Hluta­bréfa­mark­að­ir upp í októ­ber

Miklar verðsveiflur hafa verið á hlutabréfamörkuðum helstu viðskiptalanda á síðustu mánuðum og hafa markaðir sveiflast upp og niður milli mánaða. Miklar lækkanir urðu í júní og september en markaðir hækkuðu síðan í báðum tilfellum í næsta mánuði á eftir. Markaðir hækkuðu almennt séð í október en hækkun náði þó ekki að vega að fullu leyti upp þá miklu lækkun sem varð í september.
Kauphöll
3. nóvember 2022 - Hagfræðideild

Vísitala Aðallista kauphallarinnar hækkaði um 5,2% í október eftir að hafa lækkað um 8,3% í september. Flest félögin í kauphöllinni hækkuðu í október eða 18 af samtals 22 félögum. Langmesta hækkunin var með bréf Origo sem hækkuðu um 30,5% í mánuðinum. Næstmesta hækkunin var í Marel, 13,4% og sú þriðja mesta í Eimskip, 11,8%. Minnstu hækkanirnar urðu í Festi (0,4%), Nova klúbbnum (0,5%) og Sýn (0,8%). Fjögur félög lækkuðu í verði, en mest lækkuðu bréf Iceland Sefood (-5,8%), Ölgerðarinnar Egill Skallagrímsson (-3,2%) og Síldarvinnslunnar (-1,7%).

Helmingur þeirra félaga, sem hafa verið skráð lengur en 12 mánuði á hlutabréfamarkaði, eru með jákvæða ávöxtun á síðustu 12 mánuðum. Mesta hækkunin hefur verið í Skel fjárfestingarfélagi (24,5%) en þar á eftir kemur Origo (16,8%) og Sýn (16,5%). Mesta lækkunin hefur verið hjá Iceland Seafood (-56%) en þar á eftir kemur Marel (-41,2%) og Kvika banki (-31,3%). 

Markaðurinn í Hong Kong hefur misst þriðjung á 4 mánuðum

Líkt og hér á landi hækkuðu nánast allir hlutabréfamarkaðir helstu viðskiptalanda Íslands í október. Að meðaltali var hækkunin 6,4% en bandaríski markaðurinn hækkaði um 8%. Einu markaðirnir sem lækkuðu í verði voru sá kínverski og nágrannamarkaðurinn í Hong Kong. Kínverski markaðurinn lækkaði um 4,3% en markaðurinn í Hong Kong lækkaði um 14,7%. Þetta var fjórði mánuðurinn í röð sem sá síðarnefndi lækkar. Samanlagt hefur markaðurinn í Hong Kong tapað þriðjungi af verðgildi sínu á þessum fjórum mánuðum sem er mjög mikil lækkun á ekki lengra tímabili.

Norski markaðurinn sá eini með jákvæða ávöxtun á síðustu 12 mánuðum

Síðustu 12 mánuði hefur ávöxtun hlutabréfamarkaða verið neikvæð í flestum tilfellum. Sé litið til helstu viðskiptalanda Íslands er norski markaðurinn sé eini sem er enn með jákvæða ávöxtun en 12 mánaða ávöxtun hans er 5,4%. Lækkunin er minnst í Japan (-3,6%), þar á eftir kemur Bretland (-6,1%) og Kanada (-7,7%) þar á eftir. Mesta lækkunin er í Þýskalandi (-29,8%), Svíþjóð (-22,6%) og Finnlandi (-17,3%).

Fyrirvari
Innihald og form þessarar greiningar er unnið af starfsfólki Hagfræðideildar Landsbankans hf. (hagfraedideild@landsbankinn.is) og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem greiningin var unnin. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsfólks Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar greiningin er dagsett, en þær geta breyst án fyrirvara. Landsbankinn hf. og starfsfólk hans taka ekki ábyrgð á viðskiptum sem byggð eru á þeim upplýsingum og skoðunum sem hér eru settar fram, enda eru þær ekki veittar sem persónuleg ráðgjöf fyrir einstök viðskipti. Bent skal á að Landsbankinn hf. getur á hverjum tíma haft beinna eða óbeinna hagsmuna að gæta, ýmist sjálfur, dótturfélög hans eða fyrir hönd viðskiptavina, s.s. sem fjárfestir, lánardrottinn eða þjónustuaðili. Greiningar eru engu að síður unnar sjálfstætt af Hagfræðideild Landsbankans og innan Landsbankans eru í gildi reglur um aðskilnað starfssviða sem eru aðgengilegar á vef bankans.
Þú gætir einnig haft áhuga á
2. okt. 2023
Vikubyrjun 2. október 2023
Verðbólgan mældist 8,0% í september, samkvæmt tölum sem Hagstofan birti í síðustu viku. Peningastefnunefnd kemur saman í dag og birtir stýrivaxtaákvörðun á miðvikudaginn. Við spáum því að nefndin hækki stýrivexti um 0,5 prósentustig.
29. sept. 2023
Spáum 0,5 prósentustiga stýrivaxtahækkun
Við spáum því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hækki vexti bankans um 0,5 prósentustig í næstu viku. Hækkunin yrði sú fimmtánda í röð og meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, færu úr 9,25% í 9,75%.
Fjölbýlishús
28. sept. 2023
Ársverðbólga eykst úr 7,7% í 8,0%
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,35% milli mánaða í september og við það jókst ársverðbólga úr 7,7% í 8,0%. Flugfargjöld til útlanda lækkuðu mun minna en við bjuggumst við en að öðru leyti var mælingin nokkurn veginn í takt við okkar spá. Framlag þjónustu og húsnæðis til ársverðbólgu jókst á hlut annarra liða. Við gerum enn ráð fyrir að verðbólga hjaðni næstu mánuði.
Byggingakrani og fjölbýlishús
25. sept. 2023
Vikubyrjun 25. september 2023
Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,7% milli mánaða í ágúst, samkvæmt gögnum sem HMS birti í síðustu viku. Vísitalan lækkaði þó nokkuð í júní og júlí og hækkunin kom því nokkuð á óvart. Í næstu viku ber hæst birting Hagstofunnar á vísitölu neysluverðs á fimmtudag.
Fasteignir
20. sept. 2023
Vísitala íbúðaverðs hækkar lítillega og verðbólguspáin með
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 0,7% milli mánaða í ágúst. Árshækkun vísitölunnar fór úr 0,8% í 2,0%. Undirritaðir kaupsamningar á höfuðborgarsvæðinu voru 9,6% færri í júlí en í sama mánuði í fyrra. Vísitalan er hærri en við gerðum ráð fyrir við gerð verðbólguspár fyrir septembermánuð og því færum við hana upp og spáum 7,8% ársverðbólgu í stað 7,7%.
Flugvöllur, Leifsstöð
18. sept. 2023
Aukinn þjónustuútflutningur skýrist allur af vexti ferðaþjónustu
Um 282 þúsund erlendir ferðamenn fóru um Keflavíkurflugvöll í ágúst. Ef sumarmánuðirnir eru teknir saman hafa aðeins einu sinni komið fleiri ferðamenn að sumri, árið 2018. Samkvæmt nýjustu þjóðhagsreikningum Hagstofunnar jókst þjónustuútflutningur á fyrstu tveimur fjórðungum ársins um 21%, og má rekja allan þann vöxt til ferðaþjónustunnar.
Hverasvæði
18. sept. 2023
Vikubyrjun 18. september 2023
Í síðustu viku komu tölur um brottfarir frá Leifsstöð, skráð atvinnuleysi og veltu greiðslukorta. Í þessari viku ber hæst vísitala íbúðaverðs, sem kemur á þriðjudag, og yfirlýsing fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands, sem gefin verður út á miðvikudaginn.
Símagreiðsla
15. sept. 2023
Frekari merki um hægari takt
Nýjar kortaveltutölur bera með sér frekari vísbendingar um að verulega sé að hægja á innlendri eftirspurn. Heildarkortavelta íslenskra heimila dróst saman um 3,4% milli ára í ágúst. Kortavelta Íslendinga innanlands var 4,3% minni en í ágúst í fyrra á föstu verðlagi og hefur nú dregist saman sex mánuði í röð. Erlendis jókst kortavelta Íslendinga um 0,7% á milli ára og kortaveltujöfnuður er jákvæður um 19,2 milljarða.
Flugvél
14. sept. 2023
Spáum 7,7% verðbólgu í september
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,07% milli mánaða í september og að ársverðbólga standi í stað og verði áfram 7,7%. Útsölulok hafa aftur mest áhrif til hækkunar milli mánaða í september samkvæmt spánni. Það sem helst dregur spána niður er árstíðabundin lækkun á flugfargjöldum til útlanda. Við gerum ráð fyrir að verðbólga lækki áfram næstu mánuði og verði 6,6% í desember.
Foss
11. sept. 2023
Vikubyrjun 11. september 2023
Í síðustu viku birti Seðlabankinn fundargerð peningastefnunefndar. Samkvæmt henni greiddi einn nefndarmaður atkvæði gegn tillögu seðlabankastjóra um að hækka vexti um 0,50 prósentustig á síðasta fundi nefndarinnar og hefði heldur kosið að hækka þá um 0,25 prósentustig. Í þessari viku berast gögn yfir fjölda brottfara um Leifsstöð, skráð atvinnuleysi og kortaveltu.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur