Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Hag­sjá: Verð á fjöl­býli hækk­aði nokk­uð í apríl

Samkvæmt tölum Þjóðskrár hækkaði fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu um 0,3% milli mars og apríl. Horft yfir 12 mánaða tímabil hefur verð á fjölbýli hækkað um 3,9% og verð á sérbýli um 6,5%. Vegin árshækkun húsnæðisverðs nemur nú 4,7% sem er 0,4 prósentustiga hækkun frá fyrri mánuði.
22. maí 2019

Samantekt

Samkvæmt tölum Þjóðskrár hækkaði fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu um 0,3% milli mars og apríl. Verð á fjölbýli hækkaði um 0,4% og verð á sérbýli um 0,1%. Horft yfir 12 mánaða tímabil hefur verð á fjölbýli hækkað um 3,9% og verð á sérbýli um 6,5%. Vegin árshækkun húsnæðisverðs nemur nú 4,7%, sem er 0,4 prósentustiga hækkun frá fyrri mánuði.

Vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkaði um 0,5% milli mánaða í apríl og 2,8% á einu ári, eða nokkuð minna en fasteignaverð á árinu. Raunverð fasteigna breyttist því lítið milli mánaða. Horft yfir lengra tímabil hefur hófleg hækkun fasteignaverðs síðustu mánuði náð að halda nokkurn veginn í við þróun verðbólgunnar án fasteignakostnaðar. Því hefur raunverð íbúðarhúsnæðis verið nokkuð stöðugt. Raunverð fór hæst í október 2007 fyrir hrun en lækkaði svo mikið. Það náði aftur sama stigi í apríl 2017 og hefur síðan hækkað um u.þ.b. 8%.

Árshækkun raunverðs er orðin hóflegri en áður. Þannig var raunverð fasteigna nú í apríl um 1,8% hærra en í apríl 2018. Hækkun raunverðs síðustu 12 mánuði er mun minni en árin tvö þar á undan. Samsvarandi tölur voru 5,6% fyrir apríl 2018 og 25% fyrir apríl 2017.

Sé litið á gögn í verðsjá Þjóðskrár Íslands, sem ekki eru nákvæmlega sömu gögn og standa á bak við vísitölu íbúðaverðs, sést mikill munur á verðþróun á nýju og eldra húsnæði. Séu janúar, febrúar og mars í ár bornir saman við sömu mánuði í fyrra má sjá að nýjar íbúðir hafa hækkað um 7,5% á þessum tíma en eldri íbúðir lækkað um 1,2%. Meðalbreytingin er 0,5% hækkun. Það eru því nýjar íbúðir sem leiða verðþróunina um þessar mundir.

Viðskipti með íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu í apríl voru með ívið minni en síðustu mánuði þar á undan 2018, enda voru páskarnir í apríl í ár. Fjöldi viðskipta fyrstu fjögurra mánaða ársins var þó nokkuð meiri en á sama tíma fyrir ári. Viðskipti á fyrstu fjórum mánuðum ársins voru ívið minni en var að meðaltali á öllu árinu 2018. Það má því segja að fasteignamarkaðurinn sé tiltölulega stöðugur hvað fjölda viðskipta varðar.

Í nýlegri þjóðhagsspá Hagfræðideildar Landsbankans var bent á að líklega muni um 7.700 nýjar íbúðir verða fullkláraðar á höfuðborgarsvæðinu í ár og á næstu tveimur árum. Samtímis gengur umræðan, t.d. í tengslum við nýgerða kjarasamninga, út á að um mikla eftirspurn sé að ræða eftir litlum og ódýrum íbúðum. Stór hluti íbúða sem eru á leiðinni á markað eru væntanlega of stórar og of dýrar til þess að leysa þann vanda sem fyrir er. Ekki hafa komið fram endanlegar tillögur eða útfærslur á yfirlýsingum ríkisstjórnarinnar um húsnæðismál í tengslum við kjarasamninga. Ýmislegt bendir til þess að tillögur muni miða að því að stórauka byggingu á litlu og hentugu húsnæði. Það er því ákveðin hætta á því að á næstu árum geti gengið erfiðlega að selja einhvern hluta þeirra íbúða sem nú eru á teikniborðinu og í byggingu.

Eins og einnig kemur fram í nýlegri þjóðhagsspá Hagfræðideildar Landsbankans er gert ráð fyrir að verð íbúðarhúsnæðis muni hækka í rólegum takti næstu ár, þannig að raunverð íbúða hækki um u.þ.b. 1% árlega. Við gerum þannig ráð fyrir u.þ.b. 4% árlegri hækkun íbúðaverðs að jafnaði næstu þrjú árin.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Verð á fjölbýli hækkaði nokkuð í apríl (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
8. sept. 2025
Vikubyrjun 8. september 2025
Í þessari viku ber hæst  útgáfu á tölum um fjölda ferðamanna í ágúst og skráð atvinnuleysi. Í síðustu viku birti Seðlabankinn fundargerð peningastefnunefndar þar sem fram kom að allir nefndarmenn hefðu verið sammála um að halda vöxtum óbreyttum í ágúst. Þá birti Seðlabankinn einnig tölur um greiðslujöfnuð við útlönd sem gáfu til kynna mun meiri halla á viðskiptum við útlönd á öðrum fjórðungi þessa árs en þess síðasta.
1. sept. 2025
Mánaðamót 1. september 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
1. sept. 2025
Vikubyrjun 1. september 2025
Verðbólga hjaðnaði óvænt úr 4,0% í 3,8% í ágúst. Hagstofan áætlar að hagkerfið hafi dregist saman um 1,9% á öðrum ársfjórðungi. Gistinóttum fjölgaði alls um 16,5% á milli ára í júlí. Í vikunni birtir Seðlabankinn viðskiptajöfnuð við útlönd og fundargerð peningastefnunefndar.
Flugvél
28. ágúst 2025
Verðbólga hjaðnar þvert á væntingar
Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,15% á milli mánaða í ágúst og verðbólga hjaðnaði úr 4,0% í 3,8%. Hjöðnun á milli mánaða kemur ánægjulega á óvart en við spáðum 0,07% hækkun á vísitölunni og óbreyttri verðbólgu. Við gerum nú ráð fyrir að verðbólga verði 3,8% í árslok, að stærstum hluta vegna lægri mælingar nú en við spáðum áður.
Seðlabanki Íslands
25. ágúst 2025
Vikubyrjun 25. ágúst 2025
Seðlabanki Íslands hélt stýrivöxtum óbreyttum í 7,50% í síðustu viku og allir nefndarmenn studdu ákvörðunina. Vísitala íbúðaverðs hefur hækkað um 4,2% á síðasta árinu, en í janúar var árshækkunin 10,4%. Í vikunni birtir Hagstofan verðbólgutölur fyrir ágústmánuð og þjóðhagsreikninga fyrir annan ársfjórðung.
Hús í Reykjavík
22. ágúst 2025
Íbúðamarkaður í betra jafnvægi þótt nýjar íbúðir seljist hægt
Á síðustu misserum hefur dregið töluvert úr verðhækkunum á íbúðamarkaði. Vísitala íbúðaverðs hefur hækkað um 4,2% á síðustu 12 mánuðum, aðeins örlítið umfram almennt verðlag, og ársbreytingin hefur ekki verið minni frá því í byrjun árs 2024. Þótt kaupsamningar hafi verið færri á fyrstu sjö mánuðum þessa árs en á sama tíma í fyrra er enn talsverð velta á markaðnum.
Fólk við Geysi
19. ágúst 2025
Útflutningur í sókn en innflutningur líka
Vöruútflutningur frá Íslandi hefur aukist frá því í fyrra en samt hefur vöruskiptahalli aldrei verið meiri en nú. Þetta skýrist af stórauknum vöruinnflutningi, einkum á tölvubúnaði í tengslum við uppbyggingu gagnavera. Ferðaþjónustan hefur skilað auknum tekjum í ár en á móti hefur utanlandsferðum Íslendinga fjölgað og uppsafnaður kortaveltujöfnuður við útlönd var enn neikvæður í lok júlí.
Frosnir ávextir og grænmeti
18. ágúst 2025
Vikubyrjun 18. ágúst 2025
Við búumst við að peningastefnunefnd Seðlabankans haldi stýrivöxtum óbreyttum á miðvikudag. Auk vaxtaákvörðunarinnar fáum við vísitölu íbúðaverðs í vikunni og nokkur uppgjör. Metfjöldi erlendra ferðamanna fór frá landinu í júlí, atvinnuleysi var óbreytt á milli mánaða og áfram var nokkur kraftur í greiðslukortaveltu heimila.
Seðlabanki Íslands
15. ágúst 2025
Ekki horfur á frekari vaxtalækkun á árinu
Við spáum því að peningastefnunefnd geri hlé á vaxtalækkunarferlinu og haldi stýrivöxtum óbreyttum í næstu viku. Verðbólga jókst umfram væntingar í apríl og verðbólguvæntingar hafa haldist tiltölulega stöðugar. Þá virðist hagkerfið þola vaxtastigið vel, kortavelta hefur aukist sífellt síðustu mánuði og enn er þó nokkur velta á íbúðamarkaði. Peningalegt taumhald losnaði með aukinni verðbólgu í apríl og við teljum ólíklegt að peningastefnunefnd þyki tímabært að lækka raunstýrivexti enn frekar.
Flugvél á flugvelli
14. ágúst 2025
Spáum óbreyttri verðbólgu í ágúst
Við spáum því að verðbólga standi í stað í ágúst og mælist 4,0%. Eins og alla jafna í ágústmánuði má búast við að sumarútsölur gangi til baka að hluta. Einnig má gera ráð fyrir lækkandi flugfargjöldum. Næstu mánuði gerum við ráð fyrir að verðbólga aukist lítillega en hjaðni svo undir lok árs, og mælist 4,0% í desember.