Hagsjá: Verðlag án húsnæðiskostnaðar nánast óbreytt frá því fyrir fjórum árum
Samantekt
Verðlag án húsnæðiskostnaðar nánast óbreytt frá því fyrir fjórum árum
Frá byrjun árs 2014 hefur heildarvísitalan hækkað um 9,6%. Húsnæðisliðurinn, það er kostnaður við að búa í eigin húsnæði og greidd húsaleiga, hefur hækkað um 46,5% á þessu tímabili samhliða miklum hækkunum á verði fasteigna. Ef við undanskiljum hins vegar húsnæðisliðinn frá vísitölunni, hefur hún haldist næstum óbreytt frá byrjun árs 2014.
Á síðustu fjórum árum hefur krónan styrkst nokkuð og laun hækkað umtalsvert. Áhrif þessa sjást nokkuð vel þegar við skoðum undirflokka vísitölunnar. Milli ágúst 2014 og 2018 lækkuðu innfluttar vörur um 11,4% en innlendar vörur hækkuðu um 7,4%. Rekstur á eigin bíl hefur lækkað um 9,0%, en fyrir utan tryggingar er þessi kostnaður nær eingöngu innfluttar vörur. Matarkarfan hefur hækkað um 3,6%, en í henni eru bæði innfluttar og innlendar vörur.
Lesa Hagsjána í heild
Hagsjá: Verðlag án húsnæðiskostnaðar nánast óbreytt frá því fyrir fjórum árum (PDF)