Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Hag­sjá: Um reynsl­una af verð­bólgu- og þjóð­hags­spám

Nokkrir aðilar, þar á meðal Hagfræðideild Landsbankans, birta reglulega verðbólgu- og þjóðhagsspár fyrir Ísland. Það er hollt að staldra við öðru hvoru og skoða hver reynslan er af þessum spám.
21. nóvember 2019

Samantekt

Nokkrir aðilar, þar á meðal Hagfræðideild Landsbankans, birta reglulega verðbólgu- og þjóðhagsspár fyrir Ísland. Spár Seðlabankans eru notaðar til grundvallar vaxtaákvarðana Peningastefnunefndar, spár Hagstofunnar eru notaðar til grundvallar fjárlögum og áætlana opinberra stofnana og spár Landsbankans eru m.a. notaðar við áætlanagerð í bankanum og eru birtar opinberlega. Þessar þrjár spár eru því mikilvægastar fyrir lesendahóp okkar.

Árin 2012 til 2018 mældist samfelldur hagvöxtur hér á landi. Meðalhagvöxtur yfir þetta sjö ára tímabil var samkvæmt þjóðhagsreikningum 4,0%. Ef við skoðum spár þessara þriggja aðila fyrir árin 2012 til 2018 sem birtar voru á 4. ársfjórðungi árið á undan hvert ár sést að fjögur af þessum sjö árum vanspáðu allir þrír spáaðilarnir hagvexti næsta árs. Að meðaltali var spáð 0,7 prósentum minni hagvexti fyrir þessi 7 ár en mældur hagvöxtur reyndist.

Verðbólgan fór niður fyrir verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands í febrúar 2014 og hélst þar út árið 2017. Ársverðbólga var við eða undir 2,0% þessi fjögur ár. Enginn aðilanna þriggja spáði fyrir um þetta, en öll fimm árin spáðum við, Seðlabankinn og Hagstofan að verðbólga yrði yfir markmiði í spánum sem þeir birtu á 4. ársfj. árið áður.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Um reynsluna af verðbólgu- og þjóðhagsspám (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
Kortagreiðsla
19. júní 2025
Kortavelta Íslendinga erlendis eykst og veldur auknum greiðslukortahalla
Kortavelta jókst um 6,8% á milli ára í maí að raunvirði þar af jókst hún um 21% erlendis. Það sem af er ári hefur kortavelta aukist um 5,5% frá sama tímabili í fyrra, að teknu tilliti til verðlags og gengis. Íslendingar hafa aldrei farið í fleiri utanlandsferðir í maímánuði en nú í ár. Greiðslukortajöfnuður var neikvæður um 4,2 ma.kr. sem er töluvert meiri halli en í maí í fyrra.
Hús í Reykjavík
16. júní 2025
Vikubyrjun 16. júní 2025
Í síðustu viku fór fram uppgjör við eigendur HFF-bréfa. Erlendum ferðamönnum fjölgaði aðeins á milli ára í maí og atvinnuleysi jókst á milli ára. Í vikunni fram undan birtir HMS vísitölu íbúðaverðs, vísitölu leiguverðs og mánaðarskýrslu.
12. júní 2025
Spáum 3,9% verðbólgu í júní
Við spáum því að verðbólga aukist lítillega í júní og mælist 3,9%. Verðbólga helst líklega nær óbreytt í sumar en eykst svo aðeins með haustinu, þegar einskiptisliðir vegna skólagjalda og skólamáltíða detta út úr tólf mánaða taktinum. Við gerum áfram ráð fyrir 4,0% verðbólgu í árslok.
Bílar
11. júní 2025
Merki um að bílakaup hafi aukist á ný
Eftir hægagang í bílaviðskiptum á síðasta ári virðast þau hafa færst í aukana í byrjun þessa árs. Um 53% fleiri fólksbílar hafa verið nýskráðir til einkanota á fyrstu fimm mánuðum ársins en á sama tíma í fyrra. Um 21% þeirra bíla sem hafa verið nýskráðir á þessu ári eru hreinir rafmagnsbílar.
Peningaseðlar
10. júní 2025
Vikubyrjun 10. júní 2025
Viðskiptahalli Íslands hefur aldrei verið jafnmikill og á síðustu tveimur fjórðungum. Þá hefur halli á vöruviðskiptum aldrei verið meiri en í maí og hið sama má segja um innflutningsverðmæti, samkvæmt Hagstofu Íslands. Í næstu viku verða birtar atvinnuleysistölur og brottfarir um Keflavíkurflugvöll í maí.
Flutningaskip
6. júní 2025
Áfram verulegur halli á viðskiptum við útlönd
Alls var 59,5 ma.kr. halli á viðskiptum við útlönd á fyrsta fjórðungi ársins. Viðskiptahalli Íslands hefur aldrei verið jafnmikill og á síðustu tveimur fjórðungum. Hann skýrist að verulegu leyti af stórfelldum innflutningi á tölvubúnaði vegna uppbyggingar á gagnaverum. Erlend staða þjóðarbúsins breyttist lítið á fjórðungnum.
Strönd
5. júní 2025
Stóraukin útgjöld til hernaðar- og varnarmála um allan heim
Útgjöld til hernaðar- og varnarmála hafa stóraukist á síðustu árum, einkum í Evrópu og Mið-Austurlöndum. Leiðtogafundur NATO verður haldinn í Haag í lok mánaðarins og talið er að viðmið um útgjöld aðildarríkja til varnarmála verði hækkað til muna. Enn er óljóst upp að hvaða marki Ísland gæti þurft að auka varnartengd útgjöld. Aukin hernaðaruppbygging litar hagvaxtar- og verðbólguhorfur á heimsvísu og getur haft margþætt efnahags- og samfélagsleg áhrif.
2. júní 2025
Mánaðamót 2. júní 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Gróðurhús
2. júní 2025
Vikubyrjun 2. júní 2025
Verðbólga hjaðnaði úr 4,2% í 3,8% í apríl og landsframleiðsla jókst um 2,6% á milli ára á fyrsta ársfjórðungi. Gistinóttum fjölgaði alls um 11,6% á milli ára í apríl. Í vikunni birtir Seðlabankinn viðskiptajöfnuð við útlönd og fundargerð peningastefnunefndar.
Lyftari í vöruhúsi
30. maí 2025
2,6% hagvöxtur á fyrsta ársfjórðungi en samdráttur í fyrra
2,6% hagvöxtur mældist á fyrsta ársfjórðungi þessa árs, samkvæmt fyrsta mati Hagstofunnar sem var birt í morgun. Samkvæmt endurskoðuðum þjóðhagsreikningum mældist 0,7% samdráttur á síðasta ári en ekki 0,5% hagvöxtur eins og áður var áætlað.