Hag­sjá: Líf­leg við­skipti á fast­eigna­mark­aði í sept­em­ber

Samkvæmt upplýsingum Þjóðskrár voru veruleg umskipti á fasteignamarkaði höfuðborgarsvæðisins í september hvað fjölda viðskipta varðar. Alls var þinglýst um 680 kaupsamningum fyrir íbúðarhúsnæði í september og hafa þeir ekki verið fleiri síðan í janúar sl.
10. október 2019

Samantekt

Samkvæmt upplýsingum Þjóðskrár voru veruleg umskipti á fasteignamarkaði höfuðborgarsvæðisins í september hvað fjölda viðskipta varðar. Alls var þinglýst um 680 kaupsamningum í september og hafa þeir ekki verið fleiri síðan í janúar sl. og í raun er sjaldgæft að þeir séu svona margir í einum mánuði. Alls var þinglýst 557 samningum um íbúðir í fjölbýli og 120 um eignir í sérbýli.

Í lengri tíma ljósi eru meðalviðskipti hvers mánaðar það sem af er árinu svipuð og var á árinu 2017 og töluvert minni en var á árinu 2018. Viðskipti jukust stöðugt ár frá ári allt frá árinu 2016 til 2019 Síðan þá hefur þróunin verið nokkuð niður á við. Mikil viðskipti nú í september hafa lyft meðaltali ársins 2019 töluvert.

Eftir tiltölulega hæga verðþróun frá því í mars varð verðhækkunin á höfuðborgarsvæðinu talsvert meiri í ágúst en var mánuðina á undan. Upplýsingar um verðþróunina í september koma í næstu viku og verður áhugavert að sjá hvort áframhald verður á þeirri þróun. Eins og margoft hefur verið tekið fram í umfjöllunum Hagfræðideildar er þó varasamt að taka mark á tölum fyrir einstaka mánuði í þessum efnum.

Öllum er ljóst að enn er verið að byggja mikið af íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu og það gildir einnig um nágrannasveitarfélögin. Samkvæmt talningum Samtaka iðnaðarins, sem eru einu haldbæru upplýsingarnar um byggingarstarfsemi hér á landi, voru um 200 fleiri íbúðir í byggingu nú í september en var fyrir ári síðan. Íbúðum á síðari byggingarstigum fjölgaði meira sem gæti bent til þess að kúfurinn væri að færast aftar í byggingaferlinu. Þá virðist sem innflutningur á mikilvægum byggingarefnum eins og járni og sementi hafi dregist saman að undanförnu sem bendir til þess að tekið sé að hægja á.

Sé litið á síðustu spá Samtaka iðnaðarins á grundvelli talninga má sjá að ekki verður um samdrátt að ræða hvað fullkláraðar íbúðir varðar á næstu árum. Þannig er reiknað með að u.þ.b. 2.300 íbúðir komi árlega inn á markaðinn á höfuðborgarsvæðinu á næstu árum. Spá SI hefur þó leitað niður á við sé litið til þess sem spáð var fyrir ári síðan.

Stórar tölur hafa verið nefndar um meinta eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði á svæðinu. Jafnvel þótt um nokkurt ofmat á þörf geti verið að ræða er ljóst að á næstu árum mun koma töluvert framboð inn á markað sem ætti að koma verulega til móts við eftirspurnina.

Margoft hefur verið bent á það í Hagsjám að ekki sé verið að byggja þær tegundir íbúða sem fólk vill, þ.e. minni og einfaldari. Þá höfum við einnig bent á að eftirspurn eftir stærri og dýrari íbúðum í miðborginni hefur greinilega verið ofmetin þannig að sala á íbúðum á þessu svæði hefur gengið hægar en framkvæmdaaðilar gerðu ráð fyrir.

Í nýju riti Seðlabankans um fjármálastöðugleika er fjallað um þessa stöðu sem áhættuþátt. Þar er bent á að nýbyggingar hafi selst hægar en áður og er þar einkum bent á miðsvæði Reykjavíkur. Þannig telur Seðlabankinn að offramboð geti myndast á næstu mánuðum á ákveðnum svæðum.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Lífleg viðskipti á fasteignamarkaði í september (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
29. sept. 2023
Spáum 0,5 prósentustiga stýrivaxtahækkun
Við spáum því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hækki vexti bankans um 0,5 prósentustig í næstu viku. Hækkunin yrði sú fimmtánda í röð og meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, færu úr 9,25% í 9,75%.
Fjölbýlishús
28. sept. 2023
Ársverðbólga eykst úr 7,7% í 8,0%
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,35% milli mánaða í september og við það jókst ársverðbólga úr 7,7% í 8,0%. Flugfargjöld til útlanda lækkuðu mun minna en við bjuggumst við en að öðru leyti var mælingin nokkurn veginn í takt við okkar spá. Framlag þjónustu og húsnæðis til ársverðbólgu jókst á hlut annarra liða. Við gerum enn ráð fyrir að verðbólga hjaðni næstu mánuði.
Byggingakrani og fjölbýlishús
25. sept. 2023
Vikubyrjun 25. september 2023
Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,7% milli mánaða í ágúst, samkvæmt gögnum sem HMS birti í síðustu viku. Vísitalan lækkaði þó nokkuð í júní og júlí og hækkunin kom því nokkuð á óvart. Í næstu viku ber hæst birting Hagstofunnar á vísitölu neysluverðs á fimmtudag.
Fasteignir
20. sept. 2023
Vísitala íbúðaverðs hækkar lítillega og verðbólguspáin með
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 0,7% milli mánaða í ágúst. Árshækkun vísitölunnar fór úr 0,8% í 2,0%. Undirritaðir kaupsamningar á höfuðborgarsvæðinu voru 9,6% færri í júlí en í sama mánuði í fyrra. Vísitalan er hærri en við gerðum ráð fyrir við gerð verðbólguspár fyrir septembermánuð og því færum við hana upp og spáum 7,8% ársverðbólgu í stað 7,7%.
Flugvöllur, Leifsstöð
18. sept. 2023
Aukinn þjónustuútflutningur skýrist allur af vexti ferðaþjónustu
Um 282 þúsund erlendir ferðamenn fóru um Keflavíkurflugvöll í ágúst. Ef sumarmánuðirnir eru teknir saman hafa aðeins einu sinni komið fleiri ferðamenn að sumri, árið 2018. Samkvæmt nýjustu þjóðhagsreikningum Hagstofunnar jókst þjónustuútflutningur á fyrstu tveimur fjórðungum ársins um 21%, og má rekja allan þann vöxt til ferðaþjónustunnar.
Hverasvæði
18. sept. 2023
Vikubyrjun 18. september 2023
Í síðustu viku komu tölur um brottfarir frá Leifsstöð, skráð atvinnuleysi og veltu greiðslukorta. Í þessari viku ber hæst vísitala íbúðaverðs, sem kemur á þriðjudag, og yfirlýsing fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands, sem gefin verður út á miðvikudaginn.
Símagreiðsla
15. sept. 2023
Frekari merki um hægari takt
Nýjar kortaveltutölur bera með sér frekari vísbendingar um að verulega sé að hægja á innlendri eftirspurn. Heildarkortavelta íslenskra heimila dróst saman um 3,4% milli ára í ágúst. Kortavelta Íslendinga innanlands var 4,3% minni en í ágúst í fyrra á föstu verðlagi og hefur nú dregist saman sex mánuði í röð. Erlendis jókst kortavelta Íslendinga um 0,7% á milli ára og kortaveltujöfnuður er jákvæður um 19,2 milljarða.
Flugvél
14. sept. 2023
Spáum 7,7% verðbólgu í september
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,07% milli mánaða í september og að ársverðbólga standi í stað og verði áfram 7,7%. Útsölulok hafa aftur mest áhrif til hækkunar milli mánaða í september samkvæmt spánni. Það sem helst dregur spána niður er árstíðabundin lækkun á flugfargjöldum til útlanda. Við gerum ráð fyrir að verðbólga lækki áfram næstu mánuði og verði 6,6% í desember.
Foss
11. sept. 2023
Vikubyrjun 11. september 2023
Í síðustu viku birti Seðlabankinn fundargerð peningastefnunefndar. Samkvæmt henni greiddi einn nefndarmaður atkvæði gegn tillögu seðlabankastjóra um að hækka vexti um 0,50 prósentustig á síðasta fundi nefndarinnar og hefði heldur kosið að hækka þá um 0,25 prósentustig. Í þessari viku berast gögn yfir fjölda brottfara um Leifsstöð, skráð atvinnuleysi og kortaveltu.
4. sept. 2023
Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf - ágúst 2023
Meðfylgjandi er mánaðarlegt yfirlit um sértryggð skuldabréf.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur