Hagsjá: Mánaðaryfirlit yfir gjaldeyrismarkaðinn
Samantekt
Íslenska krónan veiktist lítillega á móti gjaldmiðlum helstu viðskiptalanda okkar í apríl, fyrir utan sænsku krónuna. Í lok dags í gær (6.5.2019) stóð evran í 136,1 og hafði hækkað um 2,3% síðan um áramót. Bandaríkjadalur stóð í 121,5 og hafði hækkað um 4,7% frá áramótum. Velta á gjaldeyrismarkaði í apríl var 12,4 ma.kr. í samanburði við 32,2 ma.kr. veltu í mars.
Seðlabankinn greip ekki inn á markaði í apríl. Síðasta inngrip bankans var í kjölfar gjaldþrots WOW air þann 28. mars þegar hann seldi 6 m.evra (0,8 ma.kr.).
Lesa Hagsjána í heild









