Íbúða­verð hækk­aði um 0,8% í nóv­em­ber

Íbúðaverð heldur áfram að hækka nokkuð hressilega milli mánaða. Raunverð hefur hækkað stöðugt síðan í júlí og mælist 12 mánaða hækkun þess nú 2,9%.
Viðhald íbúðahúsnæðis
16. desember 2020 - Hagfræðideild

Samkvæmt nýbirtum tölum Þjóðskrár Íslands hækkaði íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu að meðaltali um 0,8% milli október og nóvember. Verð á fjölbýli hækkaði um 0,9% og verð á sérbýli um 0,5%. 12 mánaða hækkun íbúðaverðs mælist nú 7,2% og hefur ekki verið hærri síðan í mars 2018. Frá því í júlí hafa verðhækkanir mælst nokkuð miklar milli mánaða, nálægt 1%, en voru til samanburðar 0,4% að jafnaði milli mánaða á fyrri hluta árs. Þessi umskipti á fasteignamarkaði má að líkindum rekja til vaxtalækkana sem gripið var til við upphaf Covid-19-faraldursins.

Almennt verðlag, án húsnæðiskostnaðar, hækkaði um 0,1% milli mánaða í nóvember og hækkaði raunverð íbúða því um 0,7% milli mánaða. Raunverð hefur hækkað stöðugt síðan í júlí og mælist 12 mánaða hækkun þess nú 2,9%. Íbúðaverð er því farið að hækka hraðar en verðlag annarra vara, þó munurinn sé minni en oft á árum áður.

Tölur síðustu mánaða benda til þess að eftirspurn hafi aukist verulega eftir íbúðarhúsnæði, enda lánskjör hagstæðari nú en oft áður. Mikið hefur verið byggt á síðustu árum af nýju húsnæði sem kemur sér vel þegar eftirspurn tekur jafn hressilega við sér og nú.

Við gerum ráð fyrir því að eftirspurn haldist áfram nokkuð mikil á meðan hagstæð lánskjör fást og því er mikilvægt að framboð íbúða til sölu sé einnig tryggt. Staðan virðist nokkuð góð sem stendur, en gæti breyst á næstu misserum með minni fjárfestingu.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Íbúðaverð hækkaði um 0,8% í nóvember (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
Seðlabanki Íslands
10. júní 2024
Vikubyrjun 10. júní 2024
Evrópski seðlabankinn lækkaði vexti í síðustu viku. Vinnumarkaðstölur frá Bandaríkjunum voru sterkari en almennt var búist við sem eykur líkurnar á að vaxtalækkunarferli seðlabankans þar í landi seinki.
6. júní 2024
Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf - maí 2024
Meðfylgjandi er mánaðarlegt yfirlit sértryggðra skuldabréfa.
Flutningaskip
5. júní 2024
Aukinn halli á viðskiptum við útlönd
Alls var 41 ma. kr. halli á viðskiptum við útlönd á fyrsta ársfjórðungi. Hallinn jókst nokkuð milli ára. Þrátt fyrir þetta batnaði erlend staða þjóðarbúsins á fjórðungnum.
4. júní 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 4. júní 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
3. júní 2024
Vikubyrjun 3. júní 2024
Landsframleiðsla dróst saman um 4% á fyrsta ársfjórðungi og verðbólga mældist 6,2% í maí, aðeins umfram spár.
Fiskiskip á Ísafirði
31. maí 2024
Samdráttur á fyrsta ársfjórðungi
Hagkerfið dróst saman um 4% á milli ára á fyrsta ársfjórðungi samkvæmt nýbirtum þjóðhagsreikningum Hagstofunnar. Þetta er í fyrsta sinn síðan árið 2021 sem landsframleiðsla dregst saman á milli ára. Samdrátturinn skýrist helst af minni birgðasöfnun vegna loðnubrests. Einkaneysla og fjárfesting jukust aftur á móti á fjórðungnum sem er til marks um eftirspurnarþrýsting.
Íbúðahús
30. maí 2024
Verðbólga jókst þvert á spár
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,58% á milli mánaða í maí og við það hækkaði ársverðbólga úr 6,0% í 6,2%. Hækkanir voru á nokkuð breiðum grunni og meiri en við bjuggumst við. 
Þjóðvegur
29. maí 2024
Margra ára hallarekstur og óskýrar mótvægisaðgerðir
Stjórnvöld sjá fram á að rétta smám saman úr ríkisrekstrinum á næstu árum en gera ekki ráð fyrir afgangi fyrr en árið 2028, eftir níu ára samfelldan hallarekstur. Hallarekstur var viðbúinn í faraldrinum en almennt er óæskilegt að ríkissjóður sé rekinn með halla í uppsveiflu og á tímum mikillar þenslu og verðbólgu. Við teljum að áfram verði reynt að halda aftur af opinberri fjárfestingu og að samneysla aukist aðeins minna á næstu árum en undanfarin ár.
Mynt 100 kr.
27. maí 2024
Krónan stöðug en Ísland verður dýrara
Krónan hefur verið óvenju stöðug frá því í nóvember í fyrra. Við teljum að krónan styrkist lítillega á þessu ári og að raungengið hækki þar sem verðbólga verði meiri hér en í helstu viðskiptalöndum okkar.
Fasteignir
27. maí 2024
Vikubyrjun 27. maí 2024
Velta á íbúðamarkaði hefur aukist á síðustu mánuðum og kaupsamningum fjölgað. Undirritaðir kaupsamningar á höfuðborgarsvæðinu í apríl í ár voru meira en tvöfalt fleiri en í apríl í fyrra.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur