Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Hag­sjá: Neyslu­mynst­ur Ís­lend­inga að breyt­ast?

Stærstu liðir innlendrar kortaveltu í ágúst voru verslun, þjónusta og útgjöld vegna reksturs bifreiða. Mesti samdrátturinn var í útgjöldum vegna reksturs bifreiða.
4. október 2019

Samantekt

Stærsti hluti innlendrar kortaveltu í ágúst fór til verslunar eða rúmlega helmingur. Næst stærsta liðnum eða 18% veltunnar í ágúst var varið til kaupa á ýmissi þjónustu, og var þjónusta tengd fjármála- og tryggingarstarfsemi þar fyrirferðamest. Þriðji stærsti útgjaldaliður Íslendinga í ágúst var kaup á eldsneyti og útgjöld tengd viðhaldi og viðgerðum bifreiða.

Ef litið er til breytinga frá því í ágúst í fyrra hefur velta dregist hlutfallslega mest saman í þeim lið sem tengist bifreiðum, þ.e.a.s. kaupum á eldsneyti og viðgerðarþjónustu bifreiða, eða alls um 13% að raunvirði. Eldsneytiskaup drógust saman um 3% en viðgerðir og viðhald bifreiða um 24%. Minna viðhald bifreiðar er ef til vill vísbending um að bílaflotinn sé að yngjast.

Aðrir liðir sem drógust einnig saman í ágúst, þó ekki jafn mikið, voru útgjöld til verslunar og þjónustu. Mesti samdráttur einstakra undirliða verslunarinnar var í tollfrjálsri verslun sem dróst saman um 7% að raunvirði milli ára í ágúst. Þetta kemur ekki á óvart þar sem brottfarir Íslendinga um Leifsstöð í ágústmánuði voru 14% færri en á sama tíma fyrir ári síðan og má gera ráð fyrir að megnið af tollfrjálsri verslun fari fram á Keflavíkurflugvelli.

Í ágúst jókst velta í fataverslunum að raunvirði um 14% milli ára sem er mesti vöxtur á meðal undirliða verslunar milli tímabila. Færri utanlandsferðir gætu haft hér áhrif þar sem landsmenn eru ef til vill að kaupa í auknum mæli föt hér á landi sem annars hefðu verið keypt í verslunarferðum erlendis.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Neyslumynstur Íslendinga að breytast? (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
Bílar
11. júní 2025
Merki um að bílakaup hafi aukist á ný
Eftir hægagang í bílaviðskiptum á síðasta ári virðast þau hafa færst í aukana í byrjun þessa árs. Um 53% fleiri fólksbílar hafa verið nýskráðir til einkanota á fyrstu fimm mánuðum ársins en á sama tíma í fyrra. Um 21% þeirra bíla sem hafa verið nýskráðir á þessu ári eru hreinir rafmagnsbílar.
Peningaseðlar
10. júní 2025
Vikubyrjun 10. júní 2025
Viðskiptahalli Íslands hefur aldrei verið jafnmikill og á síðustu tveimur fjórðungum. Þá hefur halli á vöruviðskiptum aldrei verið meiri en í maí og hið sama má segja um innflutningsverðmæti, samkvæmt Hagstofu Íslands. Í næstu viku verða birtar atvinnuleysistölur og brottfarir um Keflavíkurflugvöll í maí.
Flutningaskip
6. júní 2025
Áfram verulegur halli á viðskiptum við útlönd
Alls var 59,5 ma.kr. halli á viðskiptum við útlönd á fyrsta fjórðungi ársins. Viðskiptahalli Íslands hefur aldrei verið jafnmikill og á síðustu tveimur fjórðungum. Hann skýrist að verulegu leyti af stórfelldum innflutningi á tölvubúnaði vegna uppbyggingar á gagnaverum. Erlend staða þjóðarbúsins breyttist lítið á fjórðungnum.
Strönd
5. júní 2025
Stóraukin útgjöld til hernaðar- og varnarmála um allan heim
Útgjöld til hernaðar- og varnarmála hafa stóraukist á síðustu árum, einkum í Evrópu og Mið-Austurlöndum. Leiðtogafundur NATO verður haldinn í Haag í lok mánaðarins og talið er að viðmið um útgjöld aðildarríkja til varnarmála verði hækkað til muna. Enn er óljóst upp að hvaða marki Ísland gæti þurft að auka varnartengd útgjöld. Aukin hernaðaruppbygging litar hagvaxtar- og verðbólguhorfur á heimsvísu og getur haft margþætt efnahags- og samfélagsleg áhrif.
2. júní 2025
Mánaðamót 2. júní 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Gróðurhús
2. júní 2025
Vikubyrjun 2. júní 2025
Verðbólga hjaðnaði úr 4,2% í 3,8% í apríl og landsframleiðsla jókst um 2,6% á milli ára á fyrsta ársfjórðungi. Gistinóttum fjölgaði alls um 11,6% á milli ára í apríl. Í vikunni birtir Seðlabankinn viðskiptajöfnuð við útlönd og fundargerð peningastefnunefndar.
Lyftari í vöruhúsi
30. maí 2025
2,6% hagvöxtur á fyrsta ársfjórðungi en samdráttur í fyrra
2,6% hagvöxtur mældist á fyrsta ársfjórðungi þessa árs, samkvæmt fyrsta mati Hagstofunnar sem var birt í morgun. Samkvæmt endurskoðuðum þjóðhagsreikningum mældist 0,7% samdráttur á síðasta ári en ekki 0,5% hagvöxtur eins og áður var áætlað.
Epli
28. maí 2025
Verðbólga hjaðnar og mælist 3,8%
Verðbólga mældist 3,8% í maí og hjaðnar úr 4,2% frá því í apríl. Verðbólga var örlítið undir okkar spá, einkum vegna þess að flugfargjöld til útlanda lækkuðu nokkuð á milli mánaða. Við eigum von á að verðbólga fari lægst í 3,6% í júlí, en hækki síðan aftur upp í 3,8% í ágúst.
Þjóðvegur
27. maí 2025
Launavísitalan hækkað um 8,2% á einu ári
Á síðustu mánuðum hefur smám saman hægt á hækkunartakti launa eftir ríflegar launahækkanir síðustu ár. Launahækkanir eru þó enn langt umfram verðbólgu og gera má ráð fyrir að kaupmáttur haldi áfram að aukast næstu misseri. Óvissa um launaþróun minnkaði eftir að langtímakjarasamningar náðust á stærstum hluta vinnumarkaðar, en líkt og í kjarasamningum síðustu ára eru hækkanir mismiklar eftir hópum.
26. maí 2025
Vikubyrjun 26. maí 2025
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands lækkaði vexti um 0,25 prósentur í síðustu viku. HMS birti vísitölu íbúðaverðs, en árshækkun vísitölunnar lækkaði úr 8,0% í 7,6%. Í þessari viku birtir Hagstofan verðbólgumælingu fyrir maí, en við spáum því að verðbólgan hjaðni úr 4,2% í 3,9%.