Hluta­bréfa­mark­að­ir upp í októ­ber

Miklar verðsveiflur hafa verið á hlutabréfamörkuðum helstu viðskiptalanda á síðustu mánuðum og hafa markaðir sveiflast upp og niður milli mánaða. Miklar lækkanir urðu í júní og september en markaðir hækkuðu síðan í báðum tilfellum í næsta mánuði á eftir. Markaðir hækkuðu almennt séð í október en hækkun náði þó ekki að vega að fullu leyti upp þá miklu lækkun sem varð í september.
Kauphöll
3. nóvember 2022 - Hagfræðideild

Vísitala Aðallista kauphallarinnar hækkaði um 5,2% í október eftir að hafa lækkað um 8,3% í september. Flest félögin í kauphöllinni hækkuðu í október eða 18 af samtals 22 félögum. Langmesta hækkunin var með bréf Origo sem hækkuðu um 30,5% í mánuðinum. Næstmesta hækkunin var í Marel, 13,4% og sú þriðja mesta í Eimskip, 11,8%. Minnstu hækkanirnar urðu í Festi (0,4%), Nova klúbbnum (0,5%) og Sýn (0,8%). Fjögur félög lækkuðu í verði, en mest lækkuðu bréf Iceland Sefood (-5,8%), Ölgerðarinnar Egill Skallagrímsson (-3,2%) og Síldarvinnslunnar (-1,7%).

Helmingur þeirra félaga, sem hafa verið skráð lengur en 12 mánuði á hlutabréfamarkaði, eru með jákvæða ávöxtun á síðustu 12 mánuðum. Mesta hækkunin hefur verið í Skel fjárfestingarfélagi (24,5%) en þar á eftir kemur Origo (16,8%) og Sýn (16,5%). Mesta lækkunin hefur verið hjá Iceland Seafood (-56%) en þar á eftir kemur Marel (-41,2%) og Kvika banki (-31,3%). 

Markaðurinn í Hong Kong hefur misst þriðjung á 4 mánuðum

Líkt og hér á landi hækkuðu nánast allir hlutabréfamarkaðir helstu viðskiptalanda Íslands í október. Að meðaltali var hækkunin 6,4% en bandaríski markaðurinn hækkaði um 8%. Einu markaðirnir sem lækkuðu í verði voru sá kínverski og nágrannamarkaðurinn í Hong Kong. Kínverski markaðurinn lækkaði um 4,3% en markaðurinn í Hong Kong lækkaði um 14,7%. Þetta var fjórði mánuðurinn í röð sem sá síðarnefndi lækkar. Samanlagt hefur markaðurinn í Hong Kong tapað þriðjungi af verðgildi sínu á þessum fjórum mánuðum sem er mjög mikil lækkun á ekki lengra tímabili.

Norski markaðurinn sá eini með jákvæða ávöxtun á síðustu 12 mánuðum

Síðustu 12 mánuði hefur ávöxtun hlutabréfamarkaða verið neikvæð í flestum tilfellum. Sé litið til helstu viðskiptalanda Íslands er norski markaðurinn sé eini sem er enn með jákvæða ávöxtun en 12 mánaða ávöxtun hans er 5,4%. Lækkunin er minnst í Japan (-3,6%), þar á eftir kemur Bretland (-6,1%) og Kanada (-7,7%) þar á eftir. Mesta lækkunin er í Þýskalandi (-29,8%), Svíþjóð (-22,6%) og Finnlandi (-17,3%).

Fyrirvari
Innihald og form þessarar greiningar er unnið af starfsfólki Hagfræðideildar Landsbankans hf. (hagfraedideild@landsbankinn.is) og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem greiningin var unnin. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsfólks Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar greiningin er dagsett, en þær geta breyst án fyrirvara. Landsbankinn hf. og starfsfólk hans taka ekki ábyrgð á viðskiptum sem byggð eru á þeim upplýsingum og skoðunum sem hér eru settar fram, enda eru þær ekki veittar sem persónuleg ráðgjöf fyrir einstök viðskipti. Bent skal á að Landsbankinn hf. getur á hverjum tíma haft beinna eða óbeinna hagsmuna að gæta, ýmist sjálfur, dótturfélög hans eða fyrir hönd viðskiptavina, s.s. sem fjárfestir, lánardrottinn eða þjónustuaðili. Greiningar eru engu að síður unnar sjálfstætt af Hagfræðideild Landsbankans og innan Landsbankans eru í gildi reglur um aðskilnað starfssviða sem eru aðgengilegar á vef bankans.
Þú gætir einnig haft áhuga á
Epli
11. apríl 2024
Spáum lækkun verðbólgu úr 6,8% í 6,1%
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,61% á milli mánaða í apríl og að ársverðbólgalækki töluvert, eða úr 6,8% í 6,1%. Mest áhrif til hækkunar í spá okkar hafa reiknuð húsaleiga, flugfargjöld til útlanda og matarkarfan. Apríl í fyrra var stór hækkunarmánuður og þar sem við gerum ráð fyrir töluvert minni mánaðarhækkun nú lækkar ársverðbólga töluvert. Á móti gerum við ekki ráð fyrir því að verðbólga lækki mikið næstu mánuði þar á eftir og búumst við því að hún verði 5,9% í júlí.
Gönguleið
8. apríl 2024
Vikubyrjun 8. apríl 2024
Um 14% fleiri ferðamenn fóru um Keflavíkurflugvöll í febrúar síðastliðnum en í febrúar í fyrra. Ferðamenn gistu þó skemur en áður, því skráðum gistinóttum fækkaði um 2,7% á milli ára í febrúar.
3. apríl 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 3. apríl 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
2. apríl 2024
Vikubyrjun 2. apríl 2024
Um 30% fyrirtækja vilja fjölga starfsfólki á næstu sex mánuðum, samkvæmt nýjustu könnun Gallup meðal 400 stærstu fyrirtækja landsins sem var framkvæmd í mars. Hlutfallið eykst úr 23% frá síðustu könnun sem var gerð í desember.  
Íbúðir
26. mars 2024
Hækkandi íbúðaverð kyndir undir verðbólgu
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,8% milli mánaða í mars og við það jókst ársverðbólga úr 6,6% í 6,8%. Langmest áhrif til hækkunar í mælingunni má rekja til hækkunar á íbúðaverði, og þá sérstaklega utan höfuðborgarsvæðisins. Verð á nýjum bílum hafði mest áhrif til lækkunar í mars.
Seðlabanki
25. mars 2024
Vikubyrjun 25. mars 2024
Peningastefnunefnd Seðlabankans tilkynnti á miðvikudag að stýrivöxtum yrði haldið óbreyttum í 9,25%. Ákvörðunin var í samræmi við spá okkar, en tónninn í yfirlýsingunni var harðari en við bjuggumst við.
Ferðamenn
18. mars 2024
Vikubyrjun 18. mars 2024
Gögn síðasta árs benda til þess að þeir ferðamenn sem hingað komu hafi að meðaltali dvalið skemur en árið á undan en aftur á móti eytt meiru á dag.
Vélsmiðja Guðmundar
15. mars 2024
Að flytja út „annað“ er heldur betur að skila sér
Útflutningur hefur alltaf verið mjög mikilvægur fyrir Íslendinga og íslenskan efnahag. Lengst af var fiskurinn okkar aðal útflutningsvara, svo bættist álið við og nú síðasta áratuginn eða svo hefur ferðaþjónusta rutt sér til rúms og er orðin stærsta einstaka útflutningsvara Íslendinga. Á síðustu árum hefur annar útflutningur, þ.e. útflutningur sem ekki heyrir undir neinn þessara flokka, vaxið hratt og raunar hraðar en ferðaþjónustan, þó faraldurinn torveldi samanburðinn aðeins.
Fjölbýlishús
14. mars 2024
Spáum 6,6% verðbólgu í mars
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,57% milli mánaða í mars og að ársverðbólga verði óbreytt í 6,6%. Mest áhrif til hækkunar í spá okkar hafa reiknuð húsaleiga, flugfargjöld til útlanda, föt og skór og matarkarfan. Við eigum enn von á að verðbólgan hjaðni rólega næstu mánuði og verði komin niður í 5,4% í júní.
14. mars 2024
Óbreytt vaxtastig en bjartur tónn
Þrátt fyrir hjaðnandi verðbólgu og sátt um langtímakjarasamning á stórum hluta vinnumarkaðar teljum við að peningastefnunefnd haldi meginvöxtum bankans óbreyttum í 9,25% í næstu viku, fjórða skiptið í röð. Verðlag hækkaði umfram væntingar í febrúar og verðbólguvæntingar hafa lítið breyst frá síðasta fundi nefndarinnar. Auk þess ríkir enn óvissa um framvindu kjarasamninga annarra hópa. Við teljum þó að tónninn í yfirlýsingunni verði bjartari en verið hefur og að vaxtalækkun kunni að vera handan við hornið.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur