Samantekt
Velta tengd verslunum og þjónustu innanlands nam tæpum 59 mö. kr. í janúar og var 1,4% meiri en í janúar fyrir ári síðan, miðað við fast verðlag samkvæmt gögnum Seðlabanka Íslands. Samsvarandi kortavelta var 76 ma. kr. í desember og neysla janúarmánaðar því nokkuð hófleg í kjölfar hátíðanna. Velta í verslunum innanlands í stökum mánuði hefur ekki mælst minni síðan í febrúar á síðasta ári, en neysla er oft minni í janúar og febrúar en aðra mánuði ársins.
Íslendingar virtust þó duglegri en áður að versla erlendis í upphafi árs og á þetta bæði við um netverslun og verslun í útlöndum. Alls nam greiðslukortavelta erlendis 14,5 mö. kr. í janúar og var 5,2% meiri en fyrir ári síðan miðað við fast gengi. Þetta kemur nokkuð á óvart í ljósi færri utanlandsferða Íslendinga. Samanlagt mældist vegin raunaukning í greiðslukortaveltu 2,1% milli ára í janúar sé litið til veltu í þessum flokkum.
Lesa Hagsjána í heild
Hagsjá: Verulega hægði á neyslu í janúar eftir hátíðirnar en hún þó meiri en fyrir ári síðan (PDF)









