Hag­sjá: Sam­neysla og op­in­ber­ar fjár­fest­ing­ar juk­ust mik­ið í fyrra

Sé litið á þróun tveggja síðustu ára sést að aukning fjárfestingar hjá sveitarfélögunum var mun meiri en hjá ríkissjóði og á það einkum við um árið 2017 þegar fjárfesting sveitarfélaganna jókst um 27,5%. Fjárfesting sveitarfélaganna hefur aukist um 47% frá árinu 2010 á meðan fjárfestingar ríkissjóðs hafa aukist svipað, eða um 47%.
20. mars 2018

Samantekt

Samkvæmt tölum Hagstofunnar jókst samneysla um 2,6% að raungildi milli áranna 2016 og 2017. Samneyslan hafði áður aukist um 2,3% árið 2016 og 1,0% árið 2015. Eftir að samneysla hafði dregist saman í fjögur ár samfellt á árunum 2009–2012 jókst hún frekar hægt á árunum 2013–2015, en nú mælist vöxtur nær sögulegu meðaltali. Samneysla hefur aukist um 3% að meðaltali á ári frá árinu 1980 en um 2,3% á ári frá 1990.

Hlutur samneyslu af landsframleiðslu var 23,3% í fyrra samanborið við 22,8% árið 2016. Á síðustu tuttugu árum hefur hlutfall samneyslu af landsframleiðslu verið 23,5% að meðaltali þannig að samneysla í fyrra var nálægt sögulegu meðaltali sé miðað við landsframleiðslu.

Fjárfesting hins opinbera jókst um 23,4% á árinu 2017 borið saman við 0,1% samdrátt árið 2016. Opinber fjárfesting var 3,2% af landsframleiðslu á árinu 2017 sem er töluvert fyrir neðan meðaltal síðustu 20 ára sem var 3,9%. Frá árinu 2010 hefur fjárfesting hins opinbera aukist um 19,4% á föstu verðlagi en hún lækkaði verulega í kjölfar hrunsins.

Breytingar á fjárfestingu ríkissjóðs hafa verið jákvæðar allt frá árinu 2013. Breytingar á fjárfestingu sveitarfélaga hafa verið jákvæðar frá árinu 2012 að frátöldu árinu 2015.  Sé litið á þróun tveggja síðustu ára sést að aukningin hjá sveitarfélögunum er mun meiri en hjá ríkissjóði og á það einkum við um árið 2017 þegar fjárfesting sveitarfélaganna jókst um 27,5%. Fjárfesting sveitarfélaganna hefur aukist um 47% frá árinu 2010 á meðan fjárfestingar ríkissjóðs hafa aukist svipað, eða um 47%. Það er engin nýlunda að fjárfestingar sveitarfélaga séu miklar á síðasta ári kjörtímabils, en það gildir einmitt um árið 2017.

Sé litið á undirflokka fjárfestingar má sjá að á milli áranna 2016 og 2017  var aukningin sérstaklega mikil í vegum og brúm, eða um 72% að raungildi milli ára. Frá árinu 2010 hefur aukning í framkvæmdum við götur og holræsi verið mest, eða um 60% og næstmest í byggingum, eða um 30%.

Á síðustu áratugum hafa sveitarfélögin tekið á sig sífellt fleiri málaflokka á vettvangi hins opinbera og má þar nefna grunnskólakerfið sem dæmi. Þetta má glöggt sjá þegar litið er á innbyrðis skiptingu samneyslu sem fer í gegnum ríkissjóð annars vegar og sveitarfélögin hins vegar. Frá árinu 1998 fram til ársins 2007 minnkaði sá hluti samneyslunnar sem fór beint í gegnum ríkissjóð úr 55% niður í 49% og hlutur sveitarfélaganna jókst samsvarandi úr 34% í 40%. Að jafnaði er um 11% samneysluútgjalda flokkuð undir almannatryggingar og skiptast því ekki niður á ríkissjóð og sveitarfélög.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Samneysla og opinberar fjárfestingar jukust mikið í fyrra (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
Fataverslun
10. júlí 2024
Spáum að verðbólga aukist lítillega og verði 5,9% í júlí 
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,15% á milli mánaða í júlí og að verðbólga aukist úr 5,8% í 5,9%. Við gerum ráð fyrir að júlímánuður verði nokkuð dæmigerður þar sem sumarútsölur verða til lækkunar á vísitölunni en flugfargjöld til útlanda til hækkunar. Við spáum nokkurn veginn óbreyttri verðbólgu í ágúst og september, en að verðbólga hjaðni í 5,4% í október. 
8. júlí 2024
Vikubyrjun 8. júlí 2024
Hátt vaxtastig hefur hvatt til sparnaðar og hægt á eftirspurn í hagkerfinu. Innlán heimila voru 20% meiri í maí síðastliðnum en í maí í fyrra, samkvæmt nýbirtum Hagvísum Seðlabanka Íslands. Óbundin innlán hafa aukist langmest.
1. júlí 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 1. júlí 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Litríkir bolir á fataslá
1. júlí 2024
Vikubyrjun 1. júlí 2024
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,48% í júní. Verðbólga mældist því 5,8% og lækkaði úr 6,2%. Velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum í mars og apríl dróst saman um 4,6% að raunvirði og launavísitalan hækkaði um 0,2% í maí, samkvæmt tölum sem Hagstofan birti í síðustu viku.
Flugvél á flugvelli
27. júní 2024
Verðbólga í takt við væntingar – lækkar í 5,8%
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,48% á milli mánaða í júní og við það lækkaði ársverðbólga úr 6,2% í 5,8%. Reiknuð húsaleiga, hækkandi flugfargjöld til útlanda og verðhækkun á hótelgistingu höfðu mest áhrif til hækkunar á vísitölunni. Á móti lækkaði verð á fötum og skóm, húsgögnum og heimilisbúnaði og ökutækjum á milli mánaða í júní.
25. júní 2024
Velta í hagkerfinu minnkar á milli ára
Velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum dróst saman um 4,6% að raunvirði í mars og apríl og um 2% í janúar og febrúar samkvæmt nýbirtum gögnum Hagstofunnar. Þróunin er ólík eftir útflutningsgreinum. Ferðaþjónusta eykst lítillega á milli ára, velta í sjávarútvegi og álframleiðslu minnkar en velta í lyfjaframleiðslu eykst til muna.
Bílar
25. júní 2024
Merki um lítilsháttar kólnun á vinnumarkaði
Atvinnuleysi er nú aðeins meira en á sama tíma í fyrra og laun hækka minna. Nýbirt launavísitala sýnir 0,2% hækkun á milli mánaða í maí og hafa laun nú hækkað um 6,7% á síðustu tólf mánuðum. Allar líkur eru á að á þessu ári hækki laun mun minna en á síðasta ári, enda hafa nýir kjarasamningar minni hækkanir í för með sér en þeir síðustu.
Paprika
24. júní 2024
Vikubyrjun 24. júní 2024
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4% í maí og vísitala leiguverðs um 3,2% samkvæmt gögnum sem bárust í síðustu viku. Englandsbanki hélt vöxtum óbreyttum á meðan svissneski seðlabankinn lækkaði vexti um 0,25 prósentustig. Eftirtektarverðasta innlenda hagtalan sem birtist í þessari viku er eflaust vísitala neysluverðs sem Hagstofan birtir á fimmtudaginn.
Fjölbýlishús
19. júní 2024
Vísitala íbúðaverðs á hraðri uppleið
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4% á milli mánaða í maí. Nafnverð íbúða er 8,4% hærra en á sama tíma í fyrra og raunverð íbúða er 4% hærra. Undirritaðir kaupsamningar um íbúðir á höfuðborgarsvæðinu voru 150% fleiri í maí á þessu ári en í maí í fyrra.  
Krani með stiga
18. júní 2024
Vikubyrjun 18. júní 2024
Í síðustu viku fengum við tölur um atvinnuleysi, fjölda ferðamanna og greiðslukortaveltu hér á landi í maí. Seðlabanki Bandaríkjanna hélt vöxtum óbreyttum. Síðar í dag birtir HMS vísitölu íbúðaverðs.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur