Hag­sjá: Tölu­vert dró úr at­vinnu­leysi í maí - at­vinnu­leysi er þó áfram mik­ið

Samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar var skráð atvinnuleysi í maí 13% af áætluðum fjölda fólks á vinnumarkaði og hafði minnkað úr 17,8% í apríl. Atvinnuleysi á Suðurnesjum er áfram hið mesta á landinu. Það lækkaði reyndar úr 25,2% í apríl í 19,6% nú í maí. Atvinnuleysi heldur áfram að vera næst mest á höfuðborgarsvæðinu, minnkaði úr 18,7% í apríl niður í 13,5% í maí.
16. júní 2020

Samantekt

Samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar var skráð atvinnuleysi í maí 13% af áætluðum fjölda fólks á vinnumarkaði og hafði minnkað úr 17,8% í apríl. Um 33.300 manns eru á atvinnuleysisskrá, þar af 16.100 atvinnulausir og 17.200 í minnkuðu starfshlutfalli.

Minnkun atvinnuleysis sem tengist hlutabótaleið er helsta ástæða breytingarinnar, en það lækkaði úr 10,3% í 5,6%. Almenna atvinnuleysið var hins vegar svipað, 7,5% í apríl og 7,4% í maí.

Um 21.500 einstaklingar voru á hlutabótaleiðinni í maí. Þeim fækkaði stöðugt og voru orðnir 17.200 í lok mánaðarins. Gera má ráð fyrir að áfram fækki í hópi þeirra sem fá bætur eftir hlutabótaleið allt fram til ágústloka, enda er gert ráð fyrir að úrræðið renni sitt skeið í ágúst.

Almennt atvinnuleysi mun trúlega aukast nokkuð fram í september enda mikið af hópuppsögnum að koma til framkvæmda síðsumars, einkum í ágúst. Líklegt er að almennt atvinnuleysi fari yfir 8% í júlí til september, en atvinnuleysi tengt hlutabótaleiðinni verði þá hverfandi.

Vinnumálastofnun gerir ráð fyrir að atvinnuleysi lækki nokkuð í júní samhliða því að fólk haldi áfram að skrá sig úr hlutabótaleiðinni. Þegar tímabundnar aðgerðir stjórnvalda taka enda blasir við að hluti þeirra sem nú eru á atvinnuleysisbótum, bæði á hlutabótum og á uppsagnarfresti, komi inn í hefðbundna atvinnuleysistryggingarkerfið.

Atvinnuleysi á Suðurnesjum er áfram hið mesta á landinu. Það lækkaði reyndar úr 25,2% í apríl í 19,6% nú í maí. Almennt atvinnuleysi jókst á Suðurnesjum, fór í 12,2% í maí úr 11,2% í apríl.

Atvinnuleysi heldur áfram að vera næst mest á höfuðborgarsvæðinu, minnkaði úr 18,7% í apríl niður í 13,5% í maí. Suðurland er í þriðja sæti með 12,3% atvinnuleysi og því næst Norðurland eystra með 10,8%. Atvinnuleysi er áfram minnst á Norðurlandi vestra, 6,5% í maí.

Hagstofan birti í síðustu viku tölur um fjölda starfandi á íslenskum vinnumarkaði í janúar og febrúar í ár. Í janúar og febrúar störfuðu að jafnaði um 190.100 manns á aldrinum 16–74 ára á íslenskum vinnumarkaði sem var 1,4% samdráttur miðað við sama tímabil 2019.

Sé þróun á fjölda starfandi hins vegar skoðuð yfir lengri tíma má sjá að merki um fækkun á vinnumarkaði mátti fyrst sjá í upphafi ársins 2019. Fækkun frá fyrra ári kom fyrst fram í mars 2019 og frá því í maí 2019 hefur verið um stöðuga fækkun að ræða. Í júlí 2019 voru um 214 þúsund manns á vinnumarkaði hér á landi, en þeir voru rúmlega 190 þúsund nú í upphafi ársins. Það hefur því fækkað um u.þ.b. 11% á tímabilinu.

Það er ljóst að atvinnuleysi á eftir að verða mikið það sem eftir er ársins. Síðsumars mun fjöldi fólks sem enn fær laun á uppsagnarfresti bætast við fjölda atvinnulausra.

Þróunin á næstu vikum og mánuðum, sérstaklega í ferðaþjónustu, mun gefa nokkuð góðar vísbendingar um hvernig atvinnustigið mun þróast áfram, en líklegt er að tímarnir verði áfram erfiðir.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Töluvert dró úr atvinnuleysi í maí - atvinnuleysi er þó áfram mikið (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
Akureyri
20. jan. 2021

Verulega breyttar neysluvenjur

Covid-19-faraldurinn setti mark sitt á neyslu fólks í fyrra. Innlend verslun var nokkuð mikil, enda fáir sem lögðu leið sína til útlanda. Mest jókst kortavelta Íslendinga í áfengisverslunum og mestur samdráttur varð í kaupum á skipulögðum ferðum ferðaskrifstofa. Í mörgum tilfellum var um tilfærslu á neyslu að ræða.
Fimmþúsundkrónu seðlar
20. jan. 2021

Krónan var í hópi þeirra gjaldmiðla sem veiktust hvað mest á síðasta ári

Gengi krónunnar gaf verulega eftir á síðasta ári og veiktist raungengi hennar miðað við verðlag um 8% milli 2019 og 2020. Þessa veikingu má rekja til efnahagslegra áhrifa af Covid-19-faraldrinum sem hefur kippt ferðaþjónustu í heiminum nánast úr sambandi, en ferðaþjónustan hefur verið mikilvægasta útflutningsstoð Íslands síðustu ár.
Smiður að störfum
19. jan. 2021

Atvinnuleysi jókst minna í desember en reikna mátti með

Samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar var almennt skráð atvinnuleysi í desember 10,7% af áætluðum fjölda fólks á vinnumarkaði og hafði aukist úr 10,6% frá því í nóvember. Atvinnuleysi sem tengist hlutabótaleið var áfram 1,4% og var óbreytt milli mánaða. Heildaratvinnuleysi í desember var því 12,1% samanborið við 12,0% í nóvember og jókst þannig um 0,1 prósentustig.
Posi og greiðslukort
18. jan. 2021

Vikubyrjun 18. janúar 2021

Heildarvelta innlendra greiðslukorta dróst saman milli áranna 2019 og 2020. Ef við skoðum samsetningu má sjá ýmislegt fróðlegt um breytta neysluhegðun í Covid-19-faraldrinum.
Foss
15. jan. 2021

Yfirlit yfir sértryggð skuldbréf

Á síðasta ári seldu stóru viðskiptabankarnir þrír sértryggð skuldabréf að nafnvirði 74,9 mö.kr. í útboðum. Heildarupphæð útgefinna sértryggðra bréfa um seinustu áramót var 560 ma.kr. að nafnvirði með áföllnum verðbótum.
Töskubúð
14. jan. 2021

Jólaneyslan fann sér farveg

Þrátt fyrir samkomutakmarkanir og breyttar jólahefðir jókst neysla Íslendinga innanlands um 5% milli ára í desember. Í heildina dróst kortavelta þó saman um 4% að raunvirði þar sem neysla erlendis frá var minni í ár en í fyrra.
Seðlabanki Íslands
14. jan. 2021

Spáum 3,9% verðbólgu í janúar

Hagstofan birtir janúarmælingu vísitölu neysluverðs (VNV) þriðjudaginn 26. janúar. Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,42% lækkun milli mánaða. Gangi spáin eftir hækkar verðbólgan úr 3,6% í 3,9%.
Alþingishúsið
14. jan. 2021

Beinar mótvægisaðgerðir ríkissjóðs skýra rúman þriðjung hallareksturs síðasta árs

Beinar mótvægisaðgerðir opinberra fjármála virðast hafa verið minni hér en á öðrum Norðurlöndum á árinu 2020. Samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum er talið að umfang aðgerða á Íslandi hafi verið 4,2% af VLF. Það er í lægri enda meðal Evrópuþjóða og lægsta hlutfallið innan Norðurlandanna, fyrir utan Finnland.
Ferðamenn
13. jan. 2021

Erlendum ferðamönnum fækkaði um 76% á síðasta ári

Alls komu rúmlega 478 þúsund erlendir ferðamenn til landsins á síðasta ári.  Þeir voru rétt tæplega 2 milljónir árið 2019 og fækkaði þeim því um 76% milli ára. Leita þarf aftur til ársins 2010, síðasta ársins fyrir uppsveifluna í ferðaþjónustu, til að finna færri ferðamenn. Þessa þróun má rekja til Covid-19-faraldursins sem hefur tekið ferðaþjónustu heimsins tímabundið úr sambandi.
Fjölbýlishús
12. jan. 2021

Leigumarkaður tekur breytingum á tímum veirufaraldurs

Á síðustu mánuðum hafa þó nokkrar breytingar átt sér stað á leigumarkaði. Leiguverð hefur víða lækkað, leigjendum hlutfallslega fækkað og framboð leiguhúsnæðis aukist að mati leigjenda.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Tryggja virkni vefsins

Greina notkun svo við getum mælt og aukið gæði vefsins

Notaðar til að birta persónubundnar auglýsingar

Nánar um vefkökur