Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Hag­sjá: Rík­is­reikn­ing­ur 2018 - sterk staða en breytt­ir tím­ar framund­an

Heildarskuldir ríkissjóðs eins og þær birtast í efnahagsreikningi voru um síðustu áramót um 1.610 ma. kr., og höfðu lækkað um 3% milli ára að nafnvirði. Lækkun skulda kemur að mestu leyti til vegna lækkunar langtímaskulda um u.þ.b. 6% milli ára. Ófjármagnaðar lífeyrisskuldbindingar voru 647 ma. kr. og jukust um 4,5% milli 2017 og 2018.
3. júlí 2019

Samantekt

Fjársýsla ríkisins birti nýlega ríkisreikning fyrir árið 2018 og er hann í annað sinn í samræmi við ný lög um opinber fjármál sem byggja meðal annars á alþjóðlegum reikningsskilastöðlum fyrir opinbera aðila.

Heildarskuldir ríkissjóðs eins og þær birtast í efnahagsreikningi voru um síðustu áramót um 1.610 ma. kr., og höfðu lækkað um 3% milli ára að nafnvirði. Lækkun skulda kemur að mestu leyti til vegna lækkunar langtímaskulda um u.þ.b. 6% milli ára. Skammtímaskuldir lækkuðu reyndar meira á árinu, en þar er um mun lægri upphæð að ræða. Ófjármagnaðar lífeyrisskuldbindingar voru 647 ma. kr. og jukust um 4,5% sem er meira en var 2017, þá hækkuðu þær um 1,3%. Lífeyrisskuldbindingar hækkuðu um rúm 20% milli áranna 2015 og 2016 og um 17% árið þar á undan.

Samkvæmt ríkisreikningi var rekstrarafkoman 2018 jákvæð um 84 ma. kr. samanborið við 39 ma. kr. árið áður. Sé niðurstaða ársins metin á sama grunni og fjárlög  var niðurstaðan jákvæð um 38 ma. kr. sem er 5 ma. kr. meira en fjárlög gerðu ráð fyrir. Útgjöld ríkisins hafa aukist nokkuð hratt á síðustu árum í takt við auknar tekjur og bætta stöðu ríkissjóðs. Afleiðingar versnandi stöðu í hagkerfinu tóku að koma fram í rekstri ríkissjóðs á seinni hluta ársins 2018 og er því stefnt að því að draga úr útgjaldavexti ríkisins.

Tekjur ríkissjóðs án fjármunatekna og afkomu af hlutdeildarfélögum og samrekstri námu 828 mö. kr. á árinu 2018 miðað við 783 ma. kr. árið áður, sem nemur 5,7% aukning. Skatttekjur eru yfirgnæfandi hluti af tekjum ríkisins. Tekjur af virðisaukaskatti vógu þyngst og námu 237 mö. kr., eða um 35% af tekjum. Skattar á tekjur og hagnað einstaklinga voru um 189 ma. kr., eða 29% af heildartekjum.

Á árinu 2018 námu gjöld ríkissjóðs að frádregnum fjármagnsgjöldum 828 mö. kr. samanborðið við 752 ma. kr árið áður, sem er um 10% aukning. Rekstrartilfærslur vógu þyngst og voru 303 ma. kr. Starfsmannakostnaður nam 252 mö. kr. þar sem laun og launatengd gjöld námu 209 mö. kr. og gjaldfærðar lífeyrisskuldbindingar 42,0 mö. kr.

Útgjöld til málefnasviða að frádregnum rekstrartekjum voru um 822 ma. kr. á árinu 2018 samanborið við 763 ma. kr. 2017. Aukningin var því 7,7%. Fjármagnskostnaður, ábyrgðir og lífeyrisskuldbindingar var langstærsti einstaki útgjaldaliðurinn en af eiginlegum útgjaldasviðum fór mest til sjúkrahúsaþjónustu, um 83 ma. kr. Næst stærsti útgjaldaliðurinn var málefni aldraðra, 74 ma. kr. Heilbrigðistengdu liðirnir sjúkrahúsaþjónusta, heilbrigðisþjónusta utan sjúkrahúsa og hjúkrunar- og endurhæfingarþjónusta nám samtals um 171 ma. kr., eða um 21% af útgjöldum ríkissjóðs.

Eins og áður segir nam starfsmannakostnaður A-hluta ríkissjóðs 252 mö. kr. á árinu 2018. Meðalfjöldi starfsmanna á árinu var um 17.600. Það þýðir að heildarkostnaður pr. starfsmann á mánuði var að meðaltali um 1.195 þús. kr. Sé þessi kostnaður borinn saman við tvo banka í eigu ríkisins kemur í ljós að kostnaðurinn við hvern starfsmann Íslandsbanka var næstum sá sami og hjá A-hluta ríkissjóðs og kostnaður pr. starfsmann Landsbankans var eilítið hærri. Munurinn er þó ekki mikill.

Ríkisreikningur 2018 er væntanlega sá síðasti í bráð sem sýnir styrka stöðu ríkissjóðs og verulega árlega útgjaldaaukningu í takt við mikla aukningu tekna. Eins og fjármála- og efnahagsráðherra segir í inngangi reikningsins mun sú jákvæða afkoma ríkisins sem við höfum séð á síðustu árum lækka á næstu árum  í takt við minni hagvöxt.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Ríkisreikningur 2018 - sterk staða en breyttir tímar framundan (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
Fólk við Geysi
15. sept. 2025
Vikubyrjun 15. september 2025
Ferðamönnum hélt áfram að fjölga af krafti í ágúst og Íslendingar slógu enn eitt metið í fjölda utanlandsferða. Atvinnuleysi hélst óbreytt á milli mánaða í 3,4% og er lítillega meira en á sama tíma í fyrra. Í þessari viku birtir HMS nýjustu gögn um íbúðamarkað og við fylgjumst með vaxtaákvörðunum í Bandaríkjunum og Bretlandi.
Bakarí
11. sept. 2025
Spáum 4,1% verðbólgu í september
Við spáum því að verðbólga aukist í september og mælist 4,1%. Aukin verðbólga skýrist aðallega af því að í september í fyrra voru máltíðir í grunnskólum gerðar ókeypis og lækkunaráhrifin af því detta nú út úr ársverðbólgunni. Verðhækkun á mjólkurafurðum leiðir til meiri hækkunar á matvöruverði en síðustu mánuði. Ró yfir húsnæðismarkaðnum heldur aftur af hækkunum á reiknaðri húsaleigu en útsölulok hafa áhrif til hækkunar í mánuðinum, gangi spáin eftir.
8. sept. 2025
Vikubyrjun 8. september 2025
Í þessari viku ber hæst  útgáfu á tölum um fjölda ferðamanna í ágúst og skráð atvinnuleysi. Í síðustu viku birti Seðlabankinn fundargerð peningastefnunefndar þar sem fram kom að allir nefndarmenn hefðu verið sammála um að halda vöxtum óbreyttum í ágúst. Þá birti Seðlabankinn einnig tölur um greiðslujöfnuð við útlönd sem gáfu til kynna mun meiri halla á viðskiptum við útlönd á öðrum fjórðungi þessa árs en þess síðasta.
1. sept. 2025
Mánaðamót 1. september 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
1. sept. 2025
Vikubyrjun 1. september 2025
Verðbólga hjaðnaði óvænt úr 4,0% í 3,8% í ágúst. Hagstofan áætlar að hagkerfið hafi dregist saman um 1,9% á öðrum ársfjórðungi. Gistinóttum fjölgaði alls um 16,5% á milli ára í júlí. Í vikunni birtir Seðlabankinn viðskiptajöfnuð við útlönd og fundargerð peningastefnunefndar.
Flugvél
28. ágúst 2025
Verðbólga hjaðnar þvert á væntingar
Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,15% á milli mánaða í ágúst og verðbólga hjaðnaði úr 4,0% í 3,8%. Hjöðnun á milli mánaða kemur ánægjulega á óvart en við spáðum 0,07% hækkun á vísitölunni og óbreyttri verðbólgu. Við gerum nú ráð fyrir að verðbólga verði 3,8% í árslok, að stærstum hluta vegna lægri mælingar nú en við spáðum áður.
Seðlabanki Íslands
25. ágúst 2025
Vikubyrjun 25. ágúst 2025
Seðlabanki Íslands hélt stýrivöxtum óbreyttum í 7,50% í síðustu viku og allir nefndarmenn studdu ákvörðunina. Vísitala íbúðaverðs hefur hækkað um 4,2% á síðasta árinu, en í janúar var árshækkunin 10,4%. Í vikunni birtir Hagstofan verðbólgutölur fyrir ágústmánuð og þjóðhagsreikninga fyrir annan ársfjórðung.
Hús í Reykjavík
22. ágúst 2025
Íbúðamarkaður í betra jafnvægi þótt nýjar íbúðir seljist hægt
Á síðustu misserum hefur dregið töluvert úr verðhækkunum á íbúðamarkaði. Vísitala íbúðaverðs hefur hækkað um 4,2% á síðustu 12 mánuðum, aðeins örlítið umfram almennt verðlag, og ársbreytingin hefur ekki verið minni frá því í byrjun árs 2024. Þótt kaupsamningar hafi verið færri á fyrstu sjö mánuðum þessa árs en á sama tíma í fyrra er enn talsverð velta á markaðnum.
Fólk við Geysi
19. ágúst 2025
Útflutningur í sókn en innflutningur líka
Vöruútflutningur frá Íslandi hefur aukist frá því í fyrra en samt hefur vöruskiptahalli aldrei verið meiri en nú. Þetta skýrist af stórauknum vöruinnflutningi, einkum á tölvubúnaði í tengslum við uppbyggingu gagnavera. Ferðaþjónustan hefur skilað auknum tekjum í ár en á móti hefur utanlandsferðum Íslendinga fjölgað og uppsafnaður kortaveltujöfnuður við útlönd var enn neikvæður í lok júlí.
Frosnir ávextir og grænmeti
18. ágúst 2025
Vikubyrjun 18. ágúst 2025
Við búumst við að peningastefnunefnd Seðlabankans haldi stýrivöxtum óbreyttum á miðvikudag. Auk vaxtaákvörðunarinnar fáum við vísitölu íbúðaverðs í vikunni og nokkur uppgjör. Metfjöldi erlendra ferðamanna fór frá landinu í júlí, atvinnuleysi var óbreytt á milli mánaða og áfram var nokkur kraftur í greiðslukortaveltu heimila.