Hag­sjá: Stöð­ug­leiki á vinnu­mark­aði – en hópupp­sagn­ir kunna að setja strik í reikn­ing­inn

Breytingin á skráðu atvinnuleysi er mismunandi eftir svæðum. Sé litið á breytinguna síðustu 2 ár, frá október 2016, sést að hlutfall atvinnuleysis hefur aukist allsstaðar nema á Austurlandi og Vestfjörðum. Langmesta aukningin er á Suðurnesjum þar sem atvinnuleysi hefur aukist um 1,3 prósentustig.
14. desember 2018

Samantekt

Niðurstöður vinnumarkaðskönnunar Hagstofunnar sýna að mikill stöðugleiki ríkir á íslenskum vinnumarkaði. Töluverðar sveiflur eru eftir mánuðum og árstíðum eins og eðlilegt er, en sé litið á 12 mánaða meðaltöl má sjá að sumar stærðir breytast ekki mikið. Það á t.d. við um atvinnuþátttöku, vinnutíma og atvinnuleysi.

Hópuppsagnir Wow air þann 13. desember sl. eru þær stærstu sem sést hafa lengi. 111 fastráðnum starfsmönnum var sagt upp og munu samningar við verktaka og tímabundna starfsmenn ekki verða endurnýjaðir að svo stöddu en þar er um að ræða rúmlega 200 manns. Auk þess var 237 starfsmönnum þjónustuaðila WOW í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, Airport Associates, sagt upp í lok nóvember. Ekki er enn vitað hvort uppsagnir og afleiðingar þeirra ná til fleiri starfsmanna, en alls er þarna um u.þ.b. 550 manns að ræða ef allt fer á versta veg. Miðað við tölur Hagstofunnar hér að neðan væri atvinnuleysi 3,1% væru þessir starfsmenn taldir með en ekki 2,9% eins og staðan var í október. Að sama skapi gæti skráð atvinnuleysi skv. tölum Vinnumálastofnunar orðið 2,7% en ekki 2,4% ef allir þessir einstaklingar færu á atvinnuleysisskrá.

Samkvæmt vinnumarkaðsrannsókninni var hlutfall starfandi af mannfjölda var 78,9% og hlutfall atvinnulausra af vinnuafli var 2,9%. Atvinnuþátttaka í október í fyrra var 81,9% og 81,2% í ár, þannig að þróunin hefur verið niður á við frá síðasta ári. Sé litið á 12 mánaða meðaltal jókst atvinnuþátttaka stöðugt frá upphafi ársins 2015 fram til vorsins 2017. Atvinnuþátttaka karla er jafnan meiri en hjá konum. Á síðustu 15 árum hefur atvinnuþátttaka kvenna að jafnaði verið 91,4% af atvinnuþátttöku karla. Þessi munur hefur þó verið mismunandi á tímabilinu. Í júlí 2008 fór atvinnuþátttaka kvenna niður í 89% miðað við karla, en jókst svo mikið eftir það. Hæst fór hlutfall atvinnuþátttöku kvenna upp í 93,9% miðað við karla vorið 2013, lækkaði síðan fram á haustið 2017 og hefur hækkað síðan.

Lengd vinnutíma var sú sama í október og fyrir ári síðan, 38,9 stundir. Sé miðað við 12 mánaða meðaltal var vinnutíminn í október næstum sá sami og var í sama mánuði í fyrra og hefur hann verið mjög stöðugur á þann mælikvarða allt þetta ár.

Sé litið á 12 mánaða hlaupandi meðaltal hefur atvinnuleysi verið nær óbreytt lengi eftir að það minnkaði stöðugt fram á mitt síðasta ár. Meðalatvinnuleysi síðustu 12 mánaða miðað við mælingar Hagstofunnar var 2,8% í október og hefur sú tala verið nær óbreytt í rúmt ár og var einnig 2,8% í október í fyrra. Meðalatvinnuleysi síðustu 12 mánaða samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar um skráð atvinnuleysi var 2,2% nú í október, og var einnig 2,2% í október í fyrra.

Sé litið á skráð atvinnuleysi eftir svæðum kemur upp svipuð mynd og verið hefur lengi. Atvinnuleysi meðal kvenna er meira en karla allsstaðar nema á Vestfjörðum. Atvinnuleysi er enn mest á Suðurnesjum og á það við um bæði kyn. Þar á eftir koma höfuðborgarsvæðið og Norðurland eystra í svipaðri stöðu. Staðan hvað atvinnuleysi varðar er best á Norðurlandi vestra og Vestfjörðum. Breytingin á skráðu atvinnuleysi er mismunandi eftir svæðum. Sé litið á breytinguna síðustu 2 ár, frá október 2016, sést að hlutfall atvinnuleysis hefur aukist allsstaðar nema á Austurlandi og Vestfjörðum. Langmesta aukningin er á Suðurnesjum þar sem atvinnuleysi hefur aukist um 1,3 prósentustig.

Sé hópuppsögn WOW air frátalin sýna tölur margra síðustu mánaða fá merki um að sterkur vinnumarkaður sé að gefa eftir. Atvinnuþátttaka hefur verið stöðug og það sama má segja um vinnutíma. Atvinnuleysi hefur verið í lágmarki og virtist frekar vera að þokast upp á við, en síðan hafa auðvitað orðið mikil tíðindi í þessum efnum. Þó því sé spáð að hagvöxtur fari eitthvað minnkandi á næstu árum mátti ætla að vinnumarkaðurinn héldi sterkri stöðu sinni áfram. Þessi síðasta hópuppsögn kemur út úr sérstökum aðstæðum og tæplega má búast við að  fleira í þessum dúr komi í kjölfarið.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Stöðugleiki á vinnumarkaði – en hópuppsagnir kunna að setja strik í reikninginn (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
14. nóv. 2024
Spáum vaxtalækkun um 0,5 prósentustig í næstu viku
Verðbólga hefur hjaðnað nokkuð kröftuglega á síðustu mánuðum og við spáum því að hún mælist 4,5% í nóvember. Loks má greina merki um hægari gang í neyslu heimilanna og íbúðaverð virðist vera á minna flugi en áður. Þá virðist eftirspurn eftir vinnuafli hafa minnkað auk þess sem hægt hefur á launahækkunum. Peningalegt aðhald hefur aukist statt og stöðugt og landsframleiðsla gæti orðið lítillega minni á þessu ári en því síðasta.
Epli
14. nóv. 2024
Spáum 4,5% verðbólgu í nóvember
Við spáum því að vísitala neysluverðs lækki um 0,13% á milli mánaða í nóvember og að verðbólga hjaðni úr 5,1% í 4,5%. Flugfargjöld til útlanda og reiknuð húsaleiga koma til lækkunar að þessu sinni, en húsnæði án reiknaðrar húsaleigu til hækkunar. Við eigum von á áframhaldandi hjöðnun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 3,5% í febrúar á næsta ári.
Selfoss
11. nóv. 2024
Vikubyrjun 11. nóvember 2024
Skráð atvinnuleysi hækkaði lítillega á milli ára í október og halli á vöruskiptajöfnuði jókst aðeins. Hagstofan birti þjóðhagsspá og bæði Seðlabanki Bandaríkjanna og Englandsbanki lækkuðu vexti. Í vikunni fáum við gögn um fjölda ferðamanna um Keflavíkurflugvöll, niðurstöður úr væntingakönnun markaðsaðila og tölur um veltu greiðslukorta. Uppgjörstímabilið í Kauphöllinni heldur áfram.
Flutningaskip
8. nóv. 2024
Hægir á vexti vöruskiptahallans
Halli á vöruviðskiptum jókst lítillega á milli ára í október og mældist 49,4 ma.kr, en var 47,5 ma.kr. í október í fyrra. Uppsafnaður halli á vöruskiptum hefur aukist frá fyrra ári, en þó hægar í ár en síðustu ár, og var 330 ma.kr. í október, sem er einungis lítillega meira en mældist á sama tíma í fyrra þegar hann var 320 ma.kr.
Bílar
6. nóv. 2024
Minni spenna á vinnumarkaði en lítil breyting á atvinnuleysi
Staðan á vinnumarkaði hefur haldist merkilega stöðug í gegnum hraðar breytingar í hagkerfinu og þrátt fyrir vaxtahækkanir síðustu ára hefur atvinnuleysi lítið aukist. Þó eru vísbendingar um að eftirspurn eftir launafólki hafi minnkað og laun hækka ekki jafn hratt og áður. Óvissa hefur aukist lítillega síðustu daga vegna átaka á opinberum vinnumarkaði.
5. nóv. 2024
Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf - október 2024
Meðfylgjandi er mánaðarlegt yfirlit sértryggðra skuldabréfa.
Ferðamenn við Strokk
5. nóv. 2024
Ágætur þriðji fjórðungur í ferðaþjónustu
Ferðamönnum fjölgaði um tæplega prósent á þriðja ársfjórðungi, stærsta ferðaþjónustutímabili ársins, frá fyrra ári. Gistinóttum ferðamanna fækkaði hins vegar um tæpt prósent, en kortavelta á föstu verðlagi jókst um 2% á milli ára.
Fjölbýlishús
4. nóv. 2024
Þörf á íbúðum og ágætis uppbygging í kortunum 
Íbúðafjárfesting hefur færst í aukana, starfsfólki fjölgar sífellt í byggingarstarfsemi, velta í greininni hefur aukist síðustu árin og innflutningur á byggingarefni er í hæstu hæðum. Íbúðauppbygging virðist nokkuð kröftug, enda er þörfin brýn - kjarnafjölskyldum hefur fjölgað mun hraðar en íbúðum síðustu ár. 
Flutningaskip við Vestmannaeyjar
4. nóv. 2024
Vikubyrjun 4. nóvember 2024
Verðbólga lækkaði úr 5,4% niður í 5,1% í október, í samræmi við væntingar. Samhliða birtingu VNV tilkynnti Hagstofan að fyrirhugað kílómetragjald yrði tekið inn í vísitöluna. Í þessari viku birtir Vinnumálastofnum skráð atvinnuleysi í október, kosið verður um nýjan forseta í Bandaríkjunum, Seðlabanki Bandaríkjanna og Englandsbanki tilkynna um vaxtaákvarðanir og uppgjörstímabilið í Kauphöllinni er áfram í fullum gangi.
1. nóv. 2024
Fréttabréf Greiningardeildar 1. nóvember 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur