Samantekt
Þjóðarútgjöld sem eru samtala einkaneyslu, samneyslu og fjármunamyndunar dróst saman um 2,8% og má rekja það til verulegs samdráttar í fjármunamyndun. Hagvöxtur á fjórðungnum reyndist nokkuð meiri en opinberar spár gera ráð fyrir að verði yfir árið í heild. Einn fjórðungur hefur þó lítið forspárgildi fyrir árið í heild en flestir opinberir spáaðilar gera ráð fyrir lítils háttar samdrætti í landsframleiðslu á þessu ári. Þessar tölur ættu ekki að hafa nein sérstök áhrif á spárnar fyrir árið í heild. Við þetta má bæta að þetta eru bráðabirgðatölur sem gætu tekið breytingum eftir því sem líður á árið.