Hagsjá: Mánaðaryfirlit yfir gjaldeyrismarkaðinn
Samantekt
Frá áramótum hefur íslenska krónan veikst á móti gjaldmiðlum allra helstu viðskiptalanda okkar, að sænsku krónunni undanskilinni. Alls er krónan um 10% veikari á móti evru og 14% veikari á móti Bandaríkjadal en þegar hún var sterkust síðasta sumar.
Á þriðjudag tóku nýjar reglur um losun fjármagnshafta á aflandskrónueigendur og lækkun sérstakrar bindiskyldu á fjármagnsinnstreymi gildi. Eitthvað útflæði virðist hafa fylgt gildistökunni, en Seðlabankinn greip inn á markaðnum og seldi 18 milljónir evra (2,5 ma.kr.) þennan dag.