Samantekt
Við greindum frá því á dögunum að almennt hafi verðhækkanir á síðasta ári verið sögulega litlar á höfuðborgarsvæðinu og stöðugleiki ríkt á húsnæðismarkaði. Þróunin var þó misjöfn eftir hverfum höfuðborgarsvæðisins, mismikið seldist af nýjum íbúðum, verðálag nýbygginga var mishátt og verðhækkanir því einnig mismiklar.
Af einstaka svæðum höfuðborgarsvæðisins hækkaði verð mest um tæp 7% milli ára í Garðbæ í fyrra. Tæplega helmingur allrar íbúðasölu í Garðbæ síðustu ár hefur verið vegna sölu á nýbyggingum, og nýju íbúðirnar í Garðbæ hækkuðu um 10% milli ára í fyrra sem er meiri hækkun en mældist annars staðar.
Sé litið til meðalhækkunar á ári á síðustu fjórum árum hefur verð að jafnaði hækkað mest milli ára í Mosfellsbæ og minnst í miðbæ Reykjavíkur. Miðbærinn virðist ekki hafa fylgt verðþróun í öðrum hverfum, með þeim afleiðingum að svokallað miðborgarálag hefur lækkað. Í fyrra voru íbúðir á bilinu 9-31% ódýrari fyrir utan miðborgina, samanborið við 16-39% ódýrari árið 2015.
Minna hefur selst af nýjum íbúðum í miðbæ Reykjavíkur samanborið nágrannasveitarfélög á síðustu árum sem kann að vera skýringin á hægari verðþróun. Að jafnaði hafa nýbyggingar verið tæp 12% af seldum íbúðum í miðborginni samanborið við 20-50% í Garðabæ, Mosfellsbæ og Kópavogi.
Lesa Hagsjána í heild









