Hag­sjá: Nið­ur­stöð­ur um líf­tíma kjara­samn­inga á næsta leiti

Í raun virðist eina spurningin sem forsendunefnd þarf að svara varðandi afdrif samninga nú í lok mánaðarins snúa að launaþróun annarra hópa og því hvort kjarasamningur ASÍ og SA hafi verið stefnumarkandi.
19. febrúar 2018

Samantekt

Nú styttist í að ákvarðanir verði teknar um uppsögn eða framlengingu kjarasamninga á almenna markaðnum. Ákvörðun um uppsögn þarf að hafa komið fram fyrir kl. 16.00 þann 28. febrúar nk.

Forsendunefnd ASÍ og SA skoðaði þrjú atriði við mat sitt í fyrra; fjármögnun stjórnvalda á stofnframlögum til almennra íbúða, hvort launastefna samningsins hafi verið stefnumarkandi og hvort kaupmáttur hafi aukist á samningstímanum. Niðurstaða nefndarinnar var að tvær af þremur forsendum hefðu staðist en ein ekki. Forsendan sem ekki stóðst snerist um launaþróun annarra hópa sem var talin hafa farið fram úr stefnumörkun samningsins.

Ekkert var minnst á úrskurði Kjararáðs í niðurstöðum forsendunefndar, en aðeins var komið inn á þá í yfirlýsingu samninganefndar aðildarsamtaka ASÍ og framkvæmdastjórnar SA sem send var út samhliða ákvörðuninni. Í yfirlýsingunni kom einnig fram sú afstaða að forsenda þess að hægt væri að halda áfram með vinnu um mótun nýs samningalíkans fyrir vinnumarkaðinn væri að launum kjörinna fulltrúa og æðstu embættismanna yrði breytt frá ákvörðun Kjararáðs á árinu 2016. Alþingi gerði í kjölfarið einhverjar breytingar á starfstengdum kjörum alþingismanna, en að öðru leyti hafa allir úrskurðir Kjararáðs staðið.

Í raun má segja að ASÍ og SA hafi frestað ákvörðun um eitt ár til þess að geta séð hver yrði niðurstaða annarra hópa fram til næstu ákvörðunar. Skemmst er frá því að segja að það sem eftir lifði ársins 2017 gerðist óvenju lítið hvað kjarasamningagerð varðar. Af stórum hópum gerðu sjómenn kjarasamning að afloknu löngu verkfalli, en annar stór hópur, BHM, náði ekki að ljúka samningum á árinu, og hluti þess hóps lauk samningsgerð í febrúar 2018.

Í raun virðist eina spurningin sem forsendunefnd þarf að svara varðandi afdrif samninga nú í lok mánaðarins snúa að launaþróun annarra hópa og því hvort kjarasamningur ASÍ og SA hafi verið stefnumarkandi. Kaupmáttarþróun hefur haldið áfram að vera jákvæð, þótt aukning kaupmáttar sé nú hægari en var á síðustu árum.

Fátt bendir til þess að þeir samningar sem gerðir hafa verið frá lokum febrúar í fyrra hafi haft verulega truflandi áhrif á vinnumarkaðinn. Þá standa eftir úrskurðir Kjararáðs og þeir samningar sem voru gerðir áður en síðasta ákvörðun var tekin. Kröfum ASÍ og SA um að ákvörðunum Kjararáðs yrði breytt var einungis svarað af óverulegu leyti og samkvæmt niðurstöðu starfshóps um Kjararáð sem skilaði skýrslu í lok síðustu viku verður það ekki gert. Bæði ASÍ og SA hafa lýst ánægju með þær breytingar sem lagðar eru til á fyrirkomulagi við launaákvarðanir hjá kjörnum fulltrúum, dómurum og æðstu embættismönnum. Það viðhorf ætti að auka líkur á að samningum verði ekki sagt upp.

Samkvæmt núgildandi samningum eiga laun almennt að hækka um 3% þann 1. maí nk. Sú launahækkun kemur ekki til framkvæmda ef samningum verður sagt upp nú um mánaðamótin. Ekki verður í fljótu bragði séð að auðveldlega muni ganga að sækja meiri launahækkanir í nánustu framtíð. Að öllu þessu sögðu hlýtur að teljast ólíklegt að kjarasamningum verði sagt upp nú í lok mánaðar. Hugsanlegt er að endurskoðun og viðræður aðila, t.d. viðræður ASÍ við stjórnvöld, skili einhverjum viðbótum við gildandi samninga eða breytingum á sköttum og/eða bótum. Það verður því að teljast hæpið að samningsaðilar vilji raska þeim stöðugleika sem ríkt hefur á síðustu árum.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Niðurstöður um líftíma kjarasamninga á næsta leiti (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
6. júní 2024
Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf - maí 2024
Meðfylgjandi er mánaðarlegt yfirlit sértryggðra skuldabréfa.
Flutningaskip
5. júní 2024
Aukinn halli á viðskiptum við útlönd
Alls var 41 ma. kr. halli á viðskiptum við útlönd á fyrsta ársfjórðungi. Hallinn jókst nokkuð milli ára. Þrátt fyrir þetta batnaði erlend staða þjóðarbúsins á fjórðungnum.
4. júní 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 4. júní 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
3. júní 2024
Vikubyrjun 3. júní 2024
Landsframleiðsla dróst saman um 4% á fyrsta ársfjórðungi og verðbólga mældist 6,2% í maí, aðeins umfram spár.
Fiskiskip á Ísafirði
31. maí 2024
Samdráttur á fyrsta ársfjórðungi
Hagkerfið dróst saman um 4% á milli ára á fyrsta ársfjórðungi samkvæmt nýbirtum þjóðhagsreikningum Hagstofunnar. Þetta er í fyrsta sinn síðan árið 2021 sem landsframleiðsla dregst saman á milli ára. Samdrátturinn skýrist helst af minni birgðasöfnun vegna loðnubrests. Einkaneysla og fjárfesting jukust aftur á móti á fjórðungnum sem er til marks um eftirspurnarþrýsting.
Íbúðahús
30. maí 2024
Verðbólga jókst þvert á spár
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,58% á milli mánaða í maí og við það hækkaði ársverðbólga úr 6,0% í 6,2%. Hækkanir voru á nokkuð breiðum grunni og meiri en við bjuggumst við. 
Þjóðvegur
29. maí 2024
Margra ára hallarekstur og óskýrar mótvægisaðgerðir
Stjórnvöld sjá fram á að rétta smám saman úr ríkisrekstrinum á næstu árum en gera ekki ráð fyrir afgangi fyrr en árið 2028, eftir níu ára samfelldan hallarekstur. Hallarekstur var viðbúinn í faraldrinum en almennt er óæskilegt að ríkissjóður sé rekinn með halla í uppsveiflu og á tímum mikillar þenslu og verðbólgu. Við teljum að áfram verði reynt að halda aftur af opinberri fjárfestingu og að samneysla aukist aðeins minna á næstu árum en undanfarin ár.
Mynt 100 kr.
27. maí 2024
Krónan stöðug en Ísland verður dýrara
Krónan hefur verið óvenju stöðug frá því í nóvember í fyrra. Við teljum að krónan styrkist lítillega á þessu ári og að raungengið hækki þar sem verðbólga verði meiri hér en í helstu viðskiptalöndum okkar.
Fasteignir
27. maí 2024
Vikubyrjun 27. maí 2024
Velta á íbúðamarkaði hefur aukist á síðustu mánuðum og kaupsamningum fjölgað. Undirritaðir kaupsamningar á höfuðborgarsvæðinu í apríl í ár voru meira en tvöfalt fleiri en í apríl í fyrra.
Fiskveiðinet
22. maí 2024
Botnfisksveiðar vega upp á móti loðnubresti
Heildarafli íslenskra fiskiskipa dróst saman í fyrra og útflutningur sjávarafurða var 7,9% minni í fyrra en árið á undan. Aflaheimildir á þorski hafa dregist saman nokkur ár í röð en nú virðist þróunin vera að snúast við þar sem þorskkvóti var aukinn um 1% fyrir yfirstandandi veiðitímabil. Loðnuvertíð síðasta árs var mjög góð en í ár verður engin loðna veidd. Í nýlegri hagspá gerum við ráð fyrir hóflegum vexti í útflutningi sjávarafurða.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur