Heim­il­in taka bíla­lán sem aldrei fyrr

Kaup á nýjum bílum halda áfram að aukast. Einstaklingar virðast margir nýta aukinn sparnað til kaupa á nýjum bílum en auk þess hafa hrein ný bílalán til heimilanna aukist verulega. Rafbílavæðingin gengur vel ef marka má nýjustu tölur, en vel rúmur meirihluti nýskráðra ökutækja gengur fyrir rafmagni að öllu leyti eða að hluta.
Bílar
3. júní 2022 - Hagfræðideild

Samkvæmt tölum á vef Samgöngustofu hafa alls um 9.600 bifreiðar verið nýskráðar á fyrstu fimm mánuðum ársins sem er um 65% aukning frá fyrra ári, miðað við sama tímabil . Ef fyrstu fimm mánuðir ársins eru bornir saman við sömu mánuði árið 2017, þegar fjöldi nýskráðra bíla náði hámarki sjáum við að 31% færri bílar eru nú nýskráðir.

Ef skoðuð er sala nýrra fólksbíla, samkvæmt Bílgreinasambandinu, eykst sala um 63% milli ára sem er í góðu samræmi við tölur Samgöngustofu. Alls hafa selst 6.844 nýir fólksbílar fyrstu fimm mánuði ársins, en á sama tímabili í fyrra seldust 4.208 nýir bílar.

Nýjar lánveitingar til íslenskra heimila vegna bílakaupa, umfram uppgreiðslur, námu 25,4 ma.kr. á síðustu 12 mánuðum. Heildarupphæð bílalána í mars síðastliðnum sló met og hefur ekki verið hærri  frá því Seðlabankinn tók að mæla ný útlán árið 2013. Sem dæmi er lántaka fyrstu fjögurra mánaða ársins rúmlega 20% meiri en allt árið 2013, á föstu verðlagi. Lánveitingar á fyrstu fjórum mánuðum ársins, á föstu verðlagi, námu 8,9 milljörðum króna og jukust um 93% frá sama tímabili árið 2018 en 226% frá 2019. 12 mánaða hlaupandi meðaltal mánaðarlegra gagna um hrein ný bílalán til heimilanna jókst nú í apríl um 110% milli ára og hækkunin frá ársbyrjun 2020 slagar í 150%.

Lesa Hagsjána í heild:

Hagsjá: Heimilin taka bílalán sem aldrei fyrr

Þú gætir einnig haft áhuga á
Hús í Reykjavík
6. des. 2023
Áfram ásókn í verðtryggð lán og fyrstu kaupendum fjölgar
Í október voru óverðtryggð íbúðalán hjá bönkunum greidd upp fyrir tæpa 20 ma. kr., að frádreginni nýrri lántöku. Upphæðin er svipuð og hrein ný lántaka verðtryggðra íbúðalána. Með hækkandi vaxtastigi hefur samsetning nýrra lána gjörbreyst, enda hafa afborganir af óverðtryggðum lánum hækkað verulega. Þótt aðgengi að lánsfé hafi síst batnað á síðustu mánuðum hefur fyrstu kaupendum á íbúðamarkaði fjölgað á ný.
6. des. 2023
Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf - nóvember 2023
Meðfylgjandi er mánaðarlegt yfirlit um sértryggð skuldabréf.
Flutningaskip
4. des. 2023
Afgangur af viðskiptum við útlönd á 3. ársfjórðungi - líklega afgangur á árinu í heild
Afgangur af viðskiptum við útlönd á þriðja ársfjórðungi mældist 62 ma. kr. Myndalegur þjónustujöfnuður bætti upp fyrir aukinn halla á vöruskiptajöfnuði á fjórðungnum, en auk þess var afgangur af þáttatekjujöfnuði. Á fyrstu þremur fjórðungum ársins mælist 42 ma. kr. afgangur og ólíklegt er að svo mikill halli mælist á lokafjórðungi ársins. Þetta er viðsnúningur frá síðustu tveimur árum þegar halli hefur mælst á viðskiptajöfnuði.
4. des. 2023
Vikubyrjun 4. desember 2023
Á síðustu mánuðum hefur dregið verulega úr vexti hagkerfisins. Hagvöxtur mældist aðeins 1,1% á þriðja ársfjórðungi og bæði einkaneysla og fjárfesting drógust saman milli ára.
Lyftari í vöruhúsi
30. nóv. 2023
Hagkerfið stefnir í átt að jafnvægi
Hagvöxtur mældist 1,1% á þriðja ársfjórðungi, samkvæmt fyrsta mati Hagstofunnar. Verulega hægði á hagkerfinu á þriðja ársfjórðungi en til samanburðar var hagvöxtur 7,0% á fyrsta ársfjórðungi og 4,7% á öðrum. Hátt vaxtastig segir til sín víðar en áður og áhrifin sjást skýrt á samdrætti í einkaneyslu og fjárfestingu. 
Íbúðir
29. nóv. 2023
Húsnæðisverð lyftir verðbólgu aftur í 8,0%
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,38% milli mánaða í nóvember og við það hækkaði ársverðbólga úr 7,9% í 8,0%. Verð á mat og drykkjarvöru hækkaði minna en við gerðum ráð fyrir en kostnaður við búsetu í eigin húsnæði hækkaði umfram spá okkar. Verð á flugfargjöldum lækkaði meira en við spáðum.
Íbúðahús
27. nóv. 2023
Vikubyrjun 27. nóvember 2023
Fyrstu kaupendum á íbúðamarkaði fjölgaði verulega á þriðja fjórðungi ársins og voru 1.123 talsins, 33% allra kaupenda. Til samanburðar voru fyrstu kaupendur 789 talsins á öðrum fjórðungi, 26% allra kaupenda.
Gata í Reykjavík
24. nóv. 2023
Vísitala íbúðaverðs hækkar enn og kaupsamningum fjölgar
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 0,9% milli mánaða í október. Undirritaðir kaupsamningar á höfuðborgarsvæðinu voru 19% fleiri en í október í fyrra og fjölgaði einnig í september eftir að hafa fækkað viðstöðulaust milli ára frá miðju ári 2021. Vísitalan er hærri en við gerðum ráð fyrir við gerð verðbólguspár fyrir nóvembermánuð og því færum við hana örlítið upp og spáum nú 8,1% ársverðbólgu í stað 8,0%.
Seðlabanki
20. nóv. 2023
Vikubyrjun 20. nóvember 2023
Í nýjustu könnun á væntingum markaðsaðila, sem fór fram fyrir um tveimur vikum, töldu fleiri svarendur að taumhald peningastefnu væri of þétt en of laust. Þetta er viðsnúningur frá því sem verið hefur, en allt frá janúar árið 2020 hafa fleiri talið taumhaldið of laust.
Seðlabanki Íslands
17. nóv. 2023
Spáum óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku
Við spáum því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands haldi meginvöxtum bankans óbreyttum í 9,25% í næstu viku. Við teljum að óvissa og viðkvæm staða í tengslum við jarðhræringar á Reykjanesskaga spili stóran þátt í ákvörðuninni og vegi þyngra en vísbendingar um þrálátan verðbólguþrýsting og viðvarandi háar verðbólguvæntingar.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur