Hag­sjá: Veru­lega breytt neysla í sam­komu­banni

Áfengiskaup jukust til muna og samdráttur var nær algjör í kaupum á ferðatengdri þjónustu.
25. maí 2020

Samantekt

Við greindum frá því á dögunum að greiðslukortavelta dróst talsvert saman í apríl, meira en sem nam samdrættinum í mars. Samkomubann ríkti allan aprílmánuð og áhrifin af Covid-19-faraldrinum eru því sterkari þá en í mars. Innanlands dróst kortavelta tengd verslun og þjónustu saman um tæp 13% milli ára, sem er mesti samdráttur síðan í október 2009.

Ef litið er til greiðslukortaveltu eftir útgjaldaliðum sést greinilega hvaða áhrif samkomubann hefur haft á neyslu. Áfengiskaup jukust hlutfallslega mest allra útgjaldaliða milli ára í apríl, um 52%. Velta í raf- og heimilistækjaverslunum jókst einnig meira í apríl en í mars og sömu sögu má segja um veltu í byggingarvöruverslunum. Ætla má að aukin kortavelta í áfengisverslunum og í stórmörkuðum sé að einhverju leyti tilfærsla á neyslu sem annars hefði farið fram á veitingastöðum sem voru lokaðir. Aukin kaup á vörum í byggingarvöruverslunum og raf- og heimilistækjaverslunum má rekja til aukins tíma sem fólk varði innan veggja heimilisins meðan á samkomubanni stóð.

Þeir útgjaldaliðir sem drógust saman milli ára í mars, drógust flestir enn frekar saman í apríl, til að mynda kaup á skipulögðum ferðum, sem drógust saman um 96%, og kaup á gistiþjónustu, sem drógust saman um 80%. Viss kaup drógust minna saman í apríl en í mars og má þar nefna fatakaup og eins velta í verslunum með heimilisbúnað. Fólk gæti því hafa lagt leið sína í auknum mæli í þær verslanir sem voru opnar þegar leið á samkomubannið.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Verulega breytt neysla í samkomubanni (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
Frosnir ávextir og grænmeti
10. okt. 2024
Spáum að verðbólga hjaðni í 5,1% í október 
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,27% á milli mánaða í október og að verðbólga lækki úr 5,4% niður í 5,1%. Við eigum von á áframhaldandi hjöðnun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 4,2% í janúar á næsta ári.
Seðlabanki Íslands
7. okt. 2024
Vikubyrjun 7. október 2024
Peningastefnunefnd Seðlabankans lækkaði vexti í síðustu viku, í fyrsta sinn í fjögur ár. Stýrivextir eru nú 9% eftir að hafa staðið í 9,25% í meira en ár. Verðbólga á evrusvæðinu er enn á niðurleið og mældist 1,8% í september, undir 2% verðbólgumarkmiði. Verðbólgutölur í Bandaríkjunum verða birtar í þessari viku.
1. okt. 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 1. október 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Byggingakrani og fjölbýlishús
30. sept. 2024
Vikubyrjun 30. september 2024
Verðbólga í september var nokkuð undir væntingum og lækkaði úr 6,0% niður í 5,4%. Þrátt fyrir það teljum við að peningastefnunefnd vilji sýna varkárni þegar hún hittist í byrjun vikunnar og haldi vöxtum óbreyttum á miðvikudaginn.
Bakarí
27. sept. 2024
Verðbólga undir væntingum annan mánuðinn í röð - lækkar í 5,4%
Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,24% á milli mánaða í september, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Ársverðbólga lækkar því úr 6,0% í 5,4%, eða um 0,6 prósentustig. Verðbólga hefur ekki mælst lægri síðan í desember 2021.
27. sept. 2024
Spáum varkárni í peningastefnu og óbreyttum vöxtum
Ýmis merki eru um nokkuð kröftuga eftirspurn í hagkerfinu þótt verðbólga sé á niðurleið og landsframleiðsla hafi dregist saman það sem af er ári. Kortavelta eykst statt og stöðugt á milli ára, íbúðaverð er á hraðri uppleið, velta á íbúðamarkaði er meiri en í fyrra og atvinnuleysi hefur ekki aukist að ráði. Við teljum að peningastefnunefnd haldi stýrivöxtum áfram óbreyttum í 9,25% í næstu viku, sjöunda skiptið í röð.
Þjóðvegur
23. sept. 2024
Vikubyrjun 23. september 2024
Í vikunni birtir Seðlabankinn yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar og fjármálastöðugleikaskýrslu. Þá gefur Hagstofan út verðbólgumælingu fyrir septembermánuð á föstudag. Í síðustu viku gaf HMS út vísitölu íbúðaverðs sem hækkaði talsvert á milli mánaða og vísitölu leiguverðs sem lækkaði á milli mánaða. Kortaveltugögn sem Seðlabankinn birti í síðustu viku benda til þess að þó nokkur kraftur sé í innlendri eftirspurn eftir vörum og þjónustu.
Alþingishús
16. sept. 2024
Vikubyrjun 16. september 2024
Í vikunni birtist meðal annars vísitala íbúðaverðs, vísitala leiguverðs og tölur um veltu greiðslukorta í ágúst. Í síðustu viku birtust tölur um fjölda ferðamanna sem hingað komu í ágúst, en þeir voru svipað margir og í ágúst í fyrra. Atvinnuleysi jókst lítillega á milli mánaða í ágúst. Fjárlög fyrir 2025 voru kynnt.
12. sept. 2024
Spáum að verðbólga lækki í 5,7% í september
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,08% á milli mánaða í september og að verðbólga lækki úr 6,0% niður í 5,7%. Við eigum von á áframhaldandi lækkun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 4,9% í lok árs.
9. sept. 2024
Vikubyrjun 9. september 2024
Í þessari viku ber hæst útgáfa á tölum um fjölda ferðamanna í ágúst og skráð atvinnuleysi á morgun. Í síðustu viku birtist fundargerð peningastefnunefndar þar sem fram kom að allir nefndarmenn voru sammála um að halda vöxtum óbreyttum á síðasta fundi, ólíkt því sem var síðustu þrjá fundi þar áður þar sem einn nefndarmaður vildi lækka vexti um 0,25 prósentustig.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur