Hag­sjá: Nið­ur­stöð­ur um líf­tíma kjara­samn­inga á næsta leiti

Í raun virðist eina spurningin sem forsendunefnd þarf að svara varðandi afdrif samninga nú í lok mánaðarins snúa að launaþróun annarra hópa og því hvort kjarasamningur ASÍ og SA hafi verið stefnumarkandi.
19. febrúar 2018

Samantekt

Nú styttist í að ákvarðanir verði teknar um uppsögn eða framlengingu kjarasamninga á almenna markaðnum. Ákvörðun um uppsögn þarf að hafa komið fram fyrir kl. 16.00 þann 28. febrúar nk.

Forsendunefnd ASÍ og SA skoðaði þrjú atriði við mat sitt í fyrra; fjármögnun stjórnvalda á stofnframlögum til almennra íbúða, hvort launastefna samningsins hafi verið stefnumarkandi og hvort kaupmáttur hafi aukist á samningstímanum. Niðurstaða nefndarinnar var að tvær af þremur forsendum hefðu staðist en ein ekki. Forsendan sem ekki stóðst snerist um launaþróun annarra hópa sem var talin hafa farið fram úr stefnumörkun samningsins.

Ekkert var minnst á úrskurði Kjararáðs í niðurstöðum forsendunefndar, en aðeins var komið inn á þá í yfirlýsingu samninganefndar aðildarsamtaka ASÍ og framkvæmdastjórnar SA sem send var út samhliða ákvörðuninni. Í yfirlýsingunni kom einnig fram sú afstaða að forsenda þess að hægt væri að halda áfram með vinnu um mótun nýs samningalíkans fyrir vinnumarkaðinn væri að launum kjörinna fulltrúa og æðstu embættismanna yrði breytt frá ákvörðun Kjararáðs á árinu 2016. Alþingi gerði í kjölfarið einhverjar breytingar á starfstengdum kjörum alþingismanna, en að öðru leyti hafa allir úrskurðir Kjararáðs staðið.

Í raun má segja að ASÍ og SA hafi frestað ákvörðun um eitt ár til þess að geta séð hver yrði niðurstaða annarra hópa fram til næstu ákvörðunar. Skemmst er frá því að segja að það sem eftir lifði ársins 2017 gerðist óvenju lítið hvað kjarasamningagerð varðar. Af stórum hópum gerðu sjómenn kjarasamning að afloknu löngu verkfalli, en annar stór hópur, BHM, náði ekki að ljúka samningum á árinu, og hluti þess hóps lauk samningsgerð í febrúar 2018.

Í raun virðist eina spurningin sem forsendunefnd þarf að svara varðandi afdrif samninga nú í lok mánaðarins snúa að launaþróun annarra hópa og því hvort kjarasamningur ASÍ og SA hafi verið stefnumarkandi. Kaupmáttarþróun hefur haldið áfram að vera jákvæð, þótt aukning kaupmáttar sé nú hægari en var á síðustu árum.

Fátt bendir til þess að þeir samningar sem gerðir hafa verið frá lokum febrúar í fyrra hafi haft verulega truflandi áhrif á vinnumarkaðinn. Þá standa eftir úrskurðir Kjararáðs og þeir samningar sem voru gerðir áður en síðasta ákvörðun var tekin. Kröfum ASÍ og SA um að ákvörðunum Kjararáðs yrði breytt var einungis svarað af óverulegu leyti og samkvæmt niðurstöðu starfshóps um Kjararáð sem skilaði skýrslu í lok síðustu viku verður það ekki gert. Bæði ASÍ og SA hafa lýst ánægju með þær breytingar sem lagðar eru til á fyrirkomulagi við launaákvarðanir hjá kjörnum fulltrúum, dómurum og æðstu embættismönnum. Það viðhorf ætti að auka líkur á að samningum verði ekki sagt upp.

Samkvæmt núgildandi samningum eiga laun almennt að hækka um 3% þann 1. maí nk. Sú launahækkun kemur ekki til framkvæmda ef samningum verður sagt upp nú um mánaðamótin. Ekki verður í fljótu bragði séð að auðveldlega muni ganga að sækja meiri launahækkanir í nánustu framtíð. Að öllu þessu sögðu hlýtur að teljast ólíklegt að kjarasamningum verði sagt upp nú í lok mánaðar. Hugsanlegt er að endurskoðun og viðræður aðila, t.d. viðræður ASÍ við stjórnvöld, skili einhverjum viðbótum við gildandi samninga eða breytingum á sköttum og/eða bótum. Það verður því að teljast hæpið að samningsaðilar vilji raska þeim stöðugleika sem ríkt hefur á síðustu árum.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Niðurstöður um líftíma kjarasamninga á næsta leiti (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
Byggingakrani og fjölbýlishús
25. sept. 2023
Vikubyrjun 25. september 2023
Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,7% milli mánaða í ágúst, samkvæmt gögnum sem HMS birti í síðustu viku. Vísitalan lækkaði þó nokkuð í júní og júlí og hækkunin kom því nokkuð á óvart. Í næstu viku ber hæst birting Hagstofunnar á vísitölu neysluverðs á fimmtudag.
Fasteignir
20. sept. 2023
Vísitala íbúðaverðs hækkar lítillega og verðbólguspáin með
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 0,7% milli mánaða í ágúst. Árshækkun vísitölunnar fór úr 0,8% í 2,0%. Undirritaðir kaupsamningar á höfuðborgarsvæðinu voru 9,6% færri í júlí en í sama mánuði í fyrra. Vísitalan er hærri en við gerðum ráð fyrir við gerð verðbólguspár fyrir septembermánuð og því færum við hana upp og spáum 7,8% ársverðbólgu í stað 7,7%.
Flugvöllur, Leifsstöð
18. sept. 2023
Aukinn þjónustuútflutningur skýrist allur af vexti ferðaþjónustu
Um 282 þúsund erlendir ferðamenn fóru um Keflavíkurflugvöll í ágúst. Ef sumarmánuðirnir eru teknir saman hafa aðeins einu sinni komið fleiri ferðamenn að sumri, árið 2018. Samkvæmt nýjustu þjóðhagsreikningum Hagstofunnar jókst þjónustuútflutningur á fyrstu tveimur fjórðungum ársins um 21%, og má rekja allan þann vöxt til ferðaþjónustunnar.
Hverasvæði
18. sept. 2023
Vikubyrjun 18. september 2023
Í síðustu viku komu tölur um brottfarir frá Leifsstöð, skráð atvinnuleysi og veltu greiðslukorta. Í þessari viku ber hæst vísitala íbúðaverðs, sem kemur á þriðjudag, og yfirlýsing fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands, sem gefin verður út á miðvikudaginn.
Símagreiðsla
15. sept. 2023
Frekari merki um hægari takt
Nýjar kortaveltutölur bera með sér frekari vísbendingar um að verulega sé að hægja á innlendri eftirspurn. Heildarkortavelta íslenskra heimila dróst saman um 3,4% milli ára í ágúst. Kortavelta Íslendinga innanlands var 4,3% minni en í ágúst í fyrra á föstu verðlagi og hefur nú dregist saman sex mánuði í röð. Erlendis jókst kortavelta Íslendinga um 0,7% á milli ára og kortaveltujöfnuður er jákvæður um 19,2 milljarða.
Flugvél
14. sept. 2023
Spáum 7,7% verðbólgu í september
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,07% milli mánaða í september og að ársverðbólga standi í stað og verði áfram 7,7%. Útsölulok hafa aftur mest áhrif til hækkunar milli mánaða í september samkvæmt spánni. Það sem helst dregur spána niður er árstíðabundin lækkun á flugfargjöldum til útlanda. Við gerum ráð fyrir að verðbólga lækki áfram næstu mánuði og verði 6,6% í desember.
Foss
11. sept. 2023
Vikubyrjun 11. september 2023
Í síðustu viku birti Seðlabankinn fundargerð peningastefnunefndar. Samkvæmt henni greiddi einn nefndarmaður atkvæði gegn tillögu seðlabankastjóra um að hækka vexti um 0,50 prósentustig á síðasta fundi nefndarinnar og hefði heldur kosið að hækka þá um 0,25 prósentustig. Í þessari viku berast gögn yfir fjölda brottfara um Leifsstöð, skráð atvinnuleysi og kortaveltu.
4. sept. 2023
Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf - ágúst 2023
Meðfylgjandi er mánaðarlegt yfirlit um sértryggð skuldabréf.
Bláa lónið
4. sept. 2023
Vikubyrjun 4. september 2023
Verðbólga jókst úr 7,6% í 7,7% samkvæmt ágústmælingu Hagstofunnar. Hagvöxtur mældist 4,5% á öðrum ársfjórðungi samkvæmt nýjum þjóðhagsreikningum sem Hagstofan birti í vikunni, en hagvöxtur á fyrsta ársfjórðungi mældist 7,1%. Minni vöxtur einkaneyslu skýrir að stórum hluta minni hagvöxt á öðrum ársfjórðungi.
Fataverslun
31. ágúst 2023
Hægir á hagvexti og einkaneysla á mann dregst saman
Hagvöxtur mældist 4,5% á öðrum ársfjórðungi, samkvæmt fyrsta mati Hagstofunnar. Eins og við var að búast benda tölurnar til þess að hægt hafi á hagkerfinu, en hagvöxtur mældist 7,1% á fyrsta ársfjórðungi. Vaxtahækkanir hafa tekið að tempra innlenda eftirspurn á sama tíma og hægt hefur á vexti kaupmáttar á síðustu misserum. Einkaneysla jókst örlítið en vegna hraðrar fólksfjölgunar dróst hún saman á mann.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur