Hag­sjá: Mesta hækk­un fast­eigna­verðs milli ára frá ár­inu 2005

Fasteignaverð hækkaði um 18,9% milli áranna 2016 og 2017. Árið á undan hafði verðið hækkað um 11%. Hækkunin í fyrra er sú mesta frá árinu 2005, þegar hún var 35%.
17. janúar 2018

Samantekt

Samkvæmt tölum Þjóðskrár hækkaði fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu um 0,2% í desember. Þar af hækkaði verð á fjölbýli um 0,4% og verð á sérbýli lækkaði um 0,4%. Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hafði nú í desember hækkað um 1,8% á síðustu sex mánuðum, en hækkaði um 13,7% næstu sex mánuði þar á undan. Tími mikilla verðhækkana virðist því nær örugglega vera liðinn og vænta má að meiri ró verði á þessum markaði á næstu misserum.

Fasteignaverð hækkaði um 18,9% milli áranna 2016 og 2017, fjölbýli um 18.6% og sérbýli um 19,4%. Árið á undan hafði verðið hækkað um 11%. Hagfræðideild hafði spáð 19% hækkun nú. Hækkunin í fyrra er sú mesta frá árinu 2005, þegar hún var 35%. Meðalhækkunin frá árinu 2002 til 2017 var 9% á milli ára þannig að hækkunin í fyrra er rúmlega tvöfalt meiri.

Raunverð fasteigna hækkaði um 21,5% milli áranna 2016 og 2017 sem er næstmesta hækkun frá árinu 2005. Meðalhækkun frá árinu 2000 er 5,4% þannig að raunhækkunin 2017 var fjórföld á við meðaltalið frá aldamótum.

Viðskipti með fasteignir á höfuðborgarsvæðinu voru minni í desember en síðustu tvo mánuði þar á undan og gildir það bæði um fjölbýli og sérbýli. Viðskiptin í nóvember voru engu að síður álíka mikil og þau voru að meðaltali á árinu.

Sé litið á fjölda viðskipta yfir lengra tímabil má sjá að þeim fækkaði töluvert frá síðasta ári og voru svipuð og á árinu 2015. Fækkun viðskipta var hlutfallslega mun meiri með sérbýli en þar var fækkun viðskipta um 16%. Viðskiptum með fjölbýli fækkaði um 5% milli ára. Sjö ára tímabili síaukinna viðskipta á höfuðborgarsvæðinu lauk því á árinu 2016.

Á síðustu misserum hafa tveir meginþættir togast á sem áhrifaþættir verðbólgu - fasteignaverð og styrking gengis. Hefði fasteignaverð ekki hækkað með viðlíka hætti og raunin var hefði mælst verðhjöðnun hér á landi í nokkurn tíma. Verðtölurnar í nóvember sneru þessari þróun algerlega við þar sem fasteignaverðið dró verðlag og þar með verðbólgu niður á við. Svipaða sögu má segja um desember hvað breytingar á fasteignaverði varðar.

Eins og alltaf er varasamt að horfa mjög mikið á niðurstöður einstakra mánaða við mat á verðþróun á fasteignamarkaði. Samanburður milli ára segir ávallt sína sögu en engu að síður bendir þróun síðustu mánaða óneitanlega til þess að kaflaskil hafi orðið á fasteignamarkaðnum á höfuðborgarsvæðinu.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Mesta hækkun fasteignaverðs milli ára frá árinu 2005 (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
29. sept. 2023
Spáum 0,5 prósentustiga stýrivaxtahækkun
Við spáum því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hækki vexti bankans um 0,5 prósentustig í næstu viku. Hækkunin yrði sú fimmtánda í röð og meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, færu úr 9,25% í 9,75%.
Fjölbýlishús
28. sept. 2023
Ársverðbólga eykst úr 7,7% í 8,0%
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,35% milli mánaða í september og við það jókst ársverðbólga úr 7,7% í 8,0%. Flugfargjöld til útlanda lækkuðu mun minna en við bjuggumst við en að öðru leyti var mælingin nokkurn veginn í takt við okkar spá. Framlag þjónustu og húsnæðis til ársverðbólgu jókst á hlut annarra liða. Við gerum enn ráð fyrir að verðbólga hjaðni næstu mánuði.
Byggingakrani og fjölbýlishús
25. sept. 2023
Vikubyrjun 25. september 2023
Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,7% milli mánaða í ágúst, samkvæmt gögnum sem HMS birti í síðustu viku. Vísitalan lækkaði þó nokkuð í júní og júlí og hækkunin kom því nokkuð á óvart. Í næstu viku ber hæst birting Hagstofunnar á vísitölu neysluverðs á fimmtudag.
Fasteignir
20. sept. 2023
Vísitala íbúðaverðs hækkar lítillega og verðbólguspáin með
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 0,7% milli mánaða í ágúst. Árshækkun vísitölunnar fór úr 0,8% í 2,0%. Undirritaðir kaupsamningar á höfuðborgarsvæðinu voru 9,6% færri í júlí en í sama mánuði í fyrra. Vísitalan er hærri en við gerðum ráð fyrir við gerð verðbólguspár fyrir septembermánuð og því færum við hana upp og spáum 7,8% ársverðbólgu í stað 7,7%.
Flugvöllur, Leifsstöð
18. sept. 2023
Aukinn þjónustuútflutningur skýrist allur af vexti ferðaþjónustu
Um 282 þúsund erlendir ferðamenn fóru um Keflavíkurflugvöll í ágúst. Ef sumarmánuðirnir eru teknir saman hafa aðeins einu sinni komið fleiri ferðamenn að sumri, árið 2018. Samkvæmt nýjustu þjóðhagsreikningum Hagstofunnar jókst þjónustuútflutningur á fyrstu tveimur fjórðungum ársins um 21%, og má rekja allan þann vöxt til ferðaþjónustunnar.
Hverasvæði
18. sept. 2023
Vikubyrjun 18. september 2023
Í síðustu viku komu tölur um brottfarir frá Leifsstöð, skráð atvinnuleysi og veltu greiðslukorta. Í þessari viku ber hæst vísitala íbúðaverðs, sem kemur á þriðjudag, og yfirlýsing fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands, sem gefin verður út á miðvikudaginn.
Símagreiðsla
15. sept. 2023
Frekari merki um hægari takt
Nýjar kortaveltutölur bera með sér frekari vísbendingar um að verulega sé að hægja á innlendri eftirspurn. Heildarkortavelta íslenskra heimila dróst saman um 3,4% milli ára í ágúst. Kortavelta Íslendinga innanlands var 4,3% minni en í ágúst í fyrra á föstu verðlagi og hefur nú dregist saman sex mánuði í röð. Erlendis jókst kortavelta Íslendinga um 0,7% á milli ára og kortaveltujöfnuður er jákvæður um 19,2 milljarða.
Flugvél
14. sept. 2023
Spáum 7,7% verðbólgu í september
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,07% milli mánaða í september og að ársverðbólga standi í stað og verði áfram 7,7%. Útsölulok hafa aftur mest áhrif til hækkunar milli mánaða í september samkvæmt spánni. Það sem helst dregur spána niður er árstíðabundin lækkun á flugfargjöldum til útlanda. Við gerum ráð fyrir að verðbólga lækki áfram næstu mánuði og verði 6,6% í desember.
Foss
11. sept. 2023
Vikubyrjun 11. september 2023
Í síðustu viku birti Seðlabankinn fundargerð peningastefnunefndar. Samkvæmt henni greiddi einn nefndarmaður atkvæði gegn tillögu seðlabankastjóra um að hækka vexti um 0,50 prósentustig á síðasta fundi nefndarinnar og hefði heldur kosið að hækka þá um 0,25 prósentustig. Í þessari viku berast gögn yfir fjölda brottfara um Leifsstöð, skráð atvinnuleysi og kortaveltu.
4. sept. 2023
Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf - ágúst 2023
Meðfylgjandi er mánaðarlegt yfirlit um sértryggð skuldabréf.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur