Hag­sjá: Verð á fjöl­býli hækk­ar áfram – lækk­un á sér­býli

Raunhækkun húsnæðisverðs mæld á föstu verðlagi án húsnæðis hefur því verið veruleg á undanförnum misserum, en ársbreytingin fer ört lækkandi. Raunverð fasteigna nú í febrúar var um 11,5% hærra en það var í febrúar 2017. Þar af var raunverð fjölbýlis um 10% hærra og raunverð sérbýlis um 15% hærra.
21. mars 2018

Samantekt

Samkvæmt tölum Þjóðskrár hækkaði fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu um 0,5% í febrúar. Þar af hækkaði verð á fjölbýli um 0,7% en verð á sérbýli lækkaði um 0,3%. Verð á fjölbýli hefur hækkað um 9,8% á síðustu 12 mánuðum og verð á sérbýli um 13%. Heildarhækkun húsnæðisverðs nemur 10,6%. Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hafði nú í febrúar hækkað um 1,9% á síðustu sex mánuðum, en hækkaði um 8,5% næstu sex mánuði þar á undan. Verðhækkanir voru litlar seinni hluta 2017 og væntingar hafa staðið til þess að meiri ró verði á þessum markaði á næstu misserum. Þessi niðurstaða fyrir febrúar þarf ekki að raska þeirri spá. Ekki er ólíklegt að verðhækkanir verði meiri en var seinni hluta 2017 og jafnframt mun minni en var í rúmt ár þar á undan.

Veruleg hækkun fasteignaverðs á síðustu misserum hefur orðið samhliða mjög lítilli verðbólgu og reyndar hefur verðbólga án húsnæðis verið neikvæð í langan tíma. Raunhækkun húsnæðisverðs mæld á föstu verðlagi án húsnæðis hefur því verið veruleg, en ársbreytingin fer ört lækkandi. Þannig var raunverð fasteigna nú í febrúar um 11,5% hærra en það var í febrúar 2017. Þar af var raunverð fjölbýlis um 10% hærra og raunverð sérbýlis um 15% hærra.

Í febrúar voru viðskipti með fasteignir á höfuðborgarsvæðinu töluvert minni bæði með fjölbýli og sérbýli en næstu mánuði þar á undan. Hluta af því má væntanlega skýra með því hve stuttur febrúarmánuður er, en engu að síður var fjöldi viðskipta nú í febrúar rúmlega 20% minni en var í febrúar í fyrra.Sé litið á fjölda viðskipta í lengra samhengi má sjá að þeim hefur fækkaði á milli ára í fyrsta skipti í langan tíma. Viðskiptin á árinu 2017 voru álíka mikil og á árinu 2015. Fækkunin heldur áfram á fyrstu mánuðum ársins 2018 og er meðalfjöldi viðskipta fyrstu tvo mánuði orðinn minni en var að meðaltali á árunum 2003-2017.

Síðustu 2-3 ár hafa einkennst að því að verð á fjölbýli hefur hækkað verulega meira en kaupmáttur launa. Sú þróun stöðvaðist um mitt síðasta ár þegar verulega dró úr verðhækkunum fjölbýlis. Einnig dró nokkuð úr hækkunum á kaupmætti launa á seinni hluta ársins 2017 þannig að þessar stærðir héldust nokkuð vel í hendur á seinni hluta ársins 2017. Verðið hefur síðan þá hækkað heldur meira en kaupmátturinn þannig að það lítur ekki út fyrir að hlutfall þessara stærða sé á leiðinni hratt niður á við eins og gerðist á árunum eftir hrun.

Þróun verðbólgu á næstu misserum verður væntanlega mest háð þróun launa og fasteignaverðs. Á síðustu misserum hafa tveir meginþættir togast á sem áhrifaþættir verðbólgu, annars vegar fasteignaverð og hins vegar styrking gengis, sem mikið til hefur eytt áhrifum hækkandi launakostnaðar. Hefði fasteignaverð ekki hækkað með viðlíka hætti og raunin hefur verið er ljóst að verðhjöðnun hefði mælst hér á landi í töluverðan tíma. Stöðnun fasteignaverðs frá miðju síðasta ári breytti þessari þróun nokkuð og tölur um fasteignaverð í nóvember sneru stöðunni algerlega við þar sem fasteignaverðið fór þá frekar að draga verðlag og þar með verðbólgu niður á við. Tölur um fasteignaverð í janúar sýndu dálítið frábrugðinn takt, sem var svo dálítið veikari í febrúar. Eftir er að sjá hvort sú þróun haldi áfram með sama hætti.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Verð á fjölbýli hækkar áfram – lækkun á sérbýli (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
Alþingishús
16. sept. 2024
Vikubyrjun 16. september 2024
Í vikunni birtist meðal annars vísitala íbúðaverðs, vísitala leiguverðs og tölur um veltu greiðslukorta í ágúst. Í síðustu viku birtust tölur um fjölda ferðamanna sem hingað komu í ágúst, en þeir voru svipað margir og í ágúst í fyrra. Atvinnuleysi jókst lítillega á milli mánaða í ágúst. Fjárlög fyrir 2025 voru kynnt.
12. sept. 2024
Spáum að verðbólga lækki í 5,7% í september
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,08% á milli mánaða í september og að verðbólga lækki úr 6,0% niður í 5,7%. Við eigum von á áframhaldandi lækkun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 4,9% í lok árs.
9. sept. 2024
Vikubyrjun 9. september 2024
Í þessari viku ber hæst útgáfa á tölum um fjölda ferðamanna í ágúst og skráð atvinnuleysi á morgun. Í síðustu viku birtist fundargerð peningastefnunefndar þar sem fram kom að allir nefndarmenn voru sammála um að halda vöxtum óbreyttum á síðasta fundi, ólíkt því sem var síðustu þrjá fundi þar áður þar sem einn nefndarmaður vildi lækka vexti um 0,25 prósentustig.
6. sept. 2024
Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf - ágúst 2024
Meðfylgjandi er mánaðarlegt yfirlit sértryggðra skuldabréfa.
Lyftari í vöruhúsi
5. sept. 2024
Halli á viðskiptum við útlönd á 2. ársfjórðungi
Halli mældist á viðskiptum við útlönd á öðrum fjórðungi þessa árs, ólíkt öðrum ársfjórðungi í fyrra, þegar lítils háttar afgangur mældist. Það var afgangur af þjónustujöfnuði og frumþáttatekjum, en halli á vöruskiptum og rekstrarframlögum. Hrein staða þjóðarbúsins versnaði lítillega á fjórðungnum.
3. sept. 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 3. september 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Íslenskir peningaseðlar
2. sept. 2024
Vikubyrjun 2. september 2024
Verðbólga lækkaði óvænt á milli mánaða í ágúst. Hagkerfið dróst örlítið saman á milli ára á öðrum ársfjórðungi, en á sama tíma er nú ljóst að hagvöxtur í fyrra var meiri en áður var talið og einnig að samdráttur var minni á fyrsta ársfjórðungi. Í þessari viku birtir Seðlabankinn gögn um greiðslujöfnuð við útlönd og fundargerð peningastefnunefndar.
Bílar
30. ágúst 2024
Samdráttur annan ársfjórðunginn í röð
Hagkerfið dróst örlítið saman á milli ára á öðrum ársfjórðungi, samkvæmt nýbirtum þjóðhagsreikningum Hagstofunnar. Á sama tíma er nú ljóst að hagvöxtur var meiri í fyrra en áður var talið og samdráttur einnig minni á fyrsta ársfjórðungi. Umsvif í hagkerfinu eru því meiri en áður var talið þótt landsframleiðsla dragist saman.
Paprika
29. ágúst 2024
Verðbólga undir væntingum - lækkar í 6,0%
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,09% á milli mánaða í ágúst, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Ísland. Ársverðbólga lækkar því úr 6,3% í 6,0%, um 0,3 prósentustig. Vísitalan hækkaði nokkuð minna en við gerðum ráð fyrir, en við spáðum óbreyttri verðbólgu. Það sem kom okkur mest á óvart var lækkun á menntunarliðnum, sem skýrist af niðurfellingu á skólagjöldum einstaka háskóla. Verð á matarkörfunni lækkaði í fyrsta skiptið í þrjú ár. 
Flutningaskip
27. ágúst 2024
Halli á vöru- og þjónustuviðskiptum þrjá ársfjórðunga í röð
Afgangur af þjónustuviðskiptum náði ekki að vega upp halla af vöruviðskiptum á öðrum ársfjórðungi, ólíkt því sem var fyrir ári síðan. Bæði var meiri halli af vöruviðskiptum og minni afgangur af þjónustuviðskiptum en á öðrum fjórðungi síðasta árs.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur