Hag­sjá: Minni spenna á vinnu­mark­aði

Flestar hlutfallstölur sem notaðar eru um stöðu á vinnumarkaði sýna að markaðurinn var í hæstu stöðu á árinu 2016. Þannig var atvinnuþátttaka um einu prósentustigi lægri á árinu 2017 en var 2016. Hlutfall starfandi var einnig um einu prósentustigi lægra á árinu 2017 en var 2016, en hlutfallið 2017 var engu að síður hærra en var 2015.
2. febrúar 2018

Samantekt

Nýjar tölur Hagstofunnar um stöðuna á vinnumarkaði í desember sýna svipaða þróun og verið hefur síðustu mánuði, þ.e.a.s. það dregur úr spennunni. Sú staða getur verið merki um að hagsveiflan hafi náð hámarki.

Eftir langvarandi fjölgun starfandi fólks á vinnumarkaði hefur fjöldinn haldist nokkuð stöðugur síðustu mánuði sé miðað við meðaltal síðustu 12 mánaða. Störfum er því ekki að fjölga eins mikið og verið hefur.

Atvinnuþátttaka jókst stöðugt frá upphafi ársins 2015 fram til vorsins 2017. Síðan þá hefur dregið úr atvinnuþátttöku um rúmt eitt prósentustig sé miðað við hlaupandi meðaltal. Atvinnuþátttaka er eftir sem áður mikil hér á landi og er nú álíka og hún var vorið 2016 og til muna hærri en hún var á árinu 2012.

Meðalvinnutími hefur heldur verið að styttast sé miðað við 12 mánaða meðaltal. Meðalfjöldi vinnustunda hefur verið mjög stöðug stærð í langan tíma, í kringum 40 stundir á viku og breytingar því ekki miklar.

Þegar starfandi fólki fækkar samtímis því að meðalvinnutími minnkar er afleiðingin sú að unnum vinnustundum í hagkerfinu fækkar sem er áætis vísbending um stöðu hagsveiflunnar. Ef landsframleiðslan heldur áfram að aukast en vinnustundum ekki kann þessi staða einnig að vera vísbending um aukna framleiðni eða mælivanda í fjölda vinnustunda og hugsanlega aukna svarta atvinnustarfsemi. Líklegt er er að dregið hafi úr spennu á vinnumarkaði, m.a. vegna þess að þróun kaupmáttar hafi verið það góð að launafólk telji ekki nauðsynlegt að fjölga vinnustundum til að auka tekjur.

Séu stærðir á vinnumarkaði bornar saman fyrir þrjú síðustu ár er niðurstaðan almennt sú að vinnumarkaðurinn var í toppi hagsveiflunnar á árinu 2016.

Flestar hlutfallstölur sem notaðar eru um stöðu á vinnumarkaði sýna að markaðurinn var í hæstu stöðu á árinu 2016. Þannig var atvinnuþátttaka um einu prósentustigi lægri á árinu 2017 en var 2016. Hlutfall starfandi var einnig um einu prósentustigi lægra á árinu 2017 en var 2017, en hlutfallið 2017 var engu að síður hærra en var 2015. Vinnutími var einnig styttri á árinu 2017 en var á árunum 2015 og 2016 og á það bæði við um meðalfjölda vinnustunda og venjulegan vinnutíma.

Eina undantekningin frá þeirri niðurstöðu að slakinn hafi aukist á árinu 2016 eru tölurnar um atvinnuleysi. Atvinnuleysi hélt áfram að minnka á árinu 2017, en þó minna en gerðist á milli áranna 2015 og 2016. Atvinnuleysi er orðið mjög lítið og minnkar væntanlega ekki mikið úr þessu.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Minni spenna á vinnumarkaði (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
6. júní 2024
Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf - maí 2024
Meðfylgjandi er mánaðarlegt yfirlit sértryggðra skuldabréfa.
Flutningaskip
5. júní 2024
Aukinn halli á viðskiptum við útlönd
Alls var 41 ma. kr. halli á viðskiptum við útlönd á fyrsta ársfjórðungi. Hallinn jókst nokkuð milli ára. Þrátt fyrir þetta batnaði erlend staða þjóðarbúsins á fjórðungnum.
4. júní 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 4. júní 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
3. júní 2024
Vikubyrjun 3. júní 2024
Landsframleiðsla dróst saman um 4% á fyrsta ársfjórðungi og verðbólga mældist 6,2% í maí, aðeins umfram spár.
Fiskiskip á Ísafirði
31. maí 2024
Samdráttur á fyrsta ársfjórðungi
Hagkerfið dróst saman um 4% á milli ára á fyrsta ársfjórðungi samkvæmt nýbirtum þjóðhagsreikningum Hagstofunnar. Þetta er í fyrsta sinn síðan árið 2021 sem landsframleiðsla dregst saman á milli ára. Samdrátturinn skýrist helst af minni birgðasöfnun vegna loðnubrests. Einkaneysla og fjárfesting jukust aftur á móti á fjórðungnum sem er til marks um eftirspurnarþrýsting.
Íbúðahús
30. maí 2024
Verðbólga jókst þvert á spár
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,58% á milli mánaða í maí og við það hækkaði ársverðbólga úr 6,0% í 6,2%. Hækkanir voru á nokkuð breiðum grunni og meiri en við bjuggumst við. 
Þjóðvegur
29. maí 2024
Margra ára hallarekstur og óskýrar mótvægisaðgerðir
Stjórnvöld sjá fram á að rétta smám saman úr ríkisrekstrinum á næstu árum en gera ekki ráð fyrir afgangi fyrr en árið 2028, eftir níu ára samfelldan hallarekstur. Hallarekstur var viðbúinn í faraldrinum en almennt er óæskilegt að ríkissjóður sé rekinn með halla í uppsveiflu og á tímum mikillar þenslu og verðbólgu. Við teljum að áfram verði reynt að halda aftur af opinberri fjárfestingu og að samneysla aukist aðeins minna á næstu árum en undanfarin ár.
Mynt 100 kr.
27. maí 2024
Krónan stöðug en Ísland verður dýrara
Krónan hefur verið óvenju stöðug frá því í nóvember í fyrra. Við teljum að krónan styrkist lítillega á þessu ári og að raungengið hækki þar sem verðbólga verði meiri hér en í helstu viðskiptalöndum okkar.
Fasteignir
27. maí 2024
Vikubyrjun 27. maí 2024
Velta á íbúðamarkaði hefur aukist á síðustu mánuðum og kaupsamningum fjölgað. Undirritaðir kaupsamningar á höfuðborgarsvæðinu í apríl í ár voru meira en tvöfalt fleiri en í apríl í fyrra.
Fiskveiðinet
22. maí 2024
Botnfisksveiðar vega upp á móti loðnubresti
Heildarafli íslenskra fiskiskipa dróst saman í fyrra og útflutningur sjávarafurða var 7,9% minni í fyrra en árið á undan. Aflaheimildir á þorski hafa dregist saman nokkur ár í röð en nú virðist þróunin vera að snúast við þar sem þorskkvóti var aukinn um 1% fyrir yfirstandandi veiðitímabil. Loðnuvertíð síðasta árs var mjög góð en í ár verður engin loðna veidd. Í nýlegri hagspá gerum við ráð fyrir hóflegum vexti í útflutningi sjávarafurða.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur