Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Hag­sjá: Skráð at­vinnu­leysi virð­ist hafa náð há­marki – lækk­un í júní

Þátttaka útlendinga á vinnumarkaði hér á landi er orðin svo mikil og langvarandi að stór hluti þeirra nær að vinna sér inn sama rétt á vinnumarkaði og innlendir starfsmenn, t.d. til atvinnuleysisbóta. Það kemur því ekki á óvart að töluverður hluti atvinnulausra sé af erlendu bergi brotinn. Hlutfall erlendra starfsmanna af atvinnulausum hefur farið stöðugt vaxandi og er nú í kringum 35%.
6. ágúst 2019

Samantekt

Samkvæmt nýjustu tölum Vinnumálastofnunar minnkaði skráð atvinnuleysi milli maí og júní, úr 3,6% í 3,4%. Skráð atvinnuleysi jókst nokkuð fyrstu mánuði ársins og fór hæst í maí þegar það mældist 3,7% og hefur síðan minnkað tvo mánuði í röð.

Atvinnuleysi jókst meira á Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu á þessum tíma en á landinu öllu, en minnkaði svo aftur allsstaðar í júní. Staðan var óneitanlega frekar dökk í lok mars þegar WOW air varð gjaldþrota. Nú lítur hins vegar út fyrir að mikil neikvæð áhrif á atvinnustig, sérstaklega í ferðaþjónustu og á Suðurnesjum, hafi ekki orðið eins mikil og langvarandi og óttast var í lok vetrar.

Atvinnuleysi er enn mest á Suðurnesjum. Sé litið á meðalatvinnuleysi síðustu 12 mánaða skera Suðurnes sig nokkuð úr, bæði hvað karla og konur varðar. Skráð atvinnuleysi kvenna hefur verið nokkuð meira á Suðurnesjum en hjá körlum. Atvinnuleysi hefur verið næst mest á höfuðborgarsvæðinu, í kringum 3% hjá báðum kynjum, og þar næst á Norðurlandi eystra, í kringum 2,5% hjá báðum kynjum. Athygli vekur að atvinnuleysi hefur verið mun meira hjá konum en körlum á Austurlandi og Suðurlandi. Eins og verið hefur í langan tíma er atvinnuleysi minnst á Norðurlandi vestra.

Á síðustu árum hefur skráð atvinnuleysi kvenna jafnan verið meira en hjá körlum, en sá munur hefur minnkað mikið á síðustu mánuðum. Þannig munaði bara 0,1 prósentustigi á atvinnuleysi karla og kvenna í mars og nú í júní var atvinnuleysi karla 3,3% og 3,6% meðal kvenna.

Langtímaatvinnuleysi hefur minnkað stöðugt frá árunum 2012-2013 þegar það var mest. Á þeim tíma hafði allt að 40% atvinnulausra verið án vinnu í eitt ár eða lengur. Á síðustu mánuðum hefur innan við 20% atvinnulausra verið án vinnu í ár eða lengur. Töluverðar sveiflur eru í þessum hlutföllum innan ársins, en nú í júní höfðu að meðaltali 19% atvinnulausra verið án atvinnu í ár eða lengur á síðustu 12 mánuðum.

Þátttaka erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði hefur aukist mikið á síðustu árum. Að ýmsu leyti má segja að útlendingar séu eins konar jaðarvinnuafl, þeir koma sterkt inn þegar mikið er til af lausum störfum og eru oft fyrstir út þegar störfum fækkar. Þátttaka útlendinga er hins vegar orðin svo mikil og langvarandi að stór hluti þeirra nær að vinna sér inn sama rétt á vinnumarkaði og innlendir starfsmenn, t.d. til atvinnuleysisbóta. Það kemur því ekki á óvart miðað við stöðu erlends starfsfólks á vinnumarkaði að töluverður hluti atvinnulausra sé af erlendu bergi brotinn. Hlutfall erlendra starfsmanna af atvinnulausum hefur farið stöðugt vaxandi og er nú í kringum 35%.

Eins og áður segir lítur staðan varðandi atvinnustig skár út en við mátti búast. Töluverð óvissa ríkir hins vegar um stöðu hagkerfisins og þróunar næstu ára, t.d. eru mismunandi skoðanir á því hvort samdráttur verði í landsframleiðslu á þessu ári eða ekki. Atvinnustigið mun auðvitað taka mikið mið af því hvert hagkerfið stefnir á næstu misserum.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Skráð atvinnuleysi virðist hafa náð hámarki – lækkun í júní (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
11. des. 2025
Spáum 3,9% verðbólgu í desember
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,56% á milli mánaða í desember. Gangi spáin eftir mun verðbólga hækka úr 3,7% í 3,9% í desember. Flugfargjöld til útlanda, reiknuð húsaleiga og lok tilboðsdaga í nóvember verða til hækkunar en bensínverð til lækkunar. Við gerum ráð fyrir að verðbólga verði á bilinu 3,9% til 4,0% næstu mánuði.
8. des. 2025
Vikubyrjun 8. desember 2025
Talsvert minni afgangur mældist af viðskiptum við útlönd á þriðja ársfjórðungi þessa árs en þess síðasta. Í síðustu viku gaf Seðlabankinn út yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar og fundargerð peningastefnunefndar. Í þessari viku verða birtar ferðamannatölur og skráð atvinnuleysi fyrir nóvembermánuð.
1. des. 2025
Mánaðamót 1. desember 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
1. des. 2025
Vikubyrjun 1. desember 2025
Óhætt er að segja að verðbólgumælingin í síðustu viku hafi komið á óvart. Verðbólga mældist 3,7% í nóvember og hefur ekki mælst minni í fimm ár. Hagstofan áætlar að landsframleiðsla hafi aukist um 1,2% á þriðja ársfjórðungi. Gistinóttum fjölgaði alls um 1,8% á milli ára í október.
Flutningaskip
28. nóv. 2025
1,2% hagvöxtur á þriðja fjórðungi
Landsframleiðsla jókst um 1,2% á þriðja ársfjórðungi og um 1,5% á fyrstu níu mánuðum ársins. Hagvöxtur á þriðja ársfjórðungi var drifinn áfram af innlendri eftirspurn og þjóðarútgjöld jukust um heil 4,7%. Áfram er kraftur í einkaneyslu og fjárfestingu, en auknar birgðir hafa einnig sitt að segja. Innflutningur vegur þungt á móti og framlag utanríkisviðskipta er neikvætt, líkt og á síðustu fjórðungum.
Epli
27. nóv. 2025
Verðbólga ekki minni í fimm ár
Verðbólga hjaðnaði úr 4,3% í 3,7% í nóvember og hefur ekki verið minni frá því í desember 2020. Áhrif af afsláttardögum í nóvember komu mun skýrar fram í mælingu Hagstofunnar nú en síðustu ár og flugfargjöld til útlanda lækkuðu mun meira en við bjuggumst við.
Byggingakrani
24. nóv. 2025
Vikubyrjun 24. nóvember 2025
Seðlabankinn lækkaði vexti í síðustu viku með það fyrir augum að stemma stigu við því aukna peningalega aðhaldi sem hefur hlotist af breyttu lánaframboði í kjölfar vaxtadómsins. Auk þess spáir Seðlabankinn nú auknum slaka í hagkerfinu, minni hagvexti og minni verðbólgu en í síðustu spá. Hagstofan birtir verðbólgumælingu nóvembermánaðar á fimmtudaginn og þjóðhagsreikninga fyrir þriðja ársfjórðung á föstudaginn.
Ferðamenn
21. nóv. 2025
Ferðamenn mun fleiri á þessu ári en því síðasta – en fækkaði í október
Brottfarir erlendra ferðamanna frá Keflavíkurflugvelli voru 6,2% færri í október en í sama mánuði í fyrra og erlend kortavelta dróst þó nokkuð saman. Líklega hefur fall Play sett mark sitt á mánuðinn. Ef horft er yfir árið í heild hefur gangurinn í ferðaþjónustu verið mun meiri á þessu ári en því síðasta.
Seðlabanki
17. nóv. 2025
Vikubyrjun 17. nóvember 2025
Skráð atvinnuleysi var 3,9% í október, 0,5 prósentustigum meira en í sama mánuði í fyrra. Brottförum erlendra ferðamanna um Keflavíkurflugvöll fækkaði um 6,2% í október en utanlandsferðum Íslendinga fjölgaði um 3%. Peningastefnunefnd kemur saman á miðvikudaginn og við búumst við að stýrivöxtum verði haldið óbreyttum.
Seðlabanki Íslands
14. nóv. 2025
Spáum óbreyttum vöxtum þrátt fyrir sviptingar í efnahagslífinu
Við spáum því að peningastefnunefnd haldi stýrivöxtum óbreyttum í næstu viku. Verðbólga jókst umfram væntingar í október og verðbólgumælingin bar þess merki að undirliggjandi verðþrýstingur hefði aukist. Í ljósi breytts lánaframboðs og óviðbúinna áfalla í útflutningsgeirunum má líkast til búast við mildari tón frá peningastefnunefnd.