Hóf­leg skuld­setn­ing þrátt fyr­ir hækk­andi íbúða­verð

Mikil virkni íbúðamarkaðar á síðasta ári varð ekki til þess að heimili juku skuldsetningu í formi íbúðalána. Lægri vextir hafa aukið hlutdeild óverðtryggðra lána og nú er orðið algengara að fólk festi vexti slíkra lána þar sem vaxtahækkunarferli er þegar hafið.
25. janúar 2022 - Hagfræðideild

Í desember námu hrein ný íbúðalán innlánastofnana alls 18,6 mö.kr. samkvæmt nýútgefnum tölum Seðlabanka Íslands. Útlánavöxturinn í mánuðinum var drifinn áfram af töku óverðtryggðra lána líkt og verið hefur á síðustu misserum, en er þetta í fyrsta sinn sem nettóaukningin er alfarið vegna óverðtryggðra lána á föstum vöxtum. Þetta er vísbending um að fólk telji meiri líkur en minni á áframhaldandi vaxtahækkunum og vilji tryggja sig gegn þeim.

Þegar árið í heild er skoðað sést að hrein ný íbúðalán innlánastofnana námu samtals 307 mö.kr. og voru nær óbreytt milli ára, þrátt fyrir ríflega 14% hækkun íbúðaverðs milli ára og 10% aukningu seldra íbúða á landsvísu. Það eru því vísbendingar um að fólk sé almennt ekki að fara fram úr sér í skuldsetningu þrátt fyrir aukna sölu og hækkandi verð.

Íbúðalánamarkaður hefur tekið miklum breytingum á síðustu misserum. Þegar Seðlabankinn hóf að lækka stýrivexti af miklum krafti á árinu 2020 fylgdu vextir óverðtryggðra íbúðalána svipaðri þróun sem gerði það að verkum að greiðslubyrði þeirra lána lækkaði verulega og óverðtryggðu lánin urðu ákjósanlegri fyrir marga lántaka. Við sjáum því nú tvö ár í röð þar sem uppgreiðslur voru meiri en ný lántaka á verðtryggðum lánum og útlánavöxtur innlánastofnana alfarið drifinn áfram af töku óverðtryggðra lána.

Þegar Seðlabankinn hóf svo að hækka stýrivexti á ný í maí í fyrra varð sífellt algengara að fólk tæki lán á föstum frekar en breytilegum vöxtum. Þegar árið í heild er skoðað sést að lán á föstum vöxtum eru um helmingur af nettó nýrri lántöku, eða samtals 162 ma.kr., sem er mikil breyting frá árinu 2020 þegar þau voru um 2%.

Lesa Hagsjána í heild:

Hagsjá: Hófleg skuldsetning þrátt fyrir hækkandi íbúðaverð

Þú gætir einnig haft áhuga á
Epli
24. júlí 2024
Verðbólga hækkar í 6,3%, meira en spár gerðu ráð fyrir
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,46% milli mánaða í júlí, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Ársverðbólgan hækkar því úr 5,8% í 6,3%, um 0,5 prósentustig. Það sem kom mest á óvart í tölunum var að sumarútsölurnar voru lakari en við bjuggumst við og verð á matarkörfunni hækkaði meira en við héldum. Við gerum nú ráð fyrir að ársverðbólgan verði 6,2% í ágúst, 6,1% í september og 5,6% í október. Spáin er um 0,2-0,3 prósentustigum hærri en síðasta verðbólguspá sem við birtum í verðkönnunarvikunni.
Evrópsk verslunargata
22. júlí 2024
Vikubyrjun 22. júlí 2024
Í síðustu viku birtust gögn sem gáfu til kynna talsverðan kraft á íbúðamarkaði um þessar mundir. Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4% milli mánaða í júní og vísitala leiguverðs um 2,5%.
Hús í Reykjavík
18. júlí 2024
Spenna á íbúðamarkaði
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4% á milli mánaða í júní. Árshækkun vísitölu íbúðaverðs jókst úr 8,4% í 9,1% en svo mikil hefur árshækkunin ekki verið síðan í febrúar 2023. Leiguverð hækkaði einnig á milli mánaða í júní, alls um 2,5%. Mikil velta var á íbúðamarkaði í júní og ljóst að íbúðamarkaður hefur tekið verulega við sér.
Gönguleið
15. júlí 2024
Vikubyrjun 15. júlí 2024
Erlendir ferðamenn voru 9% færri í júní á þessu ári en í júní í fyrra. Atvinnuleysi var 3,1% í júní og er áfram lítillega meira en á sama tíma í fyrra.
Fataverslun
10. júlí 2024
Spáum að verðbólga aukist lítillega og verði 5,9% í júlí 
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,15% á milli mánaða í júlí og að verðbólga aukist úr 5,8% í 5,9%. Við gerum ráð fyrir að júlímánuður verði nokkuð dæmigerður þar sem sumarútsölur verða til lækkunar á vísitölunni en flugfargjöld til útlanda til hækkunar. Við spáum nokkurn veginn óbreyttri verðbólgu í ágúst og september, en að verðbólga hjaðni í 5,4% í október. 
8. júlí 2024
Vikubyrjun 8. júlí 2024
Hátt vaxtastig hefur hvatt til sparnaðar og hægt á eftirspurn í hagkerfinu. Innlán heimila voru 20% meiri í maí síðastliðnum en í maí í fyrra, samkvæmt nýbirtum Hagvísum Seðlabanka Íslands. Óbundin innlán hafa aukist langmest.
1. júlí 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 1. júlí 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Litríkir bolir á fataslá
1. júlí 2024
Vikubyrjun 1. júlí 2024
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,48% í júní. Verðbólga mældist því 5,8% og lækkaði úr 6,2%. Velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum í mars og apríl dróst saman um 4,6% að raunvirði og launavísitalan hækkaði um 0,2% í maí, samkvæmt tölum sem Hagstofan birti í síðustu viku.
Flugvél á flugvelli
27. júní 2024
Verðbólga í takt við væntingar – lækkar í 5,8%
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,48% á milli mánaða í júní og við það lækkaði ársverðbólga úr 6,2% í 5,8%. Reiknuð húsaleiga, hækkandi flugfargjöld til útlanda og verðhækkun á hótelgistingu höfðu mest áhrif til hækkunar á vísitölunni. Á móti lækkaði verð á fötum og skóm, húsgögnum og heimilisbúnaði og ökutækjum á milli mánaða í júní.
25. júní 2024
Velta í hagkerfinu minnkar á milli ára
Velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum dróst saman um 4,6% að raunvirði í mars og apríl og um 2% í janúar og febrúar samkvæmt nýbirtum gögnum Hagstofunnar. Þróunin er ólík eftir útflutningsgreinum. Ferðaþjónusta eykst lítillega á milli ára, velta í sjávarútvegi og álframleiðslu minnkar en velta í lyfjaframleiðslu eykst til muna.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur