Hag­sjá: Vinnu­mark­að­ur­inn virð­ist halda styrk sín­um áfram

Atvinnuleysi minnkaði stöðugt fram á mitt síðasta ár, en síðan hefur dregið verulega úr breytingum. Meðalatvinnuleysi síðustu 12 mánaða miðað við mælingar Hagstofunnar var 2,9% í apríl og hefur sú tala verið nær óbreytt í eitt ár. Meðalatvinnuleysi síðustu 12 mánaða samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar um skráð atvinnuleysi var 2,1% nú í apríl, en 2,2% í apríl í fyrra.
12. júní 2018

Samantekt

Hægir á vexti einkaneyslu

Tölur Hagstofunnar að undanförnu hafa bent til þess að toppinum á vinnumarkaðnum væri náð og ýmsar stærðir séu farnar að gefa eftir. Tölur Hagstofunnar fyrir apríl benda hins vegar til þess að enn sé mikill kraftur á vinnumarkaðnum.

Sé miðað við meðaltal síðustu 12 mánaða hefur fjöldi starfandi aldrei verið meiri en nú, eða rúmlega 195 þúsund að meðaltali á síðustu 12 mánuðum. Fjölda starfandi hafði engu að síður fækkað um 3.400 manns frá því í apríl í fyrra.

Atvinnuþátttaka jókst stöðugt frá upphafi ársins 2015 fram til vorsins 2017. Síðan þá hefur dregið úr atvinnuþátttöku um 1,7 prósentustig sé miðað við 12 mánaða hlaupandi meðaltal. Á sama mælikvarða er atvinnuþátttaka nú svipuð og var vorið 2015.

Vinnutími var töluvert lengri í apríl en mánuðina þar á undan. Sé miðað við 12 mánaða meðaltal lengdist vinnutíminn í apríl eftir styttingu í nokkra mánuði þar á undan. Vinnutíminn í apríl 2018 var nokkurn veginn sá sami og var í apríl 2017. Fjöldi vinnustunda þróast á tiltölulega þröngu bili og hefur þróunin frekar verið niður á við.

Sé litið á breytinguna milli 1. árfjórðungs 2017 og 2018 fer saman að vinnutími hefur lengst um 0,7% á meðan fjöldi starfandi hefur aukist um 1,6%. Það þýðir að vinnuaflsnotkun eða heildarvinnustundum hefur fjölgað um 2,3% milli ársfjórðunga. Þessi niðurstaða rímar því ekki sérstaklega vel við umræðu að hagsveiflan hafi náð hámarki og passar reyndar betur við niðurstöður Hagstofunnar um að hagvöxtur á 1. ársfjórðungi 2018 hafi verið meiri en flestir bjuggust við. Það er hins vegar hugsanlegt að hér sé um tímabundna sveiflu að ræða, t.d. er möguleiki að sjómannaverkfallið í fyrra haft þau áhrif að breytingar milli ára séu meiri en ella.

Atvinnuleysi minnkaði stöðugt fram á mitt síðasta ár, en síðan hefur dregið verulega úr breytingum. Meðalatvinnuleysi síðustu 12 mánaða miðað við mælingar Hagstofunnar var 2,9% í apríl og hefur sú tala verið nær óbreytt í eitt ár. Meðalatvinnuleysi síðustu 12 mánaða samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar um skráð atvinnuleysi var 2,1% nú í apríl, en 2,2% í apríl í fyrra.

Niðurstöður vorkönnunar Gallup meðal 400 stærstu fyrirtækja landsins bentu til þess að störfum myndi fjölga áfram á fyrri hluta þessa árs. Þau fyrirtæki sem vildu fjölga starfsfólki voru þannig um 17% fleiri en þau sem vildu fækka fólki sem er svipað hlutfall og hefur verið í samsvarandi könnun nokkur síðustu skipti. Sérfræðingar hafa að undanförnu verið sammála um að hagsveiflan hafi náð hámarki. Síðustu mánuði voru komnar fram vísbendingar um að hægt hefði á vinnumarkaðnum en þessar niðurstöður kunna að benda til annars.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Vinnumarkaðurinn virðist halda styrk sínum áfram (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
Alþingishús
16. sept. 2024
Vikubyrjun 16. september 2024
Í vikunni birtist meðal annars vísitala íbúðaverðs, vísitala leiguverðs og tölur um veltu greiðslukorta í ágúst. Í síðustu viku birtust tölur um fjölda ferðamanna sem hingað komu í ágúst, en þeir voru svipað margir og í ágúst í fyrra. Atvinnuleysi jókst lítillega á milli mánaða í ágúst. Fjárlög fyrir 2025 voru kynnt.
12. sept. 2024
Spáum að verðbólga lækki í 5,7% í september
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,08% á milli mánaða í september og að verðbólga lækki úr 6,0% niður í 5,7%. Við eigum von á áframhaldandi lækkun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 4,9% í lok árs.
9. sept. 2024
Vikubyrjun 9. september 2024
Í þessari viku ber hæst útgáfa á tölum um fjölda ferðamanna í ágúst og skráð atvinnuleysi á morgun. Í síðustu viku birtist fundargerð peningastefnunefndar þar sem fram kom að allir nefndarmenn voru sammála um að halda vöxtum óbreyttum á síðasta fundi, ólíkt því sem var síðustu þrjá fundi þar áður þar sem einn nefndarmaður vildi lækka vexti um 0,25 prósentustig.
6. sept. 2024
Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf - ágúst 2024
Meðfylgjandi er mánaðarlegt yfirlit sértryggðra skuldabréfa.
Lyftari í vöruhúsi
5. sept. 2024
Halli á viðskiptum við útlönd á 2. ársfjórðungi
Halli mældist á viðskiptum við útlönd á öðrum fjórðungi þessa árs, ólíkt öðrum ársfjórðungi í fyrra, þegar lítils háttar afgangur mældist. Það var afgangur af þjónustujöfnuði og frumþáttatekjum, en halli á vöruskiptum og rekstrarframlögum. Hrein staða þjóðarbúsins versnaði lítillega á fjórðungnum.
3. sept. 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 3. september 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Íslenskir peningaseðlar
2. sept. 2024
Vikubyrjun 2. september 2024
Verðbólga lækkaði óvænt á milli mánaða í ágúst. Hagkerfið dróst örlítið saman á milli ára á öðrum ársfjórðungi, en á sama tíma er nú ljóst að hagvöxtur í fyrra var meiri en áður var talið og einnig að samdráttur var minni á fyrsta ársfjórðungi. Í þessari viku birtir Seðlabankinn gögn um greiðslujöfnuð við útlönd og fundargerð peningastefnunefndar.
Bílar
30. ágúst 2024
Samdráttur annan ársfjórðunginn í röð
Hagkerfið dróst örlítið saman á milli ára á öðrum ársfjórðungi, samkvæmt nýbirtum þjóðhagsreikningum Hagstofunnar. Á sama tíma er nú ljóst að hagvöxtur var meiri í fyrra en áður var talið og samdráttur einnig minni á fyrsta ársfjórðungi. Umsvif í hagkerfinu eru því meiri en áður var talið þótt landsframleiðsla dragist saman.
Paprika
29. ágúst 2024
Verðbólga undir væntingum - lækkar í 6,0%
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,09% á milli mánaða í ágúst, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Ísland. Ársverðbólga lækkar því úr 6,3% í 6,0%, um 0,3 prósentustig. Vísitalan hækkaði nokkuð minna en við gerðum ráð fyrir, en við spáðum óbreyttri verðbólgu. Það sem kom okkur mest á óvart var lækkun á menntunarliðnum, sem skýrist af niðurfellingu á skólagjöldum einstaka háskóla. Verð á matarkörfunni lækkaði í fyrsta skiptið í þrjú ár. 
Flutningaskip
27. ágúst 2024
Halli á vöru- og þjónustuviðskiptum þrjá ársfjórðunga í röð
Afgangur af þjónustuviðskiptum náði ekki að vega upp halla af vöruviðskiptum á öðrum ársfjórðungi, ólíkt því sem var fyrir ári síðan. Bæði var meiri halli af vöruviðskiptum og minni afgangur af þjónustuviðskiptum en á öðrum fjórðungi síðasta árs.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur