Hag­sjá: Minnstu launa­breyt­ing­ar í níu ár - en kaup­mátt­ur enn á upp­leið

Þrátt fyrir mun minni launabreytingar en á síðustu árum jókst kaupmáttur um 1,8% á milli áranna 2018 og 2019. Á árinu 2018 jókst kaupmáttur um 3,7% frá fyrra ári og um 5% og 9,5% á árunum þar á undan. Kaupmáttaraukningin hefur því orðið sífellt minni á síðustu árum, allt frá árinu 2016. Árið í fyrra var hins vegar níunda árið í röð sem kaupmáttur launa jókst frá fyrra ári. Kaupmáttur dróst saman árin 2008-2010 en hafði aukist á hverju ári í 13 ár þar á undan. Meðalaukning kaupmáttar á ári var 1,9% á árunum 1990-2019.
24. janúar 2020

Samantekt

Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands hækkaði launavísitalan um 0,3% milli nóvember og desember. Síðustu 12 mánuði hefur launavísitalan hækkað um 4,5%, sem er eilítið meiri ársbreyting en verið hefur síðustu mánuði. Árshækkunartaktur launavísitölunnar var rúmlega 4% allan seinni hluta ársins 2019, en var u.þ.b. 6% á sama tíma í fyrra.

Taka ber fram að launavísitalan hefur verið lægri en ella síðustu mánuði þar sem mjög litlar launahækkanir hafa orðið á opinbera markaðnum, en þar hefur gengið illa að ná kjarasamningum.

Launavísitalan hækkaði um 4,9% milli áranna 2018 og 2019 sem er minna en síðustu ár. Á milli áranna 2017 og 2018 hækkaði launavísitalan um 6,5%, um 6,8% milli 2016 og 2017 og 11,4% árið þar á undan. Þróunin hefur því verið nokkuð jöfn niður á við.

Breytingin milli ára nú er sú minnsta frá árunum 2009 og 2010, en þá hækkuðu launin um 3,9% og 4,8% milli ára. Meðalbreyting launavísitölunnar milli ára frá árinu 1990 var hins vegar 6,5%.

Þrátt fyrir mun minni launabreytingar en á síðustu árum jókst kaupmáttur um 1,8% á milli áranna 2018 og 2019. Á árinu 2018 jókst kaupmáttur um 3,7% frá fyrra ári og um 5% og 9,5% á árunum þar á undan. Kaupmáttaraukningin hefur því orðið sífellt minni á síðustu árum, allt frá árinu 2016. Árið í fyrra var hins vegar níunda árið í röð sem kaupmáttur launa jókst frá fyrra ári. Kaupmáttur dróst saman árin 2008-2010 en hafði aukist á hverju ári í 13 ár þar á undan. Meðalaukning kaupmáttar á ári var 1,9% á árunum 1990-2019.

Eins og áður segir er launavísitalan í dálítið skrýtinni stöðu nú um stundir þar sem eins konar launafrysting er í gangi á opinbera markaðnum. Illa hefur gengið að koma saman kjarasamningum þar og því hreyfast laun mjög lítið á þeim markaði.

Sé litið á launabreytingar hjá stóru hópunum á vinnumarkaðnum frá október 2018 til sama tíma 2019 sést að launin á almenna markaðnum hækkuðu um 4,9% á þessum tíma á meðan þau hækkuðu um 2,3% á þeim opinbera. Mæld launavísitala hækkaði um 4,2% á sama tíma.

Til lengri tíma breytast laun með svipuðum hætti á opinbera og almenna markaðnum. Frávik myndast einkum þegar kjarasamningar eru gerðir á mismunandi tímum og/eða þegar tiltölulega stórar áfangahækkanir koma á mismunandi tímum.

Svona misvægi hefur orðið til á árinu 2019 þegar samið var á vori á almenna markaðnum og opinberi markaðurinn hefur verið án samninga allt frá þeim tíma og fyrr. Mismunurinn á launaþróuninni er nú orðinn meiri en verið hefur á síðustu árum, en hann mun væntanlega jafnast með tímanum eftir að samningar hafa verið gerðir á opinbera markaðnum.

Síðastliðin vetur var reiknað með töluverðri kólnun í efnahagslífinu og mikil óvissa var uppi um stöðuna á vinnumarkaðnum og afleiðingar kjarasamninga. Nú, ári síðar, má segja að nokkuð vel hafi spilast úr stöðunni. Kaupmáttur jókst á milli ára þar sem verðbólga hefur verið lægri en launahækkanir á tímabilinu. Hin hliðin á því máli er auðvitað sú að atvinnuleysi hefur aukist nokkuð á sama tímabili. En hvað kjarasamninga varðar og afleiðingar þeirra er staðan nokkuð góð á almenna markaðnum.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Minnstu launabreytingar í níu ár - en kaupmáttur enn á uppleið (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
Ský
13. jan. 2025
Vikubyrjun 13. janúar 2025
Atvinnuleysi var að meðaltali 3,5% árið 2024, líkt og við spáðum í október. Komur erlendra ferðamanna til Íslands á árinu voru lítillega fleiri en við bjuggumst við, eða tæplega 2,3 milljónir, og desembermánuður var sá fjölmennasti frá upphafi. Í síðustu viku gáfum við út verðbólguspá og gerum ráð fyrir að verðbólga hjaðni úr 4,8% í 4,6% í janúar.
Fataverslun
9. jan. 2025
Spáum 4,6% verðbólgu í janúar
Við spáum því að vísitala neysluverðs lækki um 0,32% á milli mánaða í janúar og að verðbólga hjaðni úr 4,8% í 4,6%. Við búumst við áframhaldandi hjöðnun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 3,7% í apríl.
6. jan. 2025
Vikubyrjun 6. janúar 2025
Í vikunni birtir Vinnumálastofnun skráð atvinnuleysi í desember og birtar verða tölur um atvinnuleysi í Bandaríkjunum. Einnig fara fram verðmælingar vegna vísitölu neysluverðs, en Hagstofan birtir mælinguna fimmtudaginn 30. janúar.
2. jan. 2025
Fréttabréf Greiningardeildar 2. janúar 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Flugvöllur, Leifsstöð
19. des. 2024
Verðbólga stendur í stað á milli mánaða
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,39% á milli mánaða í desember, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Ársverðbólga stendur því í stað í 4,8%. Við eigum enn von á að verðbólga hjaðni næstu mánuði og verði komin niður í 3,9% í mars.
Símagreiðsla
17. des. 2024
Kröftug kortavelta í aðdraganda jóla 
Kortavelta landsmanna færist enn í aukana þrátt fyrir hátt vaxtastig. Innlán heimila hafa vaxið og yfirdráttur ekki aukist. Erlendir ferðamenn hér á landi eyða líka þó nokkuð fleiri krónum en á sama tíma í fyrra. 
Greiðsla
16. des. 2024
Munu lægri vextir leiða til meiri neyslu?
Seðlabankinn hóf vaxtalækkunarferlið í október með 25 punkta lækkun og fylgdi því eftir með 50 punkta lækkun í nóvember. Þetta gerði bankinn rétt fyrir mestu neyslutíð ársins, með öllum sínum tilboðsdögum og jólainnkaupum.
Flutningaskip við Vestmannaeyjar
16. des. 2024
Vikubyrjun 16. desember 2024
Í vikunni fáum við vísitölur íbúðaverðs og leiguverðs frá HMS og vísitölu neysluverðs frá Hagstofunni en við gerum ráð fyrir lítilsháttar hjöðnun verðbólgu úr 4,8% í 4,7%. Um 9,3% fleiri erlendir ferðamenn komu til landsins í nóvember en á sama tíma í fyrra og skráð atvinnuleysi var 0,3 prósentustigum meira en það var í nóvember í fyrra. Seðlabanki Evrópu og Seðlabanki Sviss lækkuðu vexti í síðustu viku og það er vaxtaákvörðun hjá Seðlabanka Bandaríkjanna og Englandsbanka í þessari viku.
Ferðamenn á jökli
12. des. 2024
Aldrei fleiri ferðamenn í nóvembermánuði
Um 162.000 ferðamenn komu til landsins í nóvember, samkvæmt talningu ferðamálastofu. Ferðamenn voru 9,3% fleiri en á sama tíma í fyrra og hafa aldrei verið fleiri í nóvembermánuði. Gagnavandamál voru áberandi í ár og tölur um fjölda ferðamanna, erlenda kortaveltu og gistinætur útlendinga hafa allar verið endurskoðaðar á árinu.
Flugvél
9. des. 2024
Spáum 4,7% verðbólgu í desember
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,35% á milli mánaða í desember og að verðbólga hjaðni úr 4,8% í 4,7%. Flugfargjöld til útlanda og húsnæðisliðurinn hafa mest áhrif til hækkunar í mánuðinum. Við eigum von á áframhaldandi hjöðnun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 3,9% í mars á næsta ári.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur