Hag­sjá: Mið­borg­in dýr­asta hverf­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu 2017

Á árinu 2017 var hæsta meðalverð sérbýlis á höfuðborgarsvæðinu í miðborginni um 502 þús. kr. á m2 sem er um 21% hærra verð en í næsta hverfi á eftir, Arnanesið. Ódýrustu hverfin 2017 voru Seljahverfið og Breiðholt annað (þ.e. Stekkir, Bakkar, Mjódd, Hólar og Fell) í Reykjavík.
4. júní 2018

Samantekt

Hækkun fermetraverðs á höfuðborgasvæðinu milli áranna 2016-2017 nam 20,1% samkvæmt tölum Þjóðskrár. Mesta hækkun í einu hverfi var 48,0% á Arnanesi og minnsta hækkun var 11,2% í miðborginni.

Á árinu 2017 var hæsta meðalverð sérbýlis á höfuðborgarsvæðinu í miðborginni um 502 þús. kr. á m2 sem er um 21% hærra verð en í næsta hverfi á eftir. Næst dýrasta hverfið var Arnanesið og í þriðja sæti Seltjarnarnes. Af 10 dýrustu hverfunum á höfuðborgasvæðinu eru 5 í Reykjavík þar sem Laugardalur er í 4. sæti, Grafarholt í 7. sæti og Vesturbær, Hlíðar og Háaleiti í 8. sæti.

Ódýrustu hverfin 2017 voru Seljahverfið og Breiðholt annað í Reykjavík.

Mesta verðhækkun milli 2016 og 2017 var á Arnarnesi í Garðabæ. Hún nam 48,0%, sem er rúmum 27 prósentustigum yfir meðalhækkun og um 22 prósentustigum meira en hækkunin í Grafarvogi, sem var næst mest, eða um 25,8%. Næst á eftir komu Laugardalur með 24,6% hækkun og Árbær og Norðlingaholt með 23,1% hækkun.

Minnsta verðhækkunin var í miðborginni, eða 11,2%. Þar á eftir komu Vesturbær, Hlíðar og Háaleiti ásamt Kórum, Hvörfum og Þingi með 13% hækkun.

Frá árinu 2009 hefur Miðborgin almennt verið dýrasta hverfið á meðan Seljahverfi og Breiðholt annað hafa verið þau ódýrustu.

Sé litið á þróun hæsta og lægsta verðs á svæðinu öllu frá árinu 1990 hefur það verð sem hefur mest hækkað 8,8-faldast meðan það hverfi sem hefur tekið minnstu breytingum hefur 5,0-faldast. Sé hins vegar litið á þróunina frá aldamótum hefur verð einstaks hverfis mest 4,8-faldast og minnsta 3,1-faldast.

Undanfarið hefur verð hækkað mest í úthverfum Reykjavíkur og nágrannabæjarfélögum þess. Ætla má að það skýrist vegna framboðsskorts miðsvæðis í Reykjavík sem hefur valdið aukinni eftirspurn í öðrum hverfum með tilheyrandi verðhækkunum. Þar að auki var verð í eftirsóttustu hverfunum orðið mjög hátt, sem aftur beinir eftirspurninni út í ódýrari hverfi, sem þá hækka enn frekar.

Hvað dýrasta hverfið, miðborgina, varðar voru litlar breytingar á milli ára. Miðborgin heldur áfram sterkri stöðu sinni sem dýrasta hverfið. Sömuleiðis heldur Seljahverfið áfram að vera ódýrasta hverfið á höfuðborgasvæðinu, líkt og undanfarin ár.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Miðborgin dýrasta hverfið á höfuðborgarsvæðinu 2017 (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
6. sept. 2024
Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf - ágúst 2024
Meðfylgjandi er mánaðarlegt yfirlit sértryggðra skuldabréfa.
Lyftari í vöruhúsi
5. sept. 2024
Halli á viðskiptum við útlönd á 2. ársfjórðungi
Halli mældist á viðskiptum við útlönd á öðrum fjórðungi þessa árs, ólíkt öðrum ársfjórðungi í fyrra, þegar lítils háttar afgangur mældist. Það var afgangur af þjónustujöfnuði og frumþáttatekjum, en halli á vöruskiptum og rekstrarframlögum. Hrein staða þjóðarbúsins versnaði lítillega á fjórðungnum.
3. sept. 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 3. september 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Íslenskir peningaseðlar
2. sept. 2024
Vikubyrjun 2. september 2024
Verðbólga lækkaði óvænt á milli mánaða í ágúst. Hagkerfið dróst örlítið saman á milli ára á öðrum ársfjórðungi, en á sama tíma er nú ljóst að hagvöxtur í fyrra var meiri en áður var talið og einnig að samdráttur var minni á fyrsta ársfjórðungi. Í þessari viku birtir Seðlabankinn gögn um greiðslujöfnuð við útlönd og fundargerð peningastefnunefndar.
Bílar
30. ágúst 2024
Samdráttur annan ársfjórðunginn í röð
Hagkerfið dróst örlítið saman á milli ára á öðrum ársfjórðungi, samkvæmt nýbirtum þjóðhagsreikningum Hagstofunnar. Á sama tíma er nú ljóst að hagvöxtur var meiri í fyrra en áður var talið og samdráttur einnig minni á fyrsta ársfjórðungi. Umsvif í hagkerfinu eru því meiri en áður var talið þótt landsframleiðsla dragist saman.
Paprika
29. ágúst 2024
Verðbólga undir væntingum - lækkar í 6,0%
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,09% á milli mánaða í ágúst, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Ísland. Ársverðbólga lækkar því úr 6,3% í 6,0%, um 0,3 prósentustig. Vísitalan hækkaði nokkuð minna en við gerðum ráð fyrir, en við spáðum óbreyttri verðbólgu. Það sem kom okkur mest á óvart var lækkun á menntunarliðnum, sem skýrist af niðurfellingu á skólagjöldum einstaka háskóla. Verð á matarkörfunni lækkaði í fyrsta skiptið í þrjú ár. 
Flutningaskip
27. ágúst 2024
Halli á vöru- og þjónustuviðskiptum þrjá ársfjórðunga í röð
Afgangur af þjónustuviðskiptum náði ekki að vega upp halla af vöruviðskiptum á öðrum ársfjórðungi, ólíkt því sem var fyrir ári síðan. Bæði var meiri halli af vöruviðskiptum og minni afgangur af þjónustuviðskiptum en á öðrum fjórðungi síðasta árs.
Hús í Reykjavík
26. ágúst 2024
Vikubyrjun 26. ágúst 2024
Peningastefnunefnd hélt vöxtum óbreyttum í síðustu viku, eins og búist var við. Nokkur kraftur er í fasteignamarkaðnum og vísitala íbúðaverðs og vísitala leiguverðs hækkuðu báðar þó nokkuð í júlí. Í þessari viku fáum við verðbólgutölur fyrir ágústmánuð og þjóðhagsreikninga annars ársfjórðungs. 
Rafbíll í hleðslu
20. ágúst 2024
Ný aðferð hefur skilað lægri verðbólgumælingum
Hagstofan hefur frá því í júní notað nýja aðferð við að mæla kostnað við búsetu í eigin húsnæði. Hefði Hagstofan ekki breytt um aðferð væri verðbólgumælingin nú líklega hærri. Um næstu áramót áforma stjórnvöld að breyta innheimtu gjalda á ökutæki sem mun að líkindum einnig hafa áhrif til lækkunar á mældri verðbólgu.
19. ágúst 2024
Neysla heimila meiri en áður var talið 
Uppfærð gögn Seðlabankans gefa til kynna að kortavelta íslenskra heimila hafi verið þó nokkuð meiri á þessu ári en áður var talið. Heildarkortavelta Íslendinga hefur aukist á milli ára alla mánuði ársins og hefur verið 4% meiri að raunvirði það sem af er ári en á sama tímabili í fyrra.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur