Hag­sjá: Vinnu­mark­að­ur – lang­tíma­breyt­ing­ar eru nokk­uð mikl­ar

Atvinnuþátttakan minnkaði verulega strax upp úr aldamótum og svo aftur í kjölfar hrunsins. Atvinnuþátttaka náði hámarki á árinu 2016 og var þá svipuð og mest var á árinu 2001. Töluvert dró svo aftur úr atvinnuþátttöku beggja kynja á árunum 2017 og 2018.
19. mars 2019

Samantekt

Hagstofan birti nýlega vinnumarkaðstölur fyrir árið 2018. Sambærilegar tölur Hagstofunnar um vinnumarkað ná allt aftur til ársins 2003 og sumar allt aftur til 1991. Það er jafnan athyglisvert að skoða tölur eins og þessar í langtímasamhengi. Tölurnar frá 2003 ná þannig í gegnum tvær hagsveiflur og tölurnar frá 1991 í gegnum þrjár til fjórar, eftir því hvernig á þau mál er litið.

Frá árinu 2003 til 2018 fjölgaði starfsfólki á vinnumarkaði um rúmlega 41 þúsund. Á árinu 2018 voru að jafnaði rúmlega 198 þús. starfandi á aldursbilinu 16-74 ára sem var þá um 79% af mannfjölda á sama aldursbili. Á árinu 2003 voru einnig um 79% mannaflans starfandi en hlutfallið sveiflaðist mikið á milli þessara tveggja tímapunkta. Fjöldi starfandi jókst með nokkuð svipuðum hætti nema á árunum 2004, 2009 og 2010. Mesta aukningin var á árunum 2006 og 2007.

Hlutfall starfandi jókst fram til ársins 2007 en lækkaði svo allt fram til ársins 2012 þegar það fór niður í 76%. Það jókst svo upp í 81% á árinu 2016 en hefur lækkað nokkuð síðan.

Vinnutími styttist mikið frá 2003 fram til 2018, eða um tvær og hálfa stund að jafnaði. Mest var styttingin á milli árana 2008 og 2009, 1,7 stundir . Svo virðist sem staðan hafi breyst mikið í hruninu hvað vinnutíma snertir. Vinnutími var að meðaltali 41,6 stundir á viku á árunum 2003-2008, en 39,5 stundir á árunum 2009-2018.

Sé fjöldi fólks á vinnumarkaði og lengd vinnutíma tekin saman má sjá að fjöldi heildarvinnustunda hefur aukist samfellt frá árinu 2011, mest um 4% árið 2014. Seinni árin er þessi þróun nær algerlega orin af fjölgun starfandi og breyting á vinnutíma hefur ekki mikil áhrif.

Á árinu 1991 var vinnutími karla um 51 stund á viku og var kominn niður í um 41 stund 2018. Vinnutími karla styttist þannig um rúmar 8 stundir á þessu tímabili. Vinnutími kvenna var 34,5 stundir á árinu 1991 og 35,3 stundir 2018. Vinnutími kvenna jókst því um 0,8 stundir á þessu tímabili. Karlar vinna enn mun lengur en konur þó munurinn hafi minnkað verulega.

Vinnutími hefur jafnan verið styttri á höfuðborgarsvæðinu en utan þess. Á árinu 1991 vann fólk á höfuðborgarsvæðinu að jafnaði 42 stundir á viku meðan fólk úti á landi vann 46 stundir, eða fjórum stundum lengur. Á árinu 2018 var þessi munur á vinnutíma kominn niður í tvær stundir. Vinnutími á höfuðborgarsvæðinu var kominn niður í 39 stundir og hafði styst um 3 stundir á tímabilinu. Vinnutími úti á landi var kominn niður í 41 stund og hafði styst um 5 stundir.

Á árinu 1991 var atvinnuþátttaka um 81%, um 88% hjá körlum og 74% hjá konum en atvinnuþátttakan sýnir hlutfall vinnuafls af heildarmannfjölda. Á árinu 2018 var atvinnuþátttakan 81,6% og hafði þá minnkað um 2,1% hjá körlum en aukist um 3,2% hjá konum á þessum tæpu þremur áratugum. Atvinnuþátttakan minnkaði verulega strax upp úr aldamótum og svo aftur í kjölfar hrunsins. Atvinnuþátttaka náði hámarki á árinu 2016 og var þá svipuð og mest var á árinu 2001. Töluvert dró svo aftur úr atvinnuþátttöku beggj akynja á árunum 2017 og 2018.

Tölurnar hér sýna annars vegar þróun á 15 ára tímabili og hins vegar á tæpum 30 árum. Eðli málsins samkvæmt hafa orðið töluverðar breytingar á þessum tíma. Mesta breytingin er væntanlega sú að vinnutími hefur styst verulega á þessum árum og er svo að sjá að hrunið hafi skipt miklu í því sambandi. Þá hefur dregið nokkuð úr atvinnuþátttöku karla á meðan atvinnuþátttaka kvenna hefur aukist verulega.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Vinnumarkaður – langtímabreytingar eru nokkuð miklar (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
Fataverslun
10. júlí 2024
Spáum að verðbólga aukist lítillega og verði 5,9% í júlí 
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,15% á milli mánaða í júlí og að verðbólga aukist úr 5,8% í 5,9%. Við gerum ráð fyrir að júlímánuður verði nokkuð dæmigerður þar sem sumarútsölur verða til lækkunar á vísitölunni en flugfargjöld til útlanda til hækkunar. Við spáum nokkurn veginn óbreyttri verðbólgu í ágúst og september, en að verðbólga hjaðni í 5,4% í október. 
8. júlí 2024
Vikubyrjun 8. júlí 2024
Hátt vaxtastig hefur hvatt til sparnaðar og hægt á eftirspurn í hagkerfinu. Innlán heimila voru 20% meiri í maí síðastliðnum en í maí í fyrra, samkvæmt nýbirtum Hagvísum Seðlabanka Íslands. Óbundin innlán hafa aukist langmest.
1. júlí 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 1. júlí 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Litríkir bolir á fataslá
1. júlí 2024
Vikubyrjun 1. júlí 2024
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,48% í júní. Verðbólga mældist því 5,8% og lækkaði úr 6,2%. Velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum í mars og apríl dróst saman um 4,6% að raunvirði og launavísitalan hækkaði um 0,2% í maí, samkvæmt tölum sem Hagstofan birti í síðustu viku.
Flugvél á flugvelli
27. júní 2024
Verðbólga í takt við væntingar – lækkar í 5,8%
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,48% á milli mánaða í júní og við það lækkaði ársverðbólga úr 6,2% í 5,8%. Reiknuð húsaleiga, hækkandi flugfargjöld til útlanda og verðhækkun á hótelgistingu höfðu mest áhrif til hækkunar á vísitölunni. Á móti lækkaði verð á fötum og skóm, húsgögnum og heimilisbúnaði og ökutækjum á milli mánaða í júní.
25. júní 2024
Velta í hagkerfinu minnkar á milli ára
Velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum dróst saman um 4,6% að raunvirði í mars og apríl og um 2% í janúar og febrúar samkvæmt nýbirtum gögnum Hagstofunnar. Þróunin er ólík eftir útflutningsgreinum. Ferðaþjónusta eykst lítillega á milli ára, velta í sjávarútvegi og álframleiðslu minnkar en velta í lyfjaframleiðslu eykst til muna.
Bílar
25. júní 2024
Merki um lítilsháttar kólnun á vinnumarkaði
Atvinnuleysi er nú aðeins meira en á sama tíma í fyrra og laun hækka minna. Nýbirt launavísitala sýnir 0,2% hækkun á milli mánaða í maí og hafa laun nú hækkað um 6,7% á síðustu tólf mánuðum. Allar líkur eru á að á þessu ári hækki laun mun minna en á síðasta ári, enda hafa nýir kjarasamningar minni hækkanir í för með sér en þeir síðustu.
Paprika
24. júní 2024
Vikubyrjun 24. júní 2024
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4% í maí og vísitala leiguverðs um 3,2% samkvæmt gögnum sem bárust í síðustu viku. Englandsbanki hélt vöxtum óbreyttum á meðan svissneski seðlabankinn lækkaði vexti um 0,25 prósentustig. Eftirtektarverðasta innlenda hagtalan sem birtist í þessari viku er eflaust vísitala neysluverðs sem Hagstofan birtir á fimmtudaginn.
Fjölbýlishús
19. júní 2024
Vísitala íbúðaverðs á hraðri uppleið
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4% á milli mánaða í maí. Nafnverð íbúða er 8,4% hærra en á sama tíma í fyrra og raunverð íbúða er 4% hærra. Undirritaðir kaupsamningar um íbúðir á höfuðborgarsvæðinu voru 150% fleiri í maí á þessu ári en í maí í fyrra.  
Krani með stiga
18. júní 2024
Vikubyrjun 18. júní 2024
Í síðustu viku fengum við tölur um atvinnuleysi, fjölda ferðamanna og greiðslukortaveltu hér á landi í maí. Seðlabanki Bandaríkjanna hélt vöxtum óbreyttum. Síðar í dag birtir HMS vísitölu íbúðaverðs.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur