Samantekt
Gistinætur á hótelum námu rúmum 646 þúsund í nóvember og fjölgaði þeim um 5,3% frá sama mánuði í fyrra. Þetta er mesta fjölgun gistinátta á hótelum á þessu ári en næstmesta fjölgunin var í október þegar hún mældist 3,4%.
Gistinóttum Íslendinga fjölgaði um 7,6% og gistinóttum erlendra ferðamanna fjölgaði um 5%. Þetta er mesta fjölgun gistinátta erlendra ferðamanna á þessu ári en áður hafði fjölgunin verið næstmest í október, 3,2%. Til samanburðar fækkaði erlendum ferðamönnum 11,6% í nóvember. Á fyrstu 6 mánuðum ársins mældist samfelld fækkun gistinátta erlendra ferðamanna borið saman við sama tímabil árið áður. Í fjórum af síðustu fimm mánuðum hefur gistinóttum erlendra ferðamanna farið fjölgandi á ný.