
18. janúar 2023

Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 0,7% milli nóvember og desember 2022, samkvæmt gögnum sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun birti síðdegis í gær. Þetta er þriðji mánuðurinn á síðasta ári sem vísitalan lækkar milli mánaða. Hún lækkaði um 0,3% milli mánaða í nóvember og um 0,4% í ágúst. Íbúðaverð hefur ekki lækkað eins mikið milli mánaða og nú síðan í febrúar 2019.

Sérbýli lækkar mest í verði

Vísitala íbúðaverðs byggir á þriggja mánaða hlaupandi meðaltali mánaðarlegra gagna, annars vegar um verðþróun á fjölbýli og hins vegar á sérbýli. Sérbýli lækkaði um 2,1% milli mánaða í desember en fjölbýli mun minna, um 0,3%. Mánuðinn á undan, milli október og nóvember, lækkaði fjölbýli aðeins um 0,04% en sérbýli lækkaði um 1,2%. Breytingar milli mánaða geta verið mjög sveiflukenndar, sérstaklega fyrir sérbýli, og því ber að varast að lesa of mikið í einstakar mælingar. Það er samt ljóst að markaðurinn hefur kólnað töluvert frá miðju sumri og teljum við að sú kólnun sé komin til að vera í þó nokkurn tíma. 

Árshækkun vísitölunnar í desember er 17,4%, þar af 17,8% fyrir fjölbýli og 16,7% fyrir sérbýli. Árshækkun íbúðaverðs yfir árið 2022 (meðaltal árs) er mjög sambærileg því sem við spáðum í október - verðið hækkaði um 22,2% milli áranna 2021 og 2022 og við spáðum því að það myndi hækka um 22%.

Meðalraunverð fasteigna, sem segir til um það hvernig fasteignaverð þróast umfram aðra undirliði í vísitölu neysluverðs, hækkaði um 15,1 prósentustig á árinu 2022 og hefur ekki hækkað jafn mikið síðan árið 2017, þegar raunverðshækkunin var 21,6%. Nafnverðshækkunin það ár var minni en á síðasta ári, 18,9%, en raunverðshækkunin var mikil vegna þess að þá hækkaði íbúðaverð á sama tíma og annað vöruverð lækkaði. Í fyrra hækkaði allt í verði, íbúðir þó hraðar en margt annað. Tólf mánaða hækkun vísitölu íbúðaverðs náði hámarki í júlí í 25,5% og hefur farið sífellt minnkandi síðan.

Spáum örlítið minni verðbólgu en áður

Talan fyrir íbúðaverð í desembermánuði er lægri en við áttum von á þegar við birtum verðbólguspá í síðustu viku. Í ljósi þess lækkum við nú verðbólguspá okkar fyrir janúarmánuð úr 0,31% hækkun á vísitölu neysluverðs milli mánaða og 9,4% ársverðbólgu í 0,25% hækkun milli mánaða og 9,3% ársverðbólgu.

Dregur úr umsvifum á íbúðamarkaði og íbúðalánamarkaði

Velta á íbúðamarkaði hefur dregist talsvert saman á síðustu mánuðum. Alls voru 522 kaupsamningar um íbúðarhúsnæði undirritaðir á höfuðborgarsvæðinu í nóvember 2022 (gögn fyrir desember hafa ekki verið birt) en í sama mánuði árið 2021 voru þeir 675. Þeim fækkaði því um 23%. Meðalfjöldi kaupsamninga í mánuði á höfuðborgarsvæðinu á fyrstu ellefu mánuðum ársins 2022 var 523 en á sama tíma árið 2021 var meðaltalið 750, 43% fleiri samningar. Veltan tók að aukast verulega þegar vextir voru lækkaðir árið 2020 til þess að stemma stigu við efnahagslegum áhrifum faraldursins og nýjum íbúðalánum fjölgaði hratt. Hert lánþegaskilyrði og hækkandi vextir hafa nú kælt markaðinn og bæði dregið úr verðhækkunum og veltu.

Nýjustu gögn yfir íbúðalán innlánastofnana og lífeyrissjóða ná yfir nóvembermánuð. Þau sýna að í nóvember hélt áfram að draga úr fjárhæðum hreinna nýrra íbúðalána, þ.e. nýjum lánum að frádregnum upp- og umframgreiðslum. Einnig er athyglisvert að þróunin í átt að verðtryggðum íbúðalánum heldur áfram, en 63% fjárhæðar hreinna nýrra íbúðalána í nóvember (innlánastofnana og lífeyrissjóða) var verðtryggð. Greiðslubyrði óverðtryggðra lána hefur þyngst mjög með hækkandi vaxtastigi og verðtryggð lán geta borið mun léttari greiðslubyrði við upphaf lánstíma sem kann að vera skýringin á þessari þróun.

Fyrirvari
Innihald og form þessarar greiningar er unnið af starfsfólki Hagfræðideildar Landsbankans hf. (hagfraedideild@landsbankinn.is) og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem greiningin var unnin. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsfólks Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar greiningin er dagsett, en þær geta breyst án fyrirvara.

Landsbankinn hf. og starfsfólk hans taka ekki ábyrgð á viðskiptum sem byggð eru á þeim upplýsingum og skoðunum sem hér eru settar fram, enda eru þær ekki veittar sem persónuleg ráðgjöf fyrir einstök viðskipti.

Bent skal á að Landsbankinn hf. getur á hverjum tíma haft beinna eða óbeinna hagsmuna að gæta, ýmist sjálfur, dótturfélög hans eða fyrir hönd viðskiptavina, s.s. sem fjárfestir, lánardrottinn eða þjónustuaðili. Greiningar eru engu að síður unnar sjálfstætt af Hagfræðideild Landsbankans og innan Landsbankans eru í gildi reglur um aðskilnað starfssviða sem eru aðgengilegar á vef bankans.
Þú gætir einnig haft áhuga á
Epli
24. júlí 2024
Verðbólga hækkar í 6,3%, meira en spár gerðu ráð fyrir
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,46% milli mánaða í júlí, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Ársverðbólgan hækkar því úr 5,8% í 6,3%, um 0,5 prósentustig. Það sem kom mest á óvart í tölunum var að sumarútsölurnar voru lakari en við bjuggumst við og verð á matarkörfunni hækkaði meira en við héldum. Við gerum nú ráð fyrir að ársverðbólgan verði 6,2% í ágúst, 6,1% í september og 5,6% í október. Spáin er um 0,2-0,3 prósentustigum hærri en síðasta verðbólguspá sem við birtum í verðkönnunarvikunni.
Evrópsk verslunargata
22. júlí 2024
Vikubyrjun 22. júlí 2024
Í síðustu viku birtust gögn sem gáfu til kynna talsverðan kraft á íbúðamarkaði um þessar mundir. Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4% milli mánaða í júní og vísitala leiguverðs um 2,5%.
Hús í Reykjavík
18. júlí 2024
Spenna á íbúðamarkaði
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4% á milli mánaða í júní. Árshækkun vísitölu íbúðaverðs jókst úr 8,4% í 9,1% en svo mikil hefur árshækkunin ekki verið síðan í febrúar 2023. Leiguverð hækkaði einnig á milli mánaða í júní, alls um 2,5%. Mikil velta var á íbúðamarkaði í júní og ljóst að íbúðamarkaður hefur tekið verulega við sér.
Gönguleið
15. júlí 2024
Vikubyrjun 15. júlí 2024
Erlendir ferðamenn voru 9% færri í júní á þessu ári en í júní í fyrra. Atvinnuleysi var 3,1% í júní og er áfram lítillega meira en á sama tíma í fyrra.
Fataverslun
10. júlí 2024
Spáum að verðbólga aukist lítillega og verði 5,9% í júlí 
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,15% á milli mánaða í júlí og að verðbólga aukist úr 5,8% í 5,9%. Við gerum ráð fyrir að júlímánuður verði nokkuð dæmigerður þar sem sumarútsölur verða til lækkunar á vísitölunni en flugfargjöld til útlanda til hækkunar. Við spáum nokkurn veginn óbreyttri verðbólgu í ágúst og september, en að verðbólga hjaðni í 5,4% í október. 
8. júlí 2024
Vikubyrjun 8. júlí 2024
Hátt vaxtastig hefur hvatt til sparnaðar og hægt á eftirspurn í hagkerfinu. Innlán heimila voru 20% meiri í maí síðastliðnum en í maí í fyrra, samkvæmt nýbirtum Hagvísum Seðlabanka Íslands. Óbundin innlán hafa aukist langmest.
1. júlí 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 1. júlí 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Litríkir bolir á fataslá
1. júlí 2024
Vikubyrjun 1. júlí 2024
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,48% í júní. Verðbólga mældist því 5,8% og lækkaði úr 6,2%. Velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum í mars og apríl dróst saman um 4,6% að raunvirði og launavísitalan hækkaði um 0,2% í maí, samkvæmt tölum sem Hagstofan birti í síðustu viku.
Flugvél á flugvelli
27. júní 2024
Verðbólga í takt við væntingar – lækkar í 5,8%
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,48% á milli mánaða í júní og við það lækkaði ársverðbólga úr 6,2% í 5,8%. Reiknuð húsaleiga, hækkandi flugfargjöld til útlanda og verðhækkun á hótelgistingu höfðu mest áhrif til hækkunar á vísitölunni. Á móti lækkaði verð á fötum og skóm, húsgögnum og heimilisbúnaði og ökutækjum á milli mánaða í júní.
25. júní 2024
Velta í hagkerfinu minnkar á milli ára
Velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum dróst saman um 4,6% að raunvirði í mars og apríl og um 2% í janúar og febrúar samkvæmt nýbirtum gögnum Hagstofunnar. Þróunin er ólík eftir útflutningsgreinum. Ferðaþjónusta eykst lítillega á milli ára, velta í sjávarútvegi og álframleiðslu minnkar en velta í lyfjaframleiðslu eykst til muna.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur