Halli á vöru- og þjónustuviðskiptum breytist í afgang
Þetta er fyrsti afgangurinn af vöru- og þjónustuviðskiptum á þriðja fjórðungi eftir að faraldurinn hófst. Viðsnúningurinn skýrist að miklu leyti af auknum útflutningi á þjónustu sem jókst um 70 ma.kr. eða 74% en aukningin er einkum tilkomin af vexti í ferðaþjónustu. Aukinn vöruútflutningur hafði einnig jákvæð áhrif á vöru- og þjónustujöfnuð gagnvart útlöndum. Vöruútflutningur jókst um 38,2 ma.kr. eða 25%, en aukning í bæði innflutningi vara og þjónustu vó á móti. Þannig jókst verðmæti vöruinnflutnings um 53,5 ma.kr. eða 29% og þjónustuinnflutnings um 29,4 ma.kr. eða 39,5%. Allar breytingar í inn- og útflutningi á fjórðungnum, bornar saman við sama fjórðung í fyrra, litast af breytingu í gengi krónunnar en gengisvísitala krónunnar var 7% sterkari á fjórðungnum en á sama fjórðungi í fyrra.
Lesa Hagsjána í heild
Hagsjá: Halli á vöru- og þjónustuviðskiptum breytist í afgang