Spáum óbreyttum stýrivöxtum

Síðasta vaxtaákvörðun nefndarinnar var 3. febrúar og var stýrivöxtum þá haldið óbreyttum. Samhliða ákvörðuninni kom út eintak af Peningamálum með uppfærðri verðbólgu- og þjóðhagsspá. Í Peningamálum spáði Seðlabankinn að verðbólga yrði 3,9% á fyrsta fjórðungi ársins. Verðbólgan var 4,3% í janúar og 4,1% í febrúar. Verðbólguspá okkar fyrir marsmánuð gerir ráð fyrir 0,45% hækkun verðlags milli mánaða. Ef það gengur eftir verður ársverðbólgan í mars 4,3% og meðalverðbólga á fyrsta ársfjórðungi yrði 4,2%. Til þess að verðbólguspá Seðlabankans gangi eftir þarf verðlag að lækka um 0,5% milli febrúar og mars, en við teljum afar ólíklegt að það muni gerast. Verðbólga verður því að öllum líkindum meiri en Seðlabankinn spáði.
Lesa Hagsjána í heild









