Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Hag­vöxt­ur bygg­ir sí­fellt meira á ferða­þjón­ust­unni

Eftir mikinn samdrátt í ferðaþjónustu á heimsvísu vegna samkomutakmarkana í Covid-faraldrinum tók eftirspurn mikið stökk á síðasta ári, þegar samkomutakmarkanirnar voru að mestu afnumdar. Aðdragandinn var lítill og umskiptin því skörp. Þetta torveldaði allan undirbúning fyrir fyrirtækin en þrátt fyrir ákveðna hnökra, eins og skort á starfsfólki, náði greinin fljótt vopnum sínum og kom sterk til baka.
23. maí 2023

Það hafði greinilega safnast upp ferðaþörf sem skapaði töluverða eftirspurn eftir ferðalögum. Hingað til lands komu 1,7 milljónir ferðamanna í fyrra og var sumarið og haustið í raun mjög gott á flesta mælikvarða. Í íþróttum væri talað um góðan endurkomusigur sem byggði á seiglu og aðlögunarhæfni.

Fjöldi ferðamanna hefur áhrif á hagvöxt

Mikilvægi ferðaþjónustunnar fyrir efnahag okkar Íslendinga hefur aukist sífellt síðustu ár og virðast vera nokkuð skýr tengsl á milli fjölda ferðamanna og hagvaxtar. Þannig hafði samdrátturinn í ferðaþjónustu í faraldrinum mjög augljós neikvæð efnahagsleg áhrif sem komu fram í minni þjónustuútflutningi. Að sama skapi hafði vöxturinn í ferðaþjónustunni á liðnu ári mikil jákvæð áhrif á hagvöxt síðasta árs. Í þjóðhags- og verðbólguspá Hagfræðideildar Landsbankans sem við gáfum út nýlega gerum við ráð fyrir 3,2% hagvexti á þessu ári. Fjöldi ferðamanna sem hingað koma mun vega þungt og er spáin mjög næm fyrir fjölda þeirra. Í spánni um 3,2% hagvöxt byggjum við á að um 2,1 milljón ferðamenn komi til landsins í ár. Ef við gerum ráð fyrir færri ferðamönnum, til dæmis 1,9 milljónum, lækkar hagvöxtur í rétt rúmlega 2% á þessu ári. Að sama skapi eykst hagvöxtur ef við gerum ráð fyrir fleiri ferðamönnum, eða í tæplega 4%, ef þeir verða um 2,3 milljónir.

Árið fer vel af stað

Fyrstu tölur lofa góðu fyrir hagvöxtinn. Fjöldi ferðamanna sem hingað kom á fyrstu fjórum mánuðum ársins 2023 var 89% af fjöldanum sem kom á metárinu 2018. Miðað við flugframboð og sambærilega sætanýtingu reiknum við með að hingað komi ríflega 90% af fjöldanum sem kom árið 2018, þ.e. 2,1 milljón. Við bætist að þeir ferðamenn sem hingað koma virðast gera betur við sig og eyða meiri pening nú en fyrir faraldur, sem eykur verðmæti greinarinnar og gerir hana mikilvægari en ella. Meðaleyðsla á hvern ferðamann í fyrra á föstu gengi var til að mynda um 15% yfir meðaleyðslu á hvern ferðamann árið 2019. Sú þróun hefur haldið áfram nú í ár. Hvort þessi staða sé komin til að vera er óljóst, en það er í það minnsta víst að enn er þónokkur ferðaþorsti til staðar, þrátt fyrir verðbólgu og erfiðar efnahagsaðstæður víða.

Ferðaþjónustan betur undibúin

Ferðaþjónustan hefur nú haft betri tíma til þess að undirbúa sig fyrir stærstu ferðamánuðina samanborið við stöðuna í fyrra. Mönnun starfa er lykilatriði enda er ferðaþjónustan mannaflsfrek grein. Í könnun sem Gallup gerði fyrir Seðlabankann í mars kemur fram að 60% fyrirtækja í flokknum samgöngur, flutningar og ferðaþjónusta vill fjölga starfsfólki. Sambærileg könnun frá því í desember 2022 gaf til kynna að 30% fyrirtækja í sama flokki vildu fjölga starfsfólki. Það er því skortur á starfsfólki um þessar mundir sem kann að setja greininni ákveðnar skorður nú þegar hún vex jafn hratt og raun ber vitni. Við sjáum þó að vinnuaflsþörfinni er í það minnsta að einhverju leyti mætt með innfluttu vinnuafli en tölur Hagstofunnar fyrir fyrstu tvo mánuði ársins sýna að fjöldi innflytjenda sem starfa í einkennandi greinum ferðaþjónustu hefur aldrei verið meiri við byrjun árs.

Heilt á litið er útlitið því nokkuð gott fyrir komandi mánuði og það verður spennandi að fylgjast með þróun hagtalna tengdum ferðaþjónustu næstu misseri.

Greinin birtist fyrst í ViðskiptaMogganum 10. maí 2023 en hefur verið uppfærð með upplýsingum um fjölda ferðamanna á fyrstu fjórum mánuðum ársins.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Bananar
28. júlí 2025
Vikubyrjun 28. júlí 2025
Verðbólga hjaðnaði úr 4,2% í 4,0% í júlí. Við teljum ekki horfur á að verðbólga fari aftur niður fyrir efri vikmörk verðbólgumarkmiðs Seðlabanka Íslands í ár, heldur haldist á bilinu 4,0% til 4,3% út árið.
25. júlí 2025
Minni verðbólga með bættri aðferð
Nú er liðið rúmt ár síðan Hagstofan tók upp nýja aðferð við að mæla reiknaða húsaleigu, sem er sá hluti vísitölu neysluverðs sem metur kostnað fólks við að búa í eigin húsnæði.
24. júlí 2025
Verðbólga aftur við efri vikmörk
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,32% á milli mánaða og verðbólgan hjaðnaði úr 4,2% í 4,0%. Þetta var í samræmi við væntingar, en við spáðum 0,26% aukningu VNV á milli mánaða og 4,0% verðbólgu. Við teljum að verðbólga komist ekki undir 4,0% efri vikmörk verðbólgumarkmiðs Seðlabankans í ár.
Fjölbýlishús
21. júlí 2025
Vikubyrjun 21. júlí 2025
Í júní dró úr árshækkun bæði vísitölu íbúðaverðs og leiguverðs. Ró virðist hafa færst yfir húsnæðismarkaðinn og HMS fjallaði um það í síðustu viku að markaðurinn væri frekar á valdi kaupenda en seljenda. Á fimmtudag birtir Hagstofan verðbólgutölur en við spáum því að verðbólga hjaðni úr 4,2% í 4,0%.
Háþrýstiþvottur
14. júlí 2025
Vikubyrjun 14. júlí 2025
Erlendum ferðamönnum fjölgaði um 10,1% á milli ára í júní, en það sem af er ári hafa þeir verið álíka margir og á sama tíma í fyrra. Atvinnuleysi jókst um 0,3 prósentustig á milli ára í júní, sem er svipuð aukning og hefur verið síðustu mánuði. Við birtum verðbólguspá í vikunni og teljum að verðbólga hjaðni úr 4,2% í 4,0%. Í þessari viku birtir HMS vísitölu íbúðaverðs, vísitölu leiguverðs og mánaðarskýrslu.
10. júlí 2025
Spáum 4% verðbólgu í júlí
Við spáum því að verðbólga minnki lítillega í júlí og mælist 4,0%. Eins og almennt í júlímánuði má búast við að sumarútsölur og breytingar á flugfargjöldum hafi mest áhrif á vísitölu neysluverðs. Við teljum ekki horfur á að verðbólga þokist nær verðbólgumarkmiði á árinu og spáum 4,2% verðbólgu í lok árs.
Fjölbýlishús
9. júlí 2025
Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum 
Íbúðaverð á Íslandi hefur hækkað langtum meira en laun og almennt verðlag frá aldamótum. Greiðslubyrði af meðalláni hélst tiltölulega stöðug til ársins 2021 þegar hún tók að hækka skarpt, sérstaklega greiðslubyrði af óverðtryggðum lánum.   
Hús í Reykjavík
7. júlí 2025
Matur og húsnæði helstu drifkraftar verðbólgu
Hækkandi matvöruverð og húsnæðiskostnaður eru þeir þættir sem eiga stærstan þátt í því að viðhalda verðbólgu á Íslandi um þessar mundir. Verðbólga mældist 4,2% í júní, nokkuð umfram spár. Ef matvara og húsnæði væru ekki hluti af vísitölu neysluverðs hefði verðbólga verið undir markmiði Seðlabankans frá því í ágúst í fyrra. Þættir á borð við sterkari krónu og lækkandi olíuverð hafa líkast til haldið aftur af verðhækkunum á ýmsum vörum upp á síðkastið, en á móti hefur þjónustuverð hækkað.
Bakarí
7. júlí 2025
Vikubyrjun 7. júlí 2025
Hagstofa Íslands spáir 2,2% hagvexti á yfirstandandi ári, samkvæmt hagspá sem birt var á föstudaginn. Hagvaxtarhorfur hafa verið færðar upp frá marsspánni þegar gert var ráð fyrir 1,8% hagvexti á árinu. Hagstofan spáir lítillega auknu atvinnuleysi næstu misserin, en Vinnumálastofnun birtir atvinnuleysistölur fyrir júnímánuð síðar í þessari viku.
1. júlí 2025
Mánaðamót 1. júlí 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.