Samantekt
Krónan veiktist um 2,3% á móti evrunni í febrúar. Í lok mánaðarins stóð evran í 139,6 krónum samanborið við 136,4 krónur í lok janúar. Það sem af er marsmánuði hefur krónan veikst um önnur 1,8% og var 142,1 í lok dags 4. mars.
Seðlabankinn greip ekki inn á markað í febrúar. Mánudaginn 2. mars seldi hann 3 m. evra (427 m. kr.) á móti veikingu krónunnar. Þetta voru fyrstu inngrip síðan hann keypti 15 m.evrur (2,0 ma. kr.) um miðjan september 2019.
Lesa Hagsjána í heild









