Hag­vöxt­ur bygg­ir sí­fellt meira á ferða­þjón­ust­unni

Eftir mikinn samdrátt í ferðaþjónustu á heimsvísu vegna samkomutakmarkana í Covid-faraldrinum tók eftirspurn mikið stökk á síðasta ári, þegar samkomutakmarkanirnar voru að mestu afnumdar. Aðdragandinn var lítill og umskiptin því skörp. Þetta torveldaði allan undirbúning fyrir fyrirtækin en þrátt fyrir ákveðna hnökra, eins og skort á starfsfólki, náði greinin fljótt vopnum sínum og kom sterk til baka.
23. maí 2023

Það hafði greinilega safnast upp ferðaþörf sem skapaði töluverða eftirspurn eftir ferðalögum. Hingað til lands komu 1,7 milljónir ferðamanna í fyrra og var sumarið og haustið í raun mjög gott á flesta mælikvarða. Í íþróttum væri talað um góðan endurkomusigur sem byggði á seiglu og aðlögunarhæfni.

Fjöldi ferðamanna hefur áhrif á hagvöxt

Mikilvægi ferðaþjónustunnar fyrir efnahag okkar Íslendinga hefur aukist sífellt síðustu ár og virðast vera nokkuð skýr tengsl á milli fjölda ferðamanna og hagvaxtar. Þannig hafði samdrátturinn í ferðaþjónustu í faraldrinum mjög augljós neikvæð efnahagsleg áhrif sem komu fram í minni þjónustuútflutningi. Að sama skapi hafði vöxturinn í ferðaþjónustunni á liðnu ári mikil jákvæð áhrif á hagvöxt síðasta árs. Í þjóðhags- og verðbólguspá Hagfræðideildar Landsbankans sem við gáfum út nýlega gerum við ráð fyrir 3,2% hagvexti á þessu ári. Fjöldi ferðamanna sem hingað koma mun vega þungt og er spáin mjög næm fyrir fjölda þeirra. Í spánni um 3,2% hagvöxt byggjum við á að um 2,1 milljón ferðamenn komi til landsins í ár. Ef við gerum ráð fyrir færri ferðamönnum, til dæmis 1,9 milljónum, lækkar hagvöxtur í rétt rúmlega 2% á þessu ári. Að sama skapi eykst hagvöxtur ef við gerum ráð fyrir fleiri ferðamönnum, eða í tæplega 4%, ef þeir verða um 2,3 milljónir.

Árið fer vel af stað

Fyrstu tölur lofa góðu fyrir hagvöxtinn. Fjöldi ferðamanna sem hingað kom á fyrstu fjórum mánuðum ársins 2023 var 89% af fjöldanum sem kom á metárinu 2018. Miðað við flugframboð og sambærilega sætanýtingu reiknum við með að hingað komi ríflega 90% af fjöldanum sem kom árið 2018, þ.e. 2,1 milljón. Við bætist að þeir ferðamenn sem hingað koma virðast gera betur við sig og eyða meiri pening nú en fyrir faraldur, sem eykur verðmæti greinarinnar og gerir hana mikilvægari en ella. Meðaleyðsla á hvern ferðamann í fyrra á föstu gengi var til að mynda um 15% yfir meðaleyðslu á hvern ferðamann árið 2019. Sú þróun hefur haldið áfram nú í ár. Hvort þessi staða sé komin til að vera er óljóst, en það er í það minnsta víst að enn er þónokkur ferðaþorsti til staðar, þrátt fyrir verðbólgu og erfiðar efnahagsaðstæður víða.

Ferðaþjónustan betur undibúin

Ferðaþjónustan hefur nú haft betri tíma til þess að undirbúa sig fyrir stærstu ferðamánuðina samanborið við stöðuna í fyrra. Mönnun starfa er lykilatriði enda er ferðaþjónustan mannaflsfrek grein. Í könnun sem Gallup gerði fyrir Seðlabankann í mars kemur fram að 60% fyrirtækja í flokknum samgöngur, flutningar og ferðaþjónusta vill fjölga starfsfólki. Sambærileg könnun frá því í desember 2022 gaf til kynna að 30% fyrirtækja í sama flokki vildu fjölga starfsfólki. Það er því skortur á starfsfólki um þessar mundir sem kann að setja greininni ákveðnar skorður nú þegar hún vex jafn hratt og raun ber vitni. Við sjáum þó að vinnuaflsþörfinni er í það minnsta að einhverju leyti mætt með innfluttu vinnuafli en tölur Hagstofunnar fyrir fyrstu tvo mánuði ársins sýna að fjöldi innflytjenda sem starfa í einkennandi greinum ferðaþjónustu hefur aldrei verið meiri við byrjun árs.

Heilt á litið er útlitið því nokkuð gott fyrir komandi mánuði og það verður spennandi að fylgjast með þróun hagtalna tengdum ferðaþjónustu næstu misseri.

Greinin birtist fyrst í ViðskiptaMogganum 10. maí 2023 en hefur verið uppfærð með upplýsingum um fjölda ferðamanna á fyrstu fjórum mánuðum ársins.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Ferðamenn
18. mars 2024
Vikubyrjun 18. mars 2024
Gögn síðasta árs benda til þess að þeir ferðamenn sem hingað komu hafi að meðaltali dvalið skemur en árið á undan en aftur á móti eytt meiru á dag.
Vélsmiðja Guðmundar
15. mars 2024
Að flytja út „annað“ er heldur betur að skila sér
Útflutningur hefur alltaf verið mjög mikilvægur fyrir Íslendinga og íslenskan efnahag. Lengst af var fiskurinn okkar aðal útflutningsvara, svo bættist álið við og nú síðasta áratuginn eða svo hefur ferðaþjónusta rutt sér til rúms og er orðin stærsta einstaka útflutningsvara Íslendinga. Á síðustu árum hefur annar útflutningur, þ.e. útflutningur sem ekki heyrir undir neinn þessara flokka, vaxið hratt og raunar hraðar en ferðaþjónustan, þó faraldurinn torveldi samanburðinn aðeins.
Fjölbýlishús
14. mars 2024
Spáum 6,6% verðbólgu í mars
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,57% milli mánaða í mars og að ársverðbólga verði óbreytt í 6,6%. Mest áhrif til hækkunar í spá okkar hafa reiknuð húsaleiga, flugfargjöld til útlanda, föt og skór og matarkarfan. Við eigum enn von á að verðbólgan hjaðni rólega næstu mánuði og verði komin niður í 5,4% í júní.
14. mars 2024
Óbreytt vaxtastig en bjartur tónn
Þrátt fyrir hjaðnandi verðbólgu og sátt um langtímakjarasamning á stórum hluta vinnumarkaðar teljum við að peningastefnunefnd haldi meginvöxtum bankans óbreyttum í 9,25% í næstu viku, fjórða skiptið í röð. Verðlag hækkaði umfram væntingar í febrúar og verðbólguvæntingar hafa lítið breyst frá síðasta fundi nefndarinnar. Auk þess ríkir enn óvissa um framvindu kjarasamninga annarra hópa. Við teljum þó að tónninn í yfirlýsingunni verði bjartari en verið hefur og að vaxtalækkun kunni að vera handan við hornið.
Sky Lagoon
12. mars 2024
Neysla erlendra ferðamanna helst ekki í hendur við fjölgun þeirra
Um 156 þúsund erlendir ferðamenn fóru um Keflavíkurflugvöll í febrúar. Aðeins einu sinni hafa fleiri ferðamenn farið um flugvöllinn í febrúarmánuði, eða á metárinu 2018. Fjölgunin var um 14% á milli ára í fjölda ferðamanna, en erlend kortavelta jókst aðeins um 3,1%, á föstu gengi. Þeir ferðamenn sem nú koma virðast því eyða minna en þeir sem komu fyrir ári síðan.
Ferðafólk
11. mars 2024
Vikubyrjun 11. mars 2024
Stóru útflutningsgreinarnar þrjár, ferðaþjónusta (600 ma. kr.), ál og álafurðir (320 ma. kr.) og sjávarafurðir (350 ma. kr.), stóðu undir 70% af heildarútflutningsverðmæti síðasta árs. Verðmæti annars útflutnings var um 580 ma. kr. og skilaði því meira verðmæti en sjávarafurðir eða ál og álafurðir.
Flutningaskip
5. mars 2024
Utanríkisviðskipti í góðu jafnvægi
Alls var 41,4 ma.kr. afgangur af viðskiptum við útlönd í fyrra. Eins og við var búist var mikill halli á vöruskiptajöfnuði, mikill afgangur af þjónustujöfnuði, smá afgangur af frumþáttatekjum og smá halli á rekstrarframlögum. Erlend staða þjóðarbúsins batnaði nokkuð í fyrra, en í lok árs voru erlendar eignir þjóðarbúsins um 1.600 ma.kr. meiri en erlendar skuldir.
5. mars 2024
Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf - febrúar 2024
Meðfylgjandi er mánaðarlegt yfirlit sértryggðra skuldabréfa.
4. mars 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 4. mars 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
4. mars 2024
Vikubyrjun 4. mars 2024
Eftir næstum tvö ár af mjög kröftugum hagvexti í kjölfar heimsfaraldursins, hægði mjög á umsvifum í hagkerfinu eftir því sem leið á síðasta ár.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur