Hag­sjá: Líf­leg við­skipti á fast­eigna­mark­aði í sept­em­ber

Samkvæmt upplýsingum Þjóðskrár voru veruleg umskipti á fasteignamarkaði höfuðborgarsvæðisins í september hvað fjölda viðskipta varðar. Alls var þinglýst um 680 kaupsamningum fyrir íbúðarhúsnæði í september og hafa þeir ekki verið fleiri síðan í janúar sl.
10. október 2019

Samantekt

Samkvæmt upplýsingum Þjóðskrár voru veruleg umskipti á fasteignamarkaði höfuðborgarsvæðisins í september hvað fjölda viðskipta varðar. Alls var þinglýst um 680 kaupsamningum í september og hafa þeir ekki verið fleiri síðan í janúar sl. og í raun er sjaldgæft að þeir séu svona margir í einum mánuði. Alls var þinglýst 557 samningum um íbúðir í fjölbýli og 120 um eignir í sérbýli.

Í lengri tíma ljósi eru meðalviðskipti hvers mánaðar það sem af er árinu svipuð og var á árinu 2017 og töluvert minni en var á árinu 2018. Viðskipti jukust stöðugt ár frá ári allt frá árinu 2016 til 2019 Síðan þá hefur þróunin verið nokkuð niður á við. Mikil viðskipti nú í september hafa lyft meðaltali ársins 2019 töluvert.

Eftir tiltölulega hæga verðþróun frá því í mars varð verðhækkunin á höfuðborgarsvæðinu talsvert meiri í ágúst en var mánuðina á undan. Upplýsingar um verðþróunina í september koma í næstu viku og verður áhugavert að sjá hvort áframhald verður á þeirri þróun. Eins og margoft hefur verið tekið fram í umfjöllunum Hagfræðideildar er þó varasamt að taka mark á tölum fyrir einstaka mánuði í þessum efnum.

Öllum er ljóst að enn er verið að byggja mikið af íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu og það gildir einnig um nágrannasveitarfélögin. Samkvæmt talningum Samtaka iðnaðarins, sem eru einu haldbæru upplýsingarnar um byggingarstarfsemi hér á landi, voru um 200 fleiri íbúðir í byggingu nú í september en var fyrir ári síðan. Íbúðum á síðari byggingarstigum fjölgaði meira sem gæti bent til þess að kúfurinn væri að færast aftar í byggingaferlinu. Þá virðist sem innflutningur á mikilvægum byggingarefnum eins og járni og sementi hafi dregist saman að undanförnu sem bendir til þess að tekið sé að hægja á.

Sé litið á síðustu spá Samtaka iðnaðarins á grundvelli talninga má sjá að ekki verður um samdrátt að ræða hvað fullkláraðar íbúðir varðar á næstu árum. Þannig er reiknað með að u.þ.b. 2.300 íbúðir komi árlega inn á markaðinn á höfuðborgarsvæðinu á næstu árum. Spá SI hefur þó leitað niður á við sé litið til þess sem spáð var fyrir ári síðan.

Stórar tölur hafa verið nefndar um meinta eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði á svæðinu. Jafnvel þótt um nokkurt ofmat á þörf geti verið að ræða er ljóst að á næstu árum mun koma töluvert framboð inn á markað sem ætti að koma verulega til móts við eftirspurnina.

Margoft hefur verið bent á það í Hagsjám að ekki sé verið að byggja þær tegundir íbúða sem fólk vill, þ.e. minni og einfaldari. Þá höfum við einnig bent á að eftirspurn eftir stærri og dýrari íbúðum í miðborginni hefur greinilega verið ofmetin þannig að sala á íbúðum á þessu svæði hefur gengið hægar en framkvæmdaaðilar gerðu ráð fyrir.

Í nýju riti Seðlabankans um fjármálastöðugleika er fjallað um þessa stöðu sem áhættuþátt. Þar er bent á að nýbyggingar hafi selst hægar en áður og er þar einkum bent á miðsvæði Reykjavíkur. Þannig telur Seðlabankinn að offramboð geti myndast á næstu mánuðum á ákveðnum svæðum.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Lífleg viðskipti á fasteignamarkaði í september (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
15. apríl 2024
Vikubyrjun 15. apríl 2024
Verðbólga hjaðnar þó nokkuð í apríl, úr 6,8% í 6,1%, en breytist lítið næstu mánuði þar á eftir og verður 5,9% í júlí, samkvæmt okkar nýjustu verðbólguspá. Þótt vaxtahækkanir hafi slegið nokkuð á eftirspurn má enn greina kraft í hagkerfinu og spennu á vinnumarkaði. Þá mælast verðbólguvæntingar enn vel yfir markmiði.
Epli
11. apríl 2024
Spáum lækkun verðbólgu úr 6,8% í 6,1%
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,61% á milli mánaða í apríl og að ársverðbólgalækki töluvert, eða úr 6,8% í 6,1%. Mest áhrif til hækkunar í spá okkar hafa reiknuð húsaleiga, flugfargjöld til útlanda og matarkarfan. Apríl í fyrra var stór hækkunarmánuður og þar sem við gerum ráð fyrir töluvert minni mánaðarhækkun nú lækkar ársverðbólga töluvert. Á móti gerum við ekki ráð fyrir því að verðbólga lækki mikið næstu mánuði þar á eftir og búumst við því að hún verði 5,9% í júlí.
Gönguleið
8. apríl 2024
Vikubyrjun 8. apríl 2024
Um 14% fleiri ferðamenn fóru um Keflavíkurflugvöll í febrúar síðastliðnum en í febrúar í fyrra. Ferðamenn gistu þó skemur en áður, því skráðum gistinóttum fækkaði um 2,7% á milli ára í febrúar.
3. apríl 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 3. apríl 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
2. apríl 2024
Vikubyrjun 2. apríl 2024
Um 30% fyrirtækja vilja fjölga starfsfólki á næstu sex mánuðum, samkvæmt nýjustu könnun Gallup meðal 400 stærstu fyrirtækja landsins sem var framkvæmd í mars. Hlutfallið eykst úr 23% frá síðustu könnun sem var gerð í desember.  
Íbúðir
26. mars 2024
Hækkandi íbúðaverð kyndir undir verðbólgu
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,8% milli mánaða í mars og við það jókst ársverðbólga úr 6,6% í 6,8%. Langmest áhrif til hækkunar í mælingunni má rekja til hækkunar á íbúðaverði, og þá sérstaklega utan höfuðborgarsvæðisins. Verð á nýjum bílum hafði mest áhrif til lækkunar í mars.
Seðlabanki
25. mars 2024
Vikubyrjun 25. mars 2024
Peningastefnunefnd Seðlabankans tilkynnti á miðvikudag að stýrivöxtum yrði haldið óbreyttum í 9,25%. Ákvörðunin var í samræmi við spá okkar, en tónninn í yfirlýsingunni var harðari en við bjuggumst við.
Ferðamenn
18. mars 2024
Vikubyrjun 18. mars 2024
Gögn síðasta árs benda til þess að þeir ferðamenn sem hingað komu hafi að meðaltali dvalið skemur en árið á undan en aftur á móti eytt meiru á dag.
Vélsmiðja Guðmundar
15. mars 2024
Að flytja út „annað“ er heldur betur að skila sér
Útflutningur hefur alltaf verið mjög mikilvægur fyrir Íslendinga og íslenskan efnahag. Lengst af var fiskurinn okkar aðal útflutningsvara, svo bættist álið við og nú síðasta áratuginn eða svo hefur ferðaþjónusta rutt sér til rúms og er orðin stærsta einstaka útflutningsvara Íslendinga. Á síðustu árum hefur annar útflutningur, þ.e. útflutningur sem ekki heyrir undir neinn þessara flokka, vaxið hratt og raunar hraðar en ferðaþjónustan, þó faraldurinn torveldi samanburðinn aðeins.
Fjölbýlishús
14. mars 2024
Spáum 6,6% verðbólgu í mars
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,57% milli mánaða í mars og að ársverðbólga verði óbreytt í 6,6%. Mest áhrif til hækkunar í spá okkar hafa reiknuð húsaleiga, flugfargjöld til útlanda, föt og skór og matarkarfan. Við eigum enn von á að verðbólgan hjaðni rólega næstu mánuði og verði komin niður í 5,4% í júní.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur