Hag­sjá: Veru­leg aukn­ing á fjár­fest­ing­um rík­is­sjóðs í ár í sér­stöku átaki

Sé litið á tillögu meirihluta fjárlaganefndar um 18 ma. kr. viðbót við það sem þegar hafði verið ákveðið um fjárfestingar ríkissjóðs sést að samgöngumálin eru í forgangi. Lagt er til að 36% viðbótarinnar fari til samgöngumannvirkja. Lagt er til að um 11% fari til annarra innviðaframkvæmda þannig að tæpur helmingur viðbótarinnar fer til beinna innviðaframkvæmda.
2. apríl 2020

Samantekt

Alþingi hefur samþykkt tillögu til þingsályktunar um sérstakt, tímabundið fjárfestingarátak í samræmi við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar sem ætlað er að vinna gegn samdrætti í hagkerfinu í kjölfar heimsfaraldurs Covid-19. Samhliða því voru samþykkt fjáraukalög þar sem heimild er veitt til þess að auka útgjöld ríkissjóðs um 25,6 ma. kr. í ár. Síðustu fjárlög voru samþykkt með tæplega 10 ma. kr. halla. Það er hins vegar fyrirsjáanlegt að halli ríkissjóðs verði mun meiri á árinu og að betur megi ef duga skal.

Í fjáraukalögunum voru einnig gefnar heimildir til frestunar á greiðslu opinberra gjalda og til að veita lánastofnunum ábyrgð ríkissjóðs sem nemi 50–70% höfuðstóls viðbótarlána þeirra til fyrirtækja sem orðið hafa fyrir verulegu tekjutapi vegna heimsfaraldursins. Þá var einnig heimilað að auka lántökur úr 45 mö.kr. upp í 140 ma. kr. og að auka hlutafé í opinberum fyrirtækjum um 8 ma. kr. til að auka fjárfestingagetu þeirra.

Við framlagningu tillögu um fjárfestingarátak voru lögð til verkefni upp á 15 ma. kr., en við vinnslu málsins kom fram breytingartillaga frá meirihluta fjárlaganefndar um að auka framlög til fjárfestinga upp í tæpa 18 ma. kr., sem var samþykkt. Skilyrði til að hægt sé að veita framlög til verkefna er að þau hefjist eigi síðar en 1. september 2020 og sé að fullu lokið eigi síðar en 1. apríl 2021.

Í greinargerð með þingsályktunartillögunni um fjárfestingarátakið er getið um að stærri tillögur, sem taki til áranna 2021-2023, séu í undirbúningi.

Þá hefur einnig komið fram að sveitarfélögin vilji fá endurgreiddan virðisaukaskatt af framkvæmdum sem þau hyggjast ráðast í til að bæta stöðu atvinnulífsins. Markmið sveitarfélaganna er að flýta framkvæmdum fyrir 15 ma. kr. í þessu sambandi. Fram hefur komið að sett hafi verið markmið um 15 ma. kr. flýtiframkvæmdir sem virðast ætla að ganga eftir.

Ákvarðanir af þessu tagi eiga sér væntanlega ekki hliðstæðu en til þeirra er gripið með hraði nú við þær sérstöku og alvarlegu aðstæður sem ríkja í efnahagslífinu.

Sé litið á tillögu meirihluta fjárlaganefndar um 18 ma. kr. viðbót við það sem þegar hafði verið ákveðið um fjárfestingar ríkissjóðs sést að samgöngumálin eru í forgangi. Lagt er til að 36% viðbótarinnar fari til samgöngumannvirkja. Lagt er til að um 11% fari til annarra innviðaframkvæmda þannig að tæpur helmingur viðbótarinnar fer til beinna innviðaframkvæmda.

Það kemur svo sem ekki á óvart að samgöngumál séu í forgangi. Þörfin er augljós en þar að auki er jafnan fjöldi samgönguverkefna í undirbúningi og því tiltölulega auðvelt að hraða verkefnum af því tagi.

Fjárfesting ríkissjóðs var um 62 ma. kr. á árinu 2019. Í gildandi fjárlögum er gert ráð fyrir u.þ.b. 74 ma. kr. framlögum til fjárfestinga á árinu 2020. Viðbótin frá síðasta ári var þegar orðin töluverð. Nú er því verið að ræða um rúmlega 90 ma. kr. viðbót við fjárfestingar ríkissjóðs á síðasta ári auk mögulegra fjárfestinga ríkisfyrirtækja. Viðbótin við fjárfestingar miðað við síðasta ár er því veruleg, eða aukning um rúmlega helming miðað við stöðuna í dag.

Fjárfestingar sveitarfélaganna í fyrra voru um 43 ma. kr. þannig að 15 ma. kr. flýting myndi nema u.þ.b. þriðjungi af umfangi fjárfestinga á árinu 2019.

Almennt má segja að ríkissjóður leitist við að ná tveimur efnahagslegum markmiðum með því að auka fjárfestingar sínar. Í fyrsta lagi að styðja við eftirspurn á erfiðum tímum með framkvæmdum og horfa þá til þess að nýta innlenda framleiðsluþætti í sem mestum mæli, sérstaklega mannafla. Í öðru lagi er ávallt horft til þess að reyna að stuðla að aukinni framleiðni með áherslu á efnahagslega arðbær verkefni þannig að samkeppnishæfi hagkerfisins aukist.

Tímapunkturinn fyrir aðgerðir af þessu tagi er augljós. Oft var þörf en nú er hrein nauðsyn fyrir opinbera aðila, og þá einkum ríkissjóð, að láta hressilega til sín taka.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Veruleg aukning á fjárfestingum ríkissjóðs í ár í sérstöku átaki (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
Bátur
19. feb. 2024
Vikubyrjun 19. febrúar 2024
Nokkur breyting hefur orðið á samsetningu vinnumarkaðarins hér á landi frá árinu 1991. Stjórnendum, sérfræðingum, sérmenntuðu starfsfólki, þjónustu- og verslunarfólki hefur fjölgað verulega á sama tíma og skrifstofufólki, bændum og fiskveiðifólki hefur fækkað.
Peningaseðlar
15. feb. 2024
Spáum áframhaldandi hjöðnun í febrúar: Úr 6,7% í 6,1%
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,89% milli mánaða í febrúar og að ársverðbólga hjaðni úr 6,7% í 6,1%. Útsölulok munu hafa mest áhrif til hækkunar á milli mánaða í febrúar, samkvæmt spánni. Þá koma gjaldskrárhækkanir á sorphirðu, fráveitu og köldu vatni inn í mælingar nú í febrúar. Lægri flugfargjöld til útlanda vega þyngst á móti hækkunum, gangi spáin eftir.
Flugvél
12. feb. 2024
Ferðamenn dvelja skemur og eyða færri krónum
Um 131 þúsund erlendir ferðamenn fóru um Keflavíkurflugvöll í janúar. Þeir voru fleiri en í janúar í fyrra en færri en árin fyrir faraldur. Fjórði ársfjórðungur síðasta árs var sá fjölmennasti frá upphafi.
Smiður
12. feb. 2024
Vikubyrjun 12. febrúar 2024
Á fjórða ársfjórðungi síðasta árs voru fleiri atvinnulausir á Íslandi en sem nam lausum störfum. Því var öfugt farið um mitt ár 2022 þegar spennan á vinnumarkaði var sem mest og fyrirtæki kepptust um starfsfólk. Þessi viðsnúningur er eitt merki þess að tekið sé að draga út spennu á vinnumarkaði, ekki síst vegna aukins peningalegs aðhalds.
Hús í Reykjavík
9. feb. 2024
Meirihluti útistandandi íbúðalána nú verðtryggður
Hátt vaxtastig hefur breytt samsetningu íbúðalána til heimila. Meirihluti útistandandi íbúðalána heimila er nú verðtryggður, en heimili hafa frá byrjun síðasta árs í auknum mæli fært sig úr óverðtryggðum lánum yfir í verðtryggð. Hrein ný íbúðalán banka og lífeyrissjóða hafa aukist frá miðju síðasta ári en drógust nú saman milli mánaða í desember.
5. feb. 2024
Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf - janúar 2024
Meðfylgjandi er mánaðarlegt yfirlit sértryggðra skuldabréfa.
Mynt 100 kr.
5. feb. 2024
Vikubyrjun 5. febrúar 2024
Verðbólga hefur hjaðnað síðustu mánuði, en auk þess hefur hlutfall undirliða sem hafa hækkað um meira en 10% á undanförnum 12 mánuðum fækkað.
2. feb. 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 2. febrúar 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
1. feb. 2024
Spáum óbreyttu vaxtastigi í næstu viku
Við spáum því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands haldi meginvöxtum bankans óbreyttum í 9,25% í næstu viku. Þótt verðbólgan fari hjaðnandi og flestir hagvísar bendi í rétta átt teljum við ólíklegt að nefndin telji tímabært að lækka vexti. Við búumst frekar við að nefndin stígi varlega til jarðar og bíði eftir auknum slaka í þjóðarbúinu, ekki síst vegna óvissu í tengslum við yfirstandandi kjaraviðræður og viðbrögð stjórnvalda við hamförunum í Grindavík.
Paprika
30. jan. 2024
Verðbólgan 6,7% og hjaðnar meira en búist var við
Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,16% milli mánaða í janúar og við það hjaðnaði ársverðbólga úr 7,7% í 6,7%. Nýir bílar hækkuðu minna í verði en við bjuggumst við og flugfargjöld lækkuðu óvænt. Aðrir liðir voru nokkurn veginn eins og við höfðum spáð. Hagstofan boðar breytta aðferðafræði við mælingu á húsnæðislið sem innleidd verður í vísitöluna á vormánuðum.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur