Samantekt
Nokkur ládeyða hefur ríkt á gjaldeyrismarkaði það sem af er ári. Veltan fyrstu þrjá mánuði ársins hefur verið að meðaltali 9 ma.kr. í samanburði við 49 ma.kr. á sama tímabili 2017. Samhliða minni veltu hafa sveiflur milli daga minnkað. Dagsveiflur íslensku krónunnar gagnvart evru eru orðnar minni en sveiflur sænsku og norsku krónunnar gagnvart evru. Nokkra athygli vekur að á fyrstu tveimur mánuðum ársins jukust innlán í Bandaríkjadölum á innlendum gjaldeyrisreikningum um 19 ma.kr., eða úr 65 mö.kr. í 84 ma.kr.