Samantekt
Hagvöxtur mældist 1,4% á öðrum ársfjórðungi borið saman við sama tímabil á síðasta ári. Til samanburðar telur Hagstofan að landsframleiðslan hafi dregist saman um 0,9% á fyrsta ársfjórðungi sem þá var fyrsti samdrátturinn í landsframleiðslu síðan á fyrsta fjórðungi 2014. Á fyrri hluta ársins mældist 0,3% hagvöxtur en svo lítill hefur vöxturinn ekki verið síðan árið 2010 þegar hann dróst saman um 5,5%.
Hagvöxtur borinn af einkaneyslu, samneyslu og utanríkisviðskiptum
Hagvöxtur á öðrum fjórðungi var mikið til borinn af vexti einkaneyslu og samneyslu en framlag utanríkisviðskipta vó þó enn þyngra. Það skýrist ekki af vexti útflutnings vöru og þjónustu sem dróst saman heldur af töluvert miklum samdrætti í innflutningi vöru og þjónustu.
Lesa Hagsjána í heild









