Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Hag­sjá: Vinnu­mark­að­ur­inn virð­ist halda styrk sín­um áfram

Atvinnuleysi minnkaði stöðugt fram á mitt síðasta ár, en síðan hefur dregið verulega úr breytingum. Meðalatvinnuleysi síðustu 12 mánaða miðað við mælingar Hagstofunnar var 2,9% í apríl og hefur sú tala verið nær óbreytt í eitt ár. Meðalatvinnuleysi síðustu 12 mánaða samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar um skráð atvinnuleysi var 2,1% nú í apríl, en 2,2% í apríl í fyrra.
12. júní 2018

Samantekt

Hægir á vexti einkaneyslu

Tölur Hagstofunnar að undanförnu hafa bent til þess að toppinum á vinnumarkaðnum væri náð og ýmsar stærðir séu farnar að gefa eftir. Tölur Hagstofunnar fyrir apríl benda hins vegar til þess að enn sé mikill kraftur á vinnumarkaðnum.

Sé miðað við meðaltal síðustu 12 mánaða hefur fjöldi starfandi aldrei verið meiri en nú, eða rúmlega 195 þúsund að meðaltali á síðustu 12 mánuðum. Fjölda starfandi hafði engu að síður fækkað um 3.400 manns frá því í apríl í fyrra.

Atvinnuþátttaka jókst stöðugt frá upphafi ársins 2015 fram til vorsins 2017. Síðan þá hefur dregið úr atvinnuþátttöku um 1,7 prósentustig sé miðað við 12 mánaða hlaupandi meðaltal. Á sama mælikvarða er atvinnuþátttaka nú svipuð og var vorið 2015.

Vinnutími var töluvert lengri í apríl en mánuðina þar á undan. Sé miðað við 12 mánaða meðaltal lengdist vinnutíminn í apríl eftir styttingu í nokkra mánuði þar á undan. Vinnutíminn í apríl 2018 var nokkurn veginn sá sami og var í apríl 2017. Fjöldi vinnustunda þróast á tiltölulega þröngu bili og hefur þróunin frekar verið niður á við.

Sé litið á breytinguna milli 1. árfjórðungs 2017 og 2018 fer saman að vinnutími hefur lengst um 0,7% á meðan fjöldi starfandi hefur aukist um 1,6%. Það þýðir að vinnuaflsnotkun eða heildarvinnustundum hefur fjölgað um 2,3% milli ársfjórðunga. Þessi niðurstaða rímar því ekki sérstaklega vel við umræðu að hagsveiflan hafi náð hámarki og passar reyndar betur við niðurstöður Hagstofunnar um að hagvöxtur á 1. ársfjórðungi 2018 hafi verið meiri en flestir bjuggust við. Það er hins vegar hugsanlegt að hér sé um tímabundna sveiflu að ræða, t.d. er möguleiki að sjómannaverkfallið í fyrra haft þau áhrif að breytingar milli ára séu meiri en ella.

Atvinnuleysi minnkaði stöðugt fram á mitt síðasta ár, en síðan hefur dregið verulega úr breytingum. Meðalatvinnuleysi síðustu 12 mánaða miðað við mælingar Hagstofunnar var 2,9% í apríl og hefur sú tala verið nær óbreytt í eitt ár. Meðalatvinnuleysi síðustu 12 mánaða samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar um skráð atvinnuleysi var 2,1% nú í apríl, en 2,2% í apríl í fyrra.

Niðurstöður vorkönnunar Gallup meðal 400 stærstu fyrirtækja landsins bentu til þess að störfum myndi fjölga áfram á fyrri hluta þessa árs. Þau fyrirtæki sem vildu fjölga starfsfólki voru þannig um 17% fleiri en þau sem vildu fækka fólki sem er svipað hlutfall og hefur verið í samsvarandi könnun nokkur síðustu skipti. Sérfræðingar hafa að undanförnu verið sammála um að hagsveiflan hafi náð hámarki. Síðustu mánuði voru komnar fram vísbendingar um að hægt hefði á vinnumarkaðnum en þessar niðurstöður kunna að benda til annars.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Vinnumarkaðurinn virðist halda styrk sínum áfram (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
Paprika
10. apríl 2025
Spáum 4% verðbólgu í apríl
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,77% á milli mánaða í apríl og að verðbólga hækki úr 3,8% í 4,0%. Hækkunin á milli mánaða skýrist meðal annars af tímasetningu páskanna í ár.
9. apríl 2025
Hagspá til 2027: Ágætis horfur en allt getur breyst
Greiningardeild Landsbankans spáir því að hagvöxtur verði 1,4% í ár og 2,1% á næsta ári. Hagkerfið hefur kólnað eftir kröftugt vaxtarskeið fyrstu árin eftir Covid-faraldurinn og við teljum að nú fari það hægt af stað á ný.
Royal exchange
7. apríl 2025
Vikubyrjun 7. apríl 2025
Í síðustu viku kynnti Bandaríkjaforseti umfangsmikla tolla á allan innflutning til landsins, þ. á m. 10% tolla á vörur frá Íslandi, sem hafa þegar tekið gildi. Fundargerð peningastefnunefndar var birt og þar kemur fram að nefndin taldi svigrúm til 0,25 eða 0,50 prósentustiga vaxtalækkunar við síðustu vaxtaákvörðun. Samkvæmt nýrri ríkisfjármálaáætlun er markmið ríkisstjórnarinnar að tryggja hallalausan ríkisrekstur árið 2027.
1. apríl 2025
Fréttabréf Greiningardeildar 1. apríl 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Hús í Reykjavík
31. mars 2025
Vikubyrjun 31. mars 2025
Verðbólga lækkaði úr 4,2% í 3,8% í mars. Lækkun á verðbólgu skýrist að langstærstum hluta af því að reiknuð húsaleiga hækkaði minna en í sama mánuði í fyrra. Undirliggjandi verðbólga hjaðnaði líka sem sést á því að VNV án húsnæðis og allar kjarnavísitölur lækkuðu á milli mánaða. Fjármálastöðugleikanefnd telur fjármálakerfið standa traustum fótum en segir mikla óvissu í alþjóðamálum geta reynt á viðnámsþrótt þjóðarbúsins.
27. mars 2025
Verðbólga mælist undir 4%
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,37% á milli mánaða í mars, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Ársverðbólga lækkar úr 4,2% í 3,8% og er komin undir efri vikmörk verðbólgumarkmiðs Seðlabanka Íslands, í fyrsta skipti frá því í lok árs 2020. Verðmælingin var nokkuð góð en við teljum að á næstunni hægi á hjöðnuninni.
Fasteignir
24. mars 2025
Vikubyrjun 24. mars 2025
Peningastefnunefnd lækkaði vexti um 0,25 prósentustig á miðvikudaginn í síðustu viku. Ákvörðunin var í takt við væntingar. Vísitala íbúðaverðs hélst nokkurn veginn óbreytt á milli mánaða í febrúar. Til samanburðar hækkaði verðið mun meira í febrúar í fyrra, um tæp 2%. Kortavelta landsmanna innanlands hélt áfram að aukast á milli ára í febrúar en jókst þó aðeins minna en undanfarna mánuði.
Ferðamenn
17. mars 2025
Vikubyrjun 17. mars 2025
Við búumst við að peningastefnunefnd lækki vexti um 0,25 prósentustig á miðvikudaginn. Í síðustu viku fóru fram verðmælingar vegna marsmælingar vísitölu neysluverðs og við spáum því að verðbólga lækki úr 4,2% í 3,9%. Atvinnuleysi var 4,3% í febrúar og hækkaði um 0,4 prósentustig á milli ára. 147 þúsund erlendir ferðamenn fóru um Keflavíkurflugvöll í febrúar, 5,6% færri en í sama mánuði í fyrra.
Seðlabanki
13. mars 2025
Spáum vaxtalækkun um 0,25 prósentustig
Við spáum 0,25 prósentustiga vaxtalækkun í næstu viku. Verðbólga hjaðnaði um 0,4 prósentustig í febrúar en við teljum að hagvöxtur umfram væntingar og aukin neysla, lítil breyting á verðbólguvæntingum og ólga á vinnumarkaði haldi peningastefnunefnd á tánum.
13. mars 2025
Spáum verðbólgu undir 4% í mars
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,54% á milli mánaða í mars og að verðbólga hjaðni úr 4,2% í 3,9%. Hjöðnun á milli mánaða skýrist ekki síst af töluvert minni hækkun á reiknaðri húsaleigu en fyrir ári síðan. Við gerum ekki ráð fyrir miklum breytingum á verðbólgu næstu mánuði og teljum að hún verði áfram rétt undir 4% í júní.