Hag­sjá: Sterk­ur vinnu­mark­að­ur sem hef­ur áhrif víða í hag­kerf­inu

Við höfum áður bent á að Vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar nái hugsanlega illa utan um fjölgun erlendra starfsmanna hér á landi. Seðlabankinn hefur bent á að fjölgun starfa samkvæmt staðgreiðsluskrá styðji við þessa tilgátu. Samkvæmt staðgreiðsluskrá hefur starfandi fólki fjölgað mun meira á síðustu ársfjórðungum en tölur Hagstofunnar sýna.
6. mars 2018

Samantekt

Stærstu tíðindin af íslenskum vinnumarkaði nýlega voru eflaust ákvörðunin um að kjarasamningum verði ekki sagt upp. Í tengslum við þá ákvörðun var m.a. bent á að talsverð harka gæti orðið í samskiptum á vinnumarkaði eftir að núgildandi samningar renna út. Vinnumarkaðurinn er sterkur um þessar mundir og ætla má að svo verði áfram og byggja yfirlýsingar eins og þær hér að ofan væntanlega að hluta til á því að markaðurinn er með besta móti.

Fjölgun starfandi fólks á vinnumarkaði var nokkuð stöðug fram á mitt síðasta ár sé miðað við 12 mánaða meðaltal. Þá tók við tímabil með minni fjölgun starfsfólks. Miðað við síðustu tölur virðist meiri fjölgun hafa orðið upp á síðkastið.

Atvinnuþátttaka jókst stöðugt frá upphafi ársins 2015 fram til vorsins 2017. Síðan þá hefur dregið úr atvinnuþátttöku um rúmt eitt prósentustig sé miðað við hlaupandi meðaltal og hefur hlutfallið haldist nokkuð stöðugt á þeim stað. Atvinnuþátttaka er eftir sem áður mikil hér á landi og er nú álíka og hún var vorið 2016 og til muna hærri en hún var á árinu 2012.

Meðalvinnutími hefur haldið áfram að styttast eilítið sé miðað við 12 mánaða meðaltal. Meðalfjöldi vinnustunda hefur verið tiltölulega stöðug stærð í langan tíma, nú tæplega 40 stundir á viku og þróunin er frekar í áttina niður á við, en þó er ekki um miklar breytingar að ræða. Þegar starfandi fólki fækkar samtímis því að meðalvinnutími styttist er afleiðingin sú að unnum vinnustundum í hagkerfinu fækkar sem er áætis vísbending um stöðu hagsveiflunnar.

Við höfum áður bent á að Vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar nái hugsanlega illa utan um fjölgun erlendra starfsmanna hér á landi. Seðlabankinn hefur bent á að fjölgun starfa samkvæmt staðgreiðsluskrá styðji við þessa tilgátu. Samkvæmt staðgreiðsluskrá hefur starfandi fólki fjölgað mun meira á síðustu ársfjórðungum en tölur Hagstofunnar sýna. Staðgreiðsluskrá sýndi einnig töluvert meiri fjölgun starfandi í október en niðurstöður Hagstofunnar gerðu sem aftur gæti stutt þá tilgátu að fjölgun starfa sé enn vanmetin í vinnumarkaðskönnuninni.

Áfram hefur verið mikill kraftur í innflutningi erlends vinnuafls. Aðfluttum erlendum ríkisborgurum á aldrinum 20-59 ára fjölgaði umfram brottflutta um rúm 7  þúsund manns á árinu 2017 eða 3,9% af mannfjölda á þeim aldri. Það er mesta fjölgun sem hefur mælst á einu ári. Starfsfólki starfsmannaleiga og erlendra þjónustufyrirtækja fjölgaði um tæp 60% milli ára í fyrra og var um 1% af vinnuaflinu í lok ársins.

Það er ljóst að mikil fjölgun erlendra starfsmanna hefur að miklu leyti komi í veg fyrir mikla spennu á vinnumarkaði þar sem þátttaka þeirra kemur að miklu leyti í veg fyrir mikla umframeftirspurn eftir starfsfólki. Að þessu leyti stuðlar fjölgun erlendra starfsmanna að meiri stöðugleika og eykur framleiðslugetu þjóðarbúsins. En áhrif fjölgunar erlendra starfsmanna kemur víðar fram. Í nýlegri ritgerð sem Seðlabanki Íslands hefur birt kemur þannig fram að 1% fjölgun erlendra starfsmanna leiði að jafnaði til 2,7% hækkunar á raunverði fasteigna. Það er auðvitað ljóst að einhvers staðar verða erlendir starfsmenn að búa og fjölgun þeirra leiðir til aukinnar spennu á fasteignamarkaði.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Sterkur vinnumarkaður sem hefur áhrif víða í hagkerfinu (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
14. nóv. 2024
Spáum vaxtalækkun um 0,5 prósentustig í næstu viku
Verðbólga hefur hjaðnað nokkuð kröftuglega á síðustu mánuðum og við spáum því að hún mælist 4,5% í nóvember. Loks má greina merki um hægari gang í neyslu heimilanna og íbúðaverð virðist vera á minna flugi en áður. Þá virðist eftirspurn eftir vinnuafli hafa minnkað auk þess sem hægt hefur á launahækkunum. Peningalegt aðhald hefur aukist statt og stöðugt og landsframleiðsla gæti orðið lítillega minni á þessu ári en því síðasta.
Epli
14. nóv. 2024
Spáum 4,5% verðbólgu í nóvember
Við spáum því að vísitala neysluverðs lækki um 0,13% á milli mánaða í nóvember og að verðbólga hjaðni úr 5,1% í 4,5%. Flugfargjöld til útlanda og reiknuð húsaleiga koma til lækkunar að þessu sinni, en húsnæði án reiknaðrar húsaleigu til hækkunar. Við eigum von á áframhaldandi hjöðnun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 3,5% í febrúar á næsta ári.
Selfoss
11. nóv. 2024
Vikubyrjun 11. nóvember 2024
Skráð atvinnuleysi hækkaði lítillega á milli ára í október og halli á vöruskiptajöfnuði jókst aðeins. Hagstofan birti þjóðhagsspá og bæði Seðlabanki Bandaríkjanna og Englandsbanki lækkuðu vexti. Í vikunni fáum við gögn um fjölda ferðamanna um Keflavíkurflugvöll, niðurstöður úr væntingakönnun markaðsaðila og tölur um veltu greiðslukorta. Uppgjörstímabilið í Kauphöllinni heldur áfram.
Flutningaskip
8. nóv. 2024
Hægir á vexti vöruskiptahallans
Halli á vöruviðskiptum jókst lítillega á milli ára í október og mældist 49,4 ma.kr, en var 47,5 ma.kr. í október í fyrra. Uppsafnaður halli á vöruskiptum hefur aukist frá fyrra ári, en þó hægar í ár en síðustu ár, og var 330 ma.kr. í október, sem er einungis lítillega meira en mældist á sama tíma í fyrra þegar hann var 320 ma.kr.
Bílar
6. nóv. 2024
Minni spenna á vinnumarkaði en lítil breyting á atvinnuleysi
Staðan á vinnumarkaði hefur haldist merkilega stöðug í gegnum hraðar breytingar í hagkerfinu og þrátt fyrir vaxtahækkanir síðustu ára hefur atvinnuleysi lítið aukist. Þó eru vísbendingar um að eftirspurn eftir launafólki hafi minnkað og laun hækka ekki jafn hratt og áður. Óvissa hefur aukist lítillega síðustu daga vegna átaka á opinberum vinnumarkaði.
5. nóv. 2024
Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf - október 2024
Meðfylgjandi er mánaðarlegt yfirlit sértryggðra skuldabréfa.
Ferðamenn við Strokk
5. nóv. 2024
Ágætur þriðji fjórðungur í ferðaþjónustu
Ferðamönnum fjölgaði um tæplega prósent á þriðja ársfjórðungi, stærsta ferðaþjónustutímabili ársins, frá fyrra ári. Gistinóttum ferðamanna fækkaði hins vegar um tæpt prósent, en kortavelta á föstu verðlagi jókst um 2% á milli ára.
Fjölbýlishús
4. nóv. 2024
Þörf á íbúðum og ágætis uppbygging í kortunum 
Íbúðafjárfesting hefur færst í aukana, starfsfólki fjölgar sífellt í byggingarstarfsemi, velta í greininni hefur aukist síðustu árin og innflutningur á byggingarefni er í hæstu hæðum. Íbúðauppbygging virðist nokkuð kröftug, enda er þörfin brýn - kjarnafjölskyldum hefur fjölgað mun hraðar en íbúðum síðustu ár. 
Flutningaskip við Vestmannaeyjar
4. nóv. 2024
Vikubyrjun 4. nóvember 2024
Verðbólga lækkaði úr 5,4% niður í 5,1% í október, í samræmi við væntingar. Samhliða birtingu VNV tilkynnti Hagstofan að fyrirhugað kílómetragjald yrði tekið inn í vísitöluna. Í þessari viku birtir Vinnumálastofnum skráð atvinnuleysi í október, kosið verður um nýjan forseta í Bandaríkjunum, Seðlabanki Bandaríkjanna og Englandsbanki tilkynna um vaxtaákvarðanir og uppgjörstímabilið í Kauphöllinni er áfram í fullum gangi.
1. nóv. 2024
Fréttabréf Greiningardeildar 1. nóvember 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur