Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Hag­sjá: Minni spenna á vinnu­mark­aði

Flestar hlutfallstölur sem notaðar eru um stöðu á vinnumarkaði sýna að markaðurinn var í hæstu stöðu á árinu 2016. Þannig var atvinnuþátttaka um einu prósentustigi lægri á árinu 2017 en var 2016. Hlutfall starfandi var einnig um einu prósentustigi lægra á árinu 2017 en var 2016, en hlutfallið 2017 var engu að síður hærra en var 2015.
2. febrúar 2018

Samantekt

Nýjar tölur Hagstofunnar um stöðuna á vinnumarkaði í desember sýna svipaða þróun og verið hefur síðustu mánuði, þ.e.a.s. það dregur úr spennunni. Sú staða getur verið merki um að hagsveiflan hafi náð hámarki.

Eftir langvarandi fjölgun starfandi fólks á vinnumarkaði hefur fjöldinn haldist nokkuð stöðugur síðustu mánuði sé miðað við meðaltal síðustu 12 mánaða. Störfum er því ekki að fjölga eins mikið og verið hefur.

Atvinnuþátttaka jókst stöðugt frá upphafi ársins 2015 fram til vorsins 2017. Síðan þá hefur dregið úr atvinnuþátttöku um rúmt eitt prósentustig sé miðað við hlaupandi meðaltal. Atvinnuþátttaka er eftir sem áður mikil hér á landi og er nú álíka og hún var vorið 2016 og til muna hærri en hún var á árinu 2012.

Meðalvinnutími hefur heldur verið að styttast sé miðað við 12 mánaða meðaltal. Meðalfjöldi vinnustunda hefur verið mjög stöðug stærð í langan tíma, í kringum 40 stundir á viku og breytingar því ekki miklar.

Þegar starfandi fólki fækkar samtímis því að meðalvinnutími minnkar er afleiðingin sú að unnum vinnustundum í hagkerfinu fækkar sem er áætis vísbending um stöðu hagsveiflunnar. Ef landsframleiðslan heldur áfram að aukast en vinnustundum ekki kann þessi staða einnig að vera vísbending um aukna framleiðni eða mælivanda í fjölda vinnustunda og hugsanlega aukna svarta atvinnustarfsemi. Líklegt er er að dregið hafi úr spennu á vinnumarkaði, m.a. vegna þess að þróun kaupmáttar hafi verið það góð að launafólk telji ekki nauðsynlegt að fjölga vinnustundum til að auka tekjur.

Séu stærðir á vinnumarkaði bornar saman fyrir þrjú síðustu ár er niðurstaðan almennt sú að vinnumarkaðurinn var í toppi hagsveiflunnar á árinu 2016.

Flestar hlutfallstölur sem notaðar eru um stöðu á vinnumarkaði sýna að markaðurinn var í hæstu stöðu á árinu 2016. Þannig var atvinnuþátttaka um einu prósentustigi lægri á árinu 2017 en var 2016. Hlutfall starfandi var einnig um einu prósentustigi lægra á árinu 2017 en var 2017, en hlutfallið 2017 var engu að síður hærra en var 2015. Vinnutími var einnig styttri á árinu 2017 en var á árunum 2015 og 2016 og á það bæði við um meðalfjölda vinnustunda og venjulegan vinnutíma.

Eina undantekningin frá þeirri niðurstöðu að slakinn hafi aukist á árinu 2016 eru tölurnar um atvinnuleysi. Atvinnuleysi hélt áfram að minnka á árinu 2017, en þó minna en gerðist á milli áranna 2015 og 2016. Atvinnuleysi er orðið mjög lítið og minnkar væntanlega ekki mikið úr þessu.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Minni spenna á vinnumarkaði (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
1. des. 2025
Mánaðamót 1. desember 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
1. des. 2025
Vikubyrjun 1. desember 2025
Óhætt er að segja að verðbólgumælingin í síðustu viku hafi komið á óvart. Verðbólga mældist 3,7% í nóvember og hefur ekki mælst minni í fimm ár. Hagstofan áætlar að landsframleiðsla hafi aukist um 1,2% á þriðja ársfjórðungi. Gistinóttum fjölgaði alls um 1,8% á milli ára í október.
Flutningaskip
28. nóv. 2025
1,2% hagvöxtur á þriðja fjórðungi
Landsframleiðsla jókst um 1,2% á þriðja ársfjórðungi og um 1,5% á fyrstu níu mánuðum ársins. Hagvöxtur á þriðja ársfjórðungi var drifinn áfram af innlendri eftirspurn og þjóðarútgjöld jukust um heil 4,7%. Áfram er kraftur í einkaneyslu og fjárfestingu, en auknar birgðir hafa einnig sitt að segja. Innflutningur vegur þungt á móti og framlag utanríkisviðskipta er neikvætt, líkt og á síðustu fjórðungum.
Epli
27. nóv. 2025
Verðbólga ekki minni í fimm ár
Verðbólga hjaðnaði úr 4,3% í 3,7% í nóvember og hefur ekki verið minni frá því í desember 2020. Áhrif af afsláttardögum í nóvember komu mun skýrar fram í mælingu Hagstofunnar nú en síðustu ár og flugfargjöld til útlanda lækkuðu mun meira en við bjuggumst við.
Byggingakrani
24. nóv. 2025
Vikubyrjun 24. nóvember 2025
Seðlabankinn lækkaði vexti í síðustu viku með það fyrir augum að stemma stigu við því aukna peningalega aðhaldi sem hefur hlotist af breyttu lánaframboði í kjölfar vaxtadómsins. Auk þess spáir Seðlabankinn nú auknum slaka í hagkerfinu, minni hagvexti og minni verðbólgu en í síðustu spá. Hagstofan birtir verðbólgumælingu nóvembermánaðar á fimmtudaginn og þjóðhagsreikninga fyrir þriðja ársfjórðung á föstudaginn.
Ferðamenn
21. nóv. 2025
Ferðamenn mun fleiri á þessu ári en því síðasta – en fækkaði í október
Brottfarir erlendra ferðamanna frá Keflavíkurflugvelli voru 6,2% færri í október en í sama mánuði í fyrra og erlend kortavelta dróst þó nokkuð saman. Líklega hefur fall Play sett mark sitt á mánuðinn. Ef horft er yfir árið í heild hefur gangurinn í ferðaþjónustu verið mun meiri á þessu ári en því síðasta.
Seðlabanki
17. nóv. 2025
Vikubyrjun 17. nóvember 2025
Skráð atvinnuleysi var 3,9% í október, 0,5 prósentustigum meira en í sama mánuði í fyrra. Brottförum erlendra ferðamanna um Keflavíkurflugvöll fækkaði um 6,2% í október en utanlandsferðum Íslendinga fjölgaði um 3%. Peningastefnunefnd kemur saman á miðvikudaginn og við búumst við að stýrivöxtum verði haldið óbreyttum.
Seðlabanki Íslands
14. nóv. 2025
Spáum óbreyttum vöxtum þrátt fyrir sviptingar í efnahagslífinu
Við spáum því að peningastefnunefnd haldi stýrivöxtum óbreyttum í næstu viku. Verðbólga jókst umfram væntingar í október og verðbólgumælingin bar þess merki að undirliggjandi verðþrýstingur hefði aukist. Í ljósi breytts lánaframboðs og óviðbúinna áfalla í útflutningsgeirunum má líkast til búast við mildari tón frá peningastefnunefnd.
13. nóv. 2025
Spáum 4,3% verðbólgu í nóvember
Við spáum því að verðbólga standi óbreytt á milli mánaða og mælist 4,3% í nóvember. Flugfargjöld til útlanda verða til lækkunar á vísitölunni, en reiknuð húsaleiga og matarkarfan verða til hækkunar. Við búumst við aukinni verðbólgu á næstu mánuðum.
Hverasvæði
10. nóv. 2025
Raungengi enn í hæstu hæðum
Raungengi krónunnar er mjög hátt í sögulegu samhengi en hefur gefið lítillega eftir á allra síðustu dögum. Horfur í álútflutningi eru dræmar eftir bilun hjá Norðuráli og aflaheimildir gefa fyrirheit um samdrátt í útflutningi sjávarafurða. Ferðaþjónusta hefur vaxið umfram væntingar það sem af er ári og telja má horfur á vexti í nýjustu útflutningsstoðum Íslands. Velta samkvæmt VSK-skýrslum hefur þróast með svipuðum hætti í útflutningsgeiranum og í innlenda hagkerfinu, en ávöxtun hlutabréfa félaga í kauphöllinni með tekjur í erlendri mynt er mun lakari en fyrirtækja með tekjur í íslenskum krónum.