Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Hag­sjá: Nið­ur­stöð­ur um líf­tíma kjara­samn­inga á næsta leiti

Í raun virðist eina spurningin sem forsendunefnd þarf að svara varðandi afdrif samninga nú í lok mánaðarins snúa að launaþróun annarra hópa og því hvort kjarasamningur ASÍ og SA hafi verið stefnumarkandi.
19. febrúar 2018

Samantekt

Nú styttist í að ákvarðanir verði teknar um uppsögn eða framlengingu kjarasamninga á almenna markaðnum. Ákvörðun um uppsögn þarf að hafa komið fram fyrir kl. 16.00 þann 28. febrúar nk.

Forsendunefnd ASÍ og SA skoðaði þrjú atriði við mat sitt í fyrra; fjármögnun stjórnvalda á stofnframlögum til almennra íbúða, hvort launastefna samningsins hafi verið stefnumarkandi og hvort kaupmáttur hafi aukist á samningstímanum. Niðurstaða nefndarinnar var að tvær af þremur forsendum hefðu staðist en ein ekki. Forsendan sem ekki stóðst snerist um launaþróun annarra hópa sem var talin hafa farið fram úr stefnumörkun samningsins.

Ekkert var minnst á úrskurði Kjararáðs í niðurstöðum forsendunefndar, en aðeins var komið inn á þá í yfirlýsingu samninganefndar aðildarsamtaka ASÍ og framkvæmdastjórnar SA sem send var út samhliða ákvörðuninni. Í yfirlýsingunni kom einnig fram sú afstaða að forsenda þess að hægt væri að halda áfram með vinnu um mótun nýs samningalíkans fyrir vinnumarkaðinn væri að launum kjörinna fulltrúa og æðstu embættismanna yrði breytt frá ákvörðun Kjararáðs á árinu 2016. Alþingi gerði í kjölfarið einhverjar breytingar á starfstengdum kjörum alþingismanna, en að öðru leyti hafa allir úrskurðir Kjararáðs staðið.

Í raun má segja að ASÍ og SA hafi frestað ákvörðun um eitt ár til þess að geta séð hver yrði niðurstaða annarra hópa fram til næstu ákvörðunar. Skemmst er frá því að segja að það sem eftir lifði ársins 2017 gerðist óvenju lítið hvað kjarasamningagerð varðar. Af stórum hópum gerðu sjómenn kjarasamning að afloknu löngu verkfalli, en annar stór hópur, BHM, náði ekki að ljúka samningum á árinu, og hluti þess hóps lauk samningsgerð í febrúar 2018.

Í raun virðist eina spurningin sem forsendunefnd þarf að svara varðandi afdrif samninga nú í lok mánaðarins snúa að launaþróun annarra hópa og því hvort kjarasamningur ASÍ og SA hafi verið stefnumarkandi. Kaupmáttarþróun hefur haldið áfram að vera jákvæð, þótt aukning kaupmáttar sé nú hægari en var á síðustu árum.

Fátt bendir til þess að þeir samningar sem gerðir hafa verið frá lokum febrúar í fyrra hafi haft verulega truflandi áhrif á vinnumarkaðinn. Þá standa eftir úrskurðir Kjararáðs og þeir samningar sem voru gerðir áður en síðasta ákvörðun var tekin. Kröfum ASÍ og SA um að ákvörðunum Kjararáðs yrði breytt var einungis svarað af óverulegu leyti og samkvæmt niðurstöðu starfshóps um Kjararáð sem skilaði skýrslu í lok síðustu viku verður það ekki gert. Bæði ASÍ og SA hafa lýst ánægju með þær breytingar sem lagðar eru til á fyrirkomulagi við launaákvarðanir hjá kjörnum fulltrúum, dómurum og æðstu embættismönnum. Það viðhorf ætti að auka líkur á að samningum verði ekki sagt upp.

Samkvæmt núgildandi samningum eiga laun almennt að hækka um 3% þann 1. maí nk. Sú launahækkun kemur ekki til framkvæmda ef samningum verður sagt upp nú um mánaðamótin. Ekki verður í fljótu bragði séð að auðveldlega muni ganga að sækja meiri launahækkanir í nánustu framtíð. Að öllu þessu sögðu hlýtur að teljast ólíklegt að kjarasamningum verði sagt upp nú í lok mánaðar. Hugsanlegt er að endurskoðun og viðræður aðila, t.d. viðræður ASÍ við stjórnvöld, skili einhverjum viðbótum við gildandi samninga eða breytingum á sköttum og/eða bótum. Það verður því að teljast hæpið að samningsaðilar vilji raska þeim stöðugleika sem ríkt hefur á síðustu árum.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Niðurstöður um líftíma kjarasamninga á næsta leiti (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
Flutningaskip við Vestmannaeyjar
7. maí 2025
Stór hluti íslensks vöruútflutnings til Bandaríkjanna undanþeginn tollum
Ætla má að um þriðjungur íslenskra vara sem fluttar eru frá Íslandi til Bandaríkjanna sé undanþeginn þeim tollum sem nú eru í gildi, til dæmis lyf og flestar lækningavörur. Óvissa um framvindu mála í alþjóðaviðskiptum getur samt ein og sér leitt til þess að fyrirtæki halda að sér höndum og ráðast síður í nýjar fjárfestingar. Á síðasta ári fór um 12% af vöruútflutningi Íslands til Bandaríkjanna.
Dollarar og Evrur
5. maí 2025
Vikubyrjun 5. maí 2025
Í apríl jókst verðbólga úr 3,8% í 4,2%, nokkuð umfram okkar spá um 4,0% verðbólgu. Velta samkvæmt VSK-skýrslum jókst á milli ára í flestum atvinnugreinum á fyrstu tveimur mánuðum ársins. Á fyrsta ársfjórðungi mældist hagvöxtur á evrusvæðinu en samdráttur í Bandaríkjunum. Í þessari viku er vaxtaákvörðun í Bandaríkjunum og einnig í Bretlandi.
2. maí 2025
Mánaðamót 2. maí 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Fasteignir
2. maí 2025
Leiguverð á hraðari uppleið en kaupverð undanfarið
Ör fólksfjölgun og hækkun húsnæðisverðs hefur aukið eftirspurn eftir leiguíbúðum. Stærstur hluti Airbnb-íbúða er nú leigður út af leigusölum með fleiri en tvær íbúðir í útleigu. Frumvarp um hert skilyrði um skammtímaleigu hefur verið sett í samráðsgátt. Hömlur á skammtímaleigu gætu aukið framboð leiguíbúða og jafnvel söluframboð. 
29. apríl 2025
Verðbólga yfir væntingum og mælist 4,2%
Verðbólga mældist 4,2% í apríl og hækkaði úr 3,8% frá því í mars. Verðbólga var umfram okkar spá, einkum vegna þess að reiknuð húsaleiga og verð á matvörum hækkaði meira en við bjuggumst við.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn
28. apríl 2025
Versnandi efnahagshorfur í heiminum að mati AGS
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) birti nýja efnahagsspá um páskana. Hagvaxtarhorfur í heiminum hafa verið færðar niður og AGS telur að spenna í alþjóðaviðskiptum og veruleg óvissa komi til með að draga úr umsvifum í heimshagkerfinu.
USD
28. apríl 2025
Vikubyrjun 28. apríl 2025
Hagstofan birtir verðbólgutölur fyrir aprílmánuð á morgun og við búumst við að verðbólga hækki tímabundið upp í 4%. Í vikunni fáum við fyrstu uppgjör fyrir fyrsta ársfjórðung og fyrsta mat á hagvexti í Bandaríkjunum og á evrusvæðinu á fyrsta ársfjórðungi.
Íbúðir
23. apríl 2025
Horfur á hófstilltum hækkunum á íbúðaverði
Við teljum horfur á tiltölulega hófstilltum verðhækkunum á íbúðamarkaði næstu árin, 5,9% hækkun á þessu ári, 4,8% hækkun á næsta ári og 6,4% hækkun árið 2027. Til samanburðar hefur íbúðaverð hækkað um 9% á ári að jafnaði frá aldamótum, og að meðaltali um 13% á ári frá árinu 2021. 
Greiðsla
22. apríl 2025
Vikubyrjun 22. apríl 2025
Leiguverð hefur hækkað um 11,3% á síðustu tólf mánuðum, þó nokkuð meira en íbúðaverð sem hefur hækkað um 8% á sama tímabili. Hækkanir á íbúða- og leigumarkaði eru þó nokkuð umfram almennar verðhækkanir í landinu, en verðbólga mældist 3,8% í mars. Áfram er kraftur í innlendri neyslu, greiðslukortavelta heimila hefur aukist statt og stöðugt síðustu mánuði og var 1,8% meiri í mars síðastliðnum en í mars í fyrra.  
Gönguleið
16. apríl 2025
Óljósar horfur í ferðaþjónustu vegna sviptinga í alþjóðasamskiptum
Sviptingar í alþjóðaviðskiptum gætu haft margvísleg áhrif á ferðaþjónustu hér á landi. Tollar gætu rýrt kaupmátt Bandaríkjamanna og haft áhrif á komur þeirra hingað til lands. Auk þess eru merki um að áhugi Evrópubúa á að heimsækja Bandaríkin fari dvínandi, sem gæti haft áhrif hingað heim, enda hafa Evrópubúar gjarnan komið við á Íslandi á leið sinni vestur um haf. Í nýrri hagspá gerum við ráð fyrir samdrætti í ferðaþjónustu á þessu ári, en að hún taki aftur við sér á næstu tveimur árum.