Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Hag­sjá: Leigu­verð íbúð­ar­hús­næð­is hækk­ar meira en kaup­verð

Tölur sýna að ávöxtun fyrirtækja af útleigu íbúða er ekki mikið meiri en einstaklinga og því hæpið að halda því fram að fyrirtæki hafi hækkað leiguverð meira en einstaklingar á síðustu árum. Það er að sama skapi ljóst að ávöxtun af útleigu íbúðarhúsnæðis hefur minnkað mikið á síðustu árum.
4. desember 2018

Samantekt

Samkvæmt tölum Þjóðskrár hækkaði leiguverð íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu um 1,4% milli september og október. Leiguverð hefur hækkað um 9,6% á síðustu 12 mánuðum á sama tíma og kaupverð fjölbýlis á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 4,1%. Leiguverð og kaupverð fjölbýlis þróuðust með svipuðum hætti frá upphafi ársins 2011 fram á árið 2016. Þá tók kaupverð að hækka mun meira og hélt sú þróun áfram allt fram til sumars 2017. Þannig hækkaði leiguverð um 70% frá upphafi ársins 2011 fram til júní 2017 á meðan kaupverð fjölbýlis hækkaði um 97%. Frá júní 2017 hefur leiguverð hins vegar hækkað um 12,9% á meðan kaupverð hækkaði um 5,3%. Það er því verulegur munur á þessum tveim tímabilum.

Ef litið er á leiguverð 2ja og 3ja herbergja íbúða í vestur- og austurhluta Reykjavíkur auk Kópavogs, Garðabæjar og Hafnarfjarðar í mánuðunum ágúst, september og október kemur í ljós að leiga á fermetra er hærri í Reykjavík en hinum sveitarfélögunum og í öllum tilvikum er leiga fyrir hvern fermetra í 2ja herbergja íbúð hærri en fyrir 3ja herbergja. Meðalleiguverð fyrir tveggja herbergja íbúð á þessum svæðum var kr. 2.925 á m2 á þessum tíma og kr. 2.532 á m2 fyrir 3ja herbergja íbúð. Í tölunum fyrir október var meðalstærð 2ja herbergja íbúða 60 m2 og þriggja herbergja 84 m2. Það þýðir að meðalleiguverð 2ja herbergja íbúða á þessum tíma var um 175 þús.kr. á mánuði og meðalleiguverð 3ja herbergja íbúða m 213 þús.kr. á mánuði.

Innkoma leigufyrirtækja hefur gerbreytt leigumarkaði hér á landi á síðustu árum. Það sjónarmið hefur komið fram að innkoma leigufélaganna hafi stuðlað að meiri hækkun leiguverðs en ella. Þjóðskrá birtir ekki þróun leiguverðs út frá tegund leigusala. Þjóðskrá gefur hins vegar árlega út tölur um ávöxtun húsaleigu þar sem greint er á milli þess hvort leigusali sé fyrirtæki eða einstaklingur. Ávöxtunin er fundin með samanburði á leiguverði og stærð íbúða þeirra húsaleigusamninga sem koma til þinglýsingar.

Sé áfram litið á þróunina í þessum fjórum hverfum má sjá að ávöxtunin hefur jafnan verið meiri á útleigu 2ja herbergja íbúða en 3ja herbergja. Allt frá árinu 2015 hefur ávöxtun fyrirtækja verið betri en einstaklinga af útleigu 3ja herbergja íbúða en munurinn hefur minnkað og nemur nú 0,3 prósentustigum. Sé litið á ávöxtun af útleigu 3ja herbergja íbúða má sjá að hún hefur næstum verið sú sama hjá einstaklingum og fyrirtækjum allt tímabilið fram til ársins 2017. Á árinu 2018 dró í sundur og ávöxtun fyrirtækjanna varð 0,5% betri.

Tölurnar um ávöxtun hér að framan benda ekki til þess að fyrirtæki sem leigja út íbúðarhúsnæði hafi hækkað leiguverð á síðustu árum meira en einstaklingar sem leigja út. Nokkur munur myndaðist á ávöxtun húsaleigu 2ja herbergja íbúða eftir árið 2015, en hann hefur minnkað mikið. Á síðasta ári jókst ávöxtun fyrirtækja af útleigu 3ja herbergja íbúða á sama tíma og ávöxtun einstaklinga minnkaði. Munur á ávöxtun er lítill á milli þessara tveggja tegunda leigusala og jafnan innan við 1 prósentustig. Ávöxtun fyrirtækja af útleigu íbúða er ekki mikið meiri en einstaklinga og því hæpið að halda því fram að fyrirtæki hafi hækkað leiguverð meira en einstaklingar á síðustu árum. Það er að sama skapi ljóst að ávöxtun af útleigu íbúðarhúsnæðis hefur minnkað mikið á síðustu árum.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Leiguverð íbúðarhúsnæðis hækkar meira en kaupverð (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
Flutningaskip við Vestmannaeyjar
7. maí 2025
Stór hluti íslensks vöruútflutnings til Bandaríkjanna undanþeginn tollum
Ætla má að um þriðjungur íslenskra vara sem fluttar eru frá Íslandi til Bandaríkjanna sé undanþeginn þeim tollum sem nú eru í gildi, til dæmis lyf og flestar lækningavörur. Óvissa um framvindu mála í alþjóðaviðskiptum getur samt ein og sér leitt til þess að fyrirtæki halda að sér höndum og ráðast síður í nýjar fjárfestingar. Á síðasta ári fór um 12% af vöruútflutningi Íslands til Bandaríkjanna.
Dollarar og Evrur
5. maí 2025
Vikubyrjun 5. maí 2025
Í apríl jókst verðbólga úr 3,8% í 4,2%, nokkuð umfram okkar spá um 4,0% verðbólgu. Velta samkvæmt VSK-skýrslum jókst á milli ára í flestum atvinnugreinum á fyrstu tveimur mánuðum ársins. Á fyrsta ársfjórðungi mældist hagvöxtur á evrusvæðinu en samdráttur í Bandaríkjunum. Í þessari viku er vaxtaákvörðun í Bandaríkjunum og einnig í Bretlandi.
2. maí 2025
Mánaðamót 2. maí 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Fasteignir
2. maí 2025
Leiguverð á hraðari uppleið en kaupverð undanfarið
Ör fólksfjölgun og hækkun húsnæðisverðs hefur aukið eftirspurn eftir leiguíbúðum. Stærstur hluti Airbnb-íbúða er nú leigður út af leigusölum með fleiri en tvær íbúðir í útleigu. Frumvarp um hert skilyrði um skammtímaleigu hefur verið sett í samráðsgátt. Hömlur á skammtímaleigu gætu aukið framboð leiguíbúða og jafnvel söluframboð. 
29. apríl 2025
Verðbólga yfir væntingum og mælist 4,2%
Verðbólga mældist 4,2% í apríl og hækkaði úr 3,8% frá því í mars. Verðbólga var umfram okkar spá, einkum vegna þess að reiknuð húsaleiga og verð á matvörum hækkaði meira en við bjuggumst við.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn
28. apríl 2025
Versnandi efnahagshorfur í heiminum að mati AGS
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) birti nýja efnahagsspá um páskana. Hagvaxtarhorfur í heiminum hafa verið færðar niður og AGS telur að spenna í alþjóðaviðskiptum og veruleg óvissa komi til með að draga úr umsvifum í heimshagkerfinu.
USD
28. apríl 2025
Vikubyrjun 28. apríl 2025
Hagstofan birtir verðbólgutölur fyrir aprílmánuð á morgun og við búumst við að verðbólga hækki tímabundið upp í 4%. Í vikunni fáum við fyrstu uppgjör fyrir fyrsta ársfjórðung og fyrsta mat á hagvexti í Bandaríkjunum og á evrusvæðinu á fyrsta ársfjórðungi.
Íbúðir
23. apríl 2025
Horfur á hófstilltum hækkunum á íbúðaverði
Við teljum horfur á tiltölulega hófstilltum verðhækkunum á íbúðamarkaði næstu árin, 5,9% hækkun á þessu ári, 4,8% hækkun á næsta ári og 6,4% hækkun árið 2027. Til samanburðar hefur íbúðaverð hækkað um 9% á ári að jafnaði frá aldamótum, og að meðaltali um 13% á ári frá árinu 2021. 
Greiðsla
22. apríl 2025
Vikubyrjun 22. apríl 2025
Leiguverð hefur hækkað um 11,3% á síðustu tólf mánuðum, þó nokkuð meira en íbúðaverð sem hefur hækkað um 8% á sama tímabili. Hækkanir á íbúða- og leigumarkaði eru þó nokkuð umfram almennar verðhækkanir í landinu, en verðbólga mældist 3,8% í mars. Áfram er kraftur í innlendri neyslu, greiðslukortavelta heimila hefur aukist statt og stöðugt síðustu mánuði og var 1,8% meiri í mars síðastliðnum en í mars í fyrra.  
Gönguleið
16. apríl 2025
Óljósar horfur í ferðaþjónustu vegna sviptinga í alþjóðasamskiptum
Sviptingar í alþjóðaviðskiptum gætu haft margvísleg áhrif á ferðaþjónustu hér á landi. Tollar gætu rýrt kaupmátt Bandaríkjamanna og haft áhrif á komur þeirra hingað til lands. Auk þess eru merki um að áhugi Evrópubúa á að heimsækja Bandaríkin fari dvínandi, sem gæti haft áhrif hingað heim, enda hafa Evrópubúar gjarnan komið við á Íslandi á leið sinni vestur um haf. Í nýrri hagspá gerum við ráð fyrir samdrætti í ferðaþjónustu á þessu ári, en að hún taki aftur við sér á næstu tveimur árum.