Samantekt
Á síðasta ári var 81,5 ma. kr. afgangur af viðskiptum við útlönd sem er aðeins minna en 2017 þegar 95,3 ma. kr. afgangur mældist. Hrein erlend staða í lok ársins var 279 ma. kr. (9,9% af VLF) og batnaði um 183 ma. kr. (6,6% af VLF) á árinu.
Fyrir lá að það yrði 159,2 ma. kr. halli af vöruskiptajöfnuði, 245,7 ma. kr. afgangur af þjónustujöfnuði, og því 86,5 ma. kr. afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum við útlönd.
Afgangur af þáttatekjujöfnuði reyndist vera 16,8 ma. kr. en hallinn af rekstrarframlögum var 21,9 ma. kr. Þetta skýrir 5,1 ma. kr. lægri afgang af viðskiptajöfnuði en af vöru-og þjónustu.
Lesa Hagsjána í heild
Hagsjá: Minni afgangur af viðskiptum við útlönd en erlend staða batnar (PDF)