Hag­sjá: Nær óbreytt­ur fjöldi fast­eigna­við­skipta

Fasteignaviðskipti í fyrra voru nánast jafnmörg og árið á undan, en þróunin var misjöfn eftir sveitarfélögum. Desembermánuður var þó líflegri en oft áður.
14. janúar 2020

Samantekt

Í desember var 802 kaupsamningum um íbúðarhúsnæði þinglýst á landsvísu, 518 á höfuðborgarsvæðinu og 284 utan þess. Kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði um 25% frá því í desember árið áður og um 3% utan þess. Til samanburðar mældist 29% samdráttur milli ára á höfuðborgarsvæðinu í desember árið 2018, og 19% samdráttur utan þess. Sömu sögu er að segja um desembermánuð ársins 2017 þegar samdráttur mældist einnig. Nýliðinn desembermánuður var því líflegri en oft áður.

Ef teknar eru saman tölur um fjölda þinglýstra kaupsamninga í öllum mánuðum ársins sést að 10.945 fasteignaviðskipti áttu sér stað á árinu 2019 og voru viðskiptin aðeins 16 færri en árið áður, samkvæmt tölum Þjóðskrár. Munurinn milli áranna í heild er því nánast enginn. Í fyrra var alls 7.267 kaupsamningum þinglýst á höfuðborgarsvæðinu og 3.678 utan þess.

Þó breytingin yfir landið allt væri lítil sem engin milli ára, var þó mismikil breyting eftir sveitarfélögum. Í Kópavogi mældist mesta aukningin milli ára, en þar seldust 11% fleiri íbúðir í fyrra samanborið við árið 2018. Aukningin var einnig mikil á Árborgarsvæðinu þar sem 10% fleiri íbúðir seldust.

Auknar hreyfingar á fasteignamarkaði haldast að einhverju leyti í hendur við fjölgun íbúa. Það kemur því ekki á óvart að aukning íbúa hefur á síðustu árum verið mikil í Mosfellsbæ, Reykjanesbæ og Árborg sem eru einnig þau sveitarfélög þar sem mest aukning hefur orðið í íbúðasölu á síðustu árum. Mörg þeirra sveitarfélaga sem hafa búið við mikla íbúaaukningu á síðustu árum virðast nú vera að byggja færri íbúðir en áður.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Nær óbreyttur fjöldi fasteignaviðskipta (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
Strönd
14. júní 2024
Óvæntur kraftur í kortaveltu í maí
Kortavelta íslenskra heimila jókst á milli ára í maí, bæði innanlands og erlendis. Síðustu mánuði hefur kortavelta nær alltaf dregist saman á milli ára en eykst nú meira en hún hefur gert frá því í janúar 2023. Þessi aukna kortavelta vekur athygli í þrálátu hávaxtastigi og samdrætti í hagkerfinu á fyrsta ársfjórðungi.
Frosnir ávextir og grænmeti
13. júní 2024
Spáum rétt tæplega 6% verðbólgu í sumar
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,47% á milli mánaða í júní og að verðbólga lækki í 5,8%. Samkvæmt spánni verða hækkanirnar nokkuð almennar, líkt og í síðasta mánuði. Við spáum nokkuð óbreyttri verðbólgu næstu mánuði.
Ferðafólk
11. júní 2024
Fleiri ferðamenn en minni verðmæti
Á fyrstu fimm mánuðum ársins komu 3,9% fleiri erlendir ferðamenn til Íslands en á sama tíma í fyrra. Á móti hefur skráðum gistinóttum fækkað um hálft prósent á fyrstu fjórum mánuðum ársins frá sama tímabili í fyrra og að sama skapi hefur kortavelta erlendra ferðamanna á föstu gengi dregist saman um tæplega 2% á milli ára.
Seðlabanki Íslands
10. júní 2024
Vikubyrjun 10. júní 2024
Evrópski seðlabankinn lækkaði vexti í síðustu viku. Vinnumarkaðstölur frá Bandaríkjunum voru sterkari en almennt var búist við sem eykur líkurnar á að vaxtalækkunarferli seðlabankans þar í landi seinki.
6. júní 2024
Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf - maí 2024
Meðfylgjandi er mánaðarlegt yfirlit sértryggðra skuldabréfa.
Flutningaskip
5. júní 2024
Aukinn halli á viðskiptum við útlönd
Alls var 41 ma. kr. halli á viðskiptum við útlönd á fyrsta ársfjórðungi. Hallinn jókst nokkuð milli ára. Þrátt fyrir þetta batnaði erlend staða þjóðarbúsins á fjórðungnum.
4. júní 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 4. júní 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
3. júní 2024
Vikubyrjun 3. júní 2024
Landsframleiðsla dróst saman um 4% á fyrsta ársfjórðungi og verðbólga mældist 6,2% í maí, aðeins umfram spár.
Fiskiskip á Ísafirði
31. maí 2024
Samdráttur á fyrsta ársfjórðungi
Hagkerfið dróst saman um 4% á milli ára á fyrsta ársfjórðungi samkvæmt nýbirtum þjóðhagsreikningum Hagstofunnar. Þetta er í fyrsta sinn síðan árið 2021 sem landsframleiðsla dregst saman á milli ára. Samdrátturinn skýrist helst af minni birgðasöfnun vegna loðnubrests. Einkaneysla og fjárfesting jukust aftur á móti á fjórðungnum sem er til marks um eftirspurnarþrýsting.
Íbúðahús
30. maí 2024
Verðbólga jókst þvert á spár
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,58% á milli mánaða í maí og við það hækkaði ársverðbólga úr 6,0% í 6,2%. Hækkanir voru á nokkuð breiðum grunni og meiri en við bjuggumst við. 
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur