Hag­sjá: Mik­il hækk­un fast­eigna­verðs í stærri bæj­um á lands­byggð­inni

Sé litið á hækkun fasteignaverðs á einu ári, frá 1. ársfjórðungi 2017 til sama tíma 2018, hefur hún verið mun meiri í fjórum stærstu bæjum landsins en í Reykjavík. Hækkunin var langmest á Akranesi og svo í Árborg, en svipuð á Akureyri og í Reykjanesbæ. Í Reykjavík var hækkunin mun minni.
10. apríl 2018

Samantekt

Eins og margoft hefur komið fram í Hagsjám hefur fasteignaverð í stærri bæjum utan höfuðborgarsvæðisins þróast með svipuðum hætti og á höfuðborgarsvæðinu síðustu misseri. Eðli málsins samkvæmt eru sveiflur í mældu fasteignaverði meiri utan höfuðborgarsvæðisins vegna færri viðskipta, en þróunin til lengri tíma hefur verið álíka. Svo virðist þó vera að sú kólnun sem varð á markaðnum á höfuðborgarsvæðinu á seinni hluta ársins 2017 hafi ekki náð til stærri bæja úti á landi, allavega ekki enn sem komið er.

Sé litið á hækkun fasteignaverðs  á einu ári, frá 1. ársfjórðungi 2017 til sama tíma 2018, hefur hún verið mun meiri í fjórum stærstu bæjum landsins en í Reykjavík. Hækkunin var langmest á Akranesi og svo í Árborg, en svipuð á Akureyri og í Reykjanesbæ. Í Reykjavík var hækkunin mun minni og væntanlega enn lægri á höfuðborgarsvæðinu í heild.

Niðurstöður mælinga Hagstofunnar á hækkun fasteignaverðs á landsbyggðinni komu verulega á óvart í janúar og í mars. Síðustu 12 mánuði hefur þróun fasteignaverðs á landsbyggðinni verið til hækkunar vísitölu neysluverðs í 10 skipti af 12. Það þarf ekki að koma á óvart miðað við þróun á fasteignamarkaði síðustu ár.

Nú í mars var hækkun fasteignaverðs á landsbyggðinni á 12 mánaða grundvelli 22,2% samkvæmt tölum Hagstofunnar og hækkun frá 1. ársfjórðungi 2017 til sama tíma 2018 17,9%. Sú tala stemmir ágætlega við þær tölur um hækkun í stærri bæjum sem kom fram hér að ofan.

Frá því í nóvember hefur þróun fasteignaverðs í stærri bæjum verið mjög óregluleg. Það kemur alls ekki á óvart í ljósi þess hve litlir þessir markaðir eru. Sveiflurnar eru sérstaklega miklar á Akranesi, enda er hann minnsti bærinn af þessum fjórum. Sé litið á vegnar meðalbreytingar á verði miðað við stærð þessara bæja má sjá að verðbreytingar milli mánaða fylgja ekki sama mynstri og tölur Hagstofunnar úr vísitölu neysluverðs. Samkvæmt tölum Þjóðskrár hefur vegið meðaltal verðhækkana í þessum fjórum bæjum verið tæp 8% frá því í nóvember en tölur Hagstofunnar segja hækkunina um 7%. Heildarhækkunin er svipuð en breytingin milli einstakra mánaða er mjög mismunandi.

Hagstofan notar ákveðnar aðferðir til að jafna út verðsveiflur þannig að þessi munur á milli talna stóru bæjanna frá Þjóðskrá og tölum úr neyslugrunni vísitölu neysluverðs kemur ekki á óvart. Það er hins vegar mikilvægt að aðferðafræðin við útreikninga húsnæðisverðs í vísitölu neysluverðs sé þekkt þannig að niðurstaðan komi ekki verulega á óvart og hafi truflandi áhrif á markaði eins og gerðist nú í janúar og mars.

Innbyrðis hlutfall fjölbýlis og sérbýlis getur skipt töluverðu máli í verðþróun á fasteignamarkaði. Yfirleitt er því þannig farið að fermetraverð er hærra á fjölbýli en sérbýli og því hærra sem íbúðir eru minni. Þessi mynd er töluvert öðruvísi en almennt er talið í bæjunum fjórum sem hér hafa verið til skoðunar. Á fyrsta ársfjórðungi í ár var fermetraverð sérbýlis að jafnaði um 86% af fermetraverði fjölbýlis í Reykjavík. Á Akureyri og í Árborg var nær enginn munur á fermetraverði þessara íbúðategunda. Á Akranesi og í Reykjanesbæ er fjölbýlið dýrara, en samt hlutfallslega ódýrara en í Reykjavík.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Mikil hækkun fasteignaverðs í stærri bæjum á landsbyggðinni (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
Bananar í verslun
28. feb. 2024
Verðbólga 6,6% og hjaðnar mun minna en búist var við
Vísitala neysluverðs hækkaði um 1,33% milli mánaða í febrúar og við það hjaðnaði ársverðbólga lítillega, úr 6,7% í 6,6%. Janúarútsölur gengu hraðar til baka en oft áður og gjaldskrárhækkanir fyrir sorphirðu, holræsi og kalt vatn höfðu meiri áhrif til hækkunar en við höfðum spáð. Reiknuð húsaleiga hækkaði minna en við gerðum ráð fyrir, en flugfargjöld til útlanda hækkuðu þvert á spá okkar um lækkun á milli mánaða.
Vöruhótel
26. feb. 2024
Vikubyrjun 26. febrúar 2024
Á árunum 2010 til 2019 var samfelldur afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum við útlönd. Nokkur halli var árin 2020 og 2021 á meðan heimsfaraldurinn geisaði, en síðan hafa utanríkisviðskipti verið nokkurn veginn í jafnvægi.
Gata í Reykjavík
22. feb. 2024
Vísitala íbúðaverðs hækkar áfram örlítið milli mánaða
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 0,4% á milli mánaða í janúar. Sérbýli hækkaði um 0,1% og fjölbýli um 0,4%. Raunverð íbúða er nokkurn veginn það sama og fyrir einu ári. Undirrituðum kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði á milli ára síðustu fjóra mánuði eftir að hafa fækkað sífellt frá miðju ári 2021.
Bátur
19. feb. 2024
Vikubyrjun 19. febrúar 2024
Nokkur breyting hefur orðið á samsetningu vinnumarkaðarins hér á landi frá árinu 1991. Stjórnendum, sérfræðingum, sérmenntuðu starfsfólki, þjónustu- og verslunarfólki hefur fjölgað verulega á sama tíma og skrifstofufólki, bændum og fiskveiðifólki hefur fækkað.
Peningaseðlar
15. feb. 2024
Spáum áframhaldandi hjöðnun í febrúar: Úr 6,7% í 6,1%
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,89% milli mánaða í febrúar og að ársverðbólga hjaðni úr 6,7% í 6,1%. Útsölulok munu hafa mest áhrif til hækkunar á milli mánaða í febrúar, samkvæmt spánni. Þá koma gjaldskrárhækkanir á sorphirðu, fráveitu og köldu vatni inn í mælingar nú í febrúar. Lægri flugfargjöld til útlanda vega þyngst á móti hækkunum, gangi spáin eftir.
Flugvél
12. feb. 2024
Ferðamenn dvelja skemur og eyða færri krónum
Um 131 þúsund erlendir ferðamenn fóru um Keflavíkurflugvöll í janúar. Þeir voru fleiri en í janúar í fyrra en færri en árin fyrir faraldur. Fjórði ársfjórðungur síðasta árs var sá fjölmennasti frá upphafi.
Smiður
12. feb. 2024
Vikubyrjun 12. febrúar 2024
Á fjórða ársfjórðungi síðasta árs voru fleiri atvinnulausir á Íslandi en sem nam lausum störfum. Því var öfugt farið um mitt ár 2022 þegar spennan á vinnumarkaði var sem mest og fyrirtæki kepptust um starfsfólk. Þessi viðsnúningur er eitt merki þess að tekið sé að draga út spennu á vinnumarkaði, ekki síst vegna aukins peningalegs aðhalds.
Hús í Reykjavík
9. feb. 2024
Meirihluti útistandandi íbúðalána nú verðtryggður
Hátt vaxtastig hefur breytt samsetningu íbúðalána til heimila. Meirihluti útistandandi íbúðalána heimila er nú verðtryggður, en heimili hafa frá byrjun síðasta árs í auknum mæli fært sig úr óverðtryggðum lánum yfir í verðtryggð. Hrein ný íbúðalán banka og lífeyrissjóða hafa aukist frá miðju síðasta ári en drógust nú saman milli mánaða í desember.
5. feb. 2024
Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf - janúar 2024
Meðfylgjandi er mánaðarlegt yfirlit sértryggðra skuldabréfa.
Mynt 100 kr.
5. feb. 2024
Vikubyrjun 5. febrúar 2024
Verðbólga hefur hjaðnað síðustu mánuði, en auk þess hefur hlutfall undirliða sem hafa hækkað um meira en 10% á undanförnum 12 mánuðum fækkað.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur