Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Hag­sjá: Laun­þeg­um fækk­ar mik­ið í lyk­il­grein­um

Miklar sviptingar hafa verið hvað varðar fjölda launþega í íbúðabyggingum og ferðaþjónustu á síðustu árum með mikilli og stöðugri aukningu fram til 2017. Síðan hefur dregið úr fjölgun og launþegum ferðaþjónustu tók að fækka frá fyrra ári strax í febrúar 2019.
19. nóvember 2019

Samantekt

Samkvæmt tölum Hagstofunnar fækkaði launþegum hér á landi um rúmlega 1% milli september 2018 og 2019. Eins og vænta má eru breytingarnar mismunandi eftir atvinnugreinum. Mest var hlutfallsleg fækkun í greinum tengdum flugi, en einnig fækkaði töluvert í mannaflsfrekum greinum eins og flutningum og geymslu, mannvirkjagerð og veitingarekstri.

Sé litið til hlutfallslegrar fjölgunar á sama tímabili er hún mest í fræðslustarfsemi og opinberri þjónustu. Þar á eftir koma rafmagns- og hitaveitur og heilbrigðis- og félagsþjónusta. Þarna er einungis um að ræða samanburð á milli tveggja tímapunkta fyrir mis mannfrekar greinar þannig að þessar myndir sýna aðeins hluta af sögunni.

Hér verða sýndar breytingar í fjölda launþega síðustu ár fyrir nokkrar valdar greinar sem hafa verið mikið í umræðunni. Litið verður á allan markaðinn: viðskiptahagkerfið, íbúðabyggingar, fjármála- og tryggingastarfsemi, fræðslu og opinbera þjónustu og að lokum einkennandi greinar ferðaþjónustu.

Séu allar þessar greinar skoðaðar saman kemur mikill breytileiki í ljós. Greinilegt er að mestar sviptingar hafa verið í íbúðabyggingum og ferðaþjónustu á þessu tímabili, sem kemur ekki á óvart. Þróunin í hinum greinunum hefur verið öllu jafnari.

Launþegum í einkennandi greinum ferðaþjónustu tók að fækka frá fyrra ári strax í febrúar 2019 eftir að dregið hafði stöðugt úr fjölgun í greininni frá því í upphafi ársins 2017. Nú í september voru u.þ.b. 2.100 færri launþegar í þessum greinum en var í janúar, sem er um 8% fækkun. Launafólki við íbúðabyggingar fór fyrst að fækka í ágúst, um 1,4% og fækkaði svo aftur um 5,6% nú í september.

Þróunin yfir tíma er svipuð í þessum tveimur greinum á tímabilinu. Sveiflan í íbúðabyggingum er reyndar mun meiri á þessu tímabili og enn meiri munur er ef litið er lengra aftur í tímann. Samanborið við viðskiptahagkerfið má glöggt sjá að fjölgun launafólks í þessum tveimur greinum er töluvert frábrugðin því sem var að gerast á markaðnum bróðurpart þessa tíma, þó að þróunin niður á við á síðustu mánuðum sé keimlík.

Sé litið á aðrar greinar í þessu úrtaki má sjá að þróunin er öllu jafnari og þarf þá að hafa í huga að annar kvarði er á þeirri mynd en þeim fyrri. Fræðsla og opinber þjónusta sker sig nokkuð úr með miklar sveiflur og töluverða fjölgun í seinni tíð. Sama má segja um fjármála- og tryggingakerfið. Þar eru sveiflur töluverðar, en þó jöfn fækkun yfir lengri tíma: línan er yfirleitt fyrir neðan núllið. Fækkunin á síðasta ári er t.d. 3,3%.

Þessi stutta yfirferð sýnir íslenskan vinnumarkað í hnotskurn. Einstakar greinar geta tekið mikil stökk á stundum hvað vinnuaflsnotkun varðar, bæði upp á við og niður á við. Það kemur ekki á óvart að þróunin hefur verið nokkur niður á við á síðasta ári og rímar 3,9% fækkun launþega í viðskiptahagkerfinu ágætlega við þróunina í hagkerfinu á þessu ári.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Launþegum fækkar mikið í lykilgreinum (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
5. jan. 2026
Mánaðamót 5. janúar 2026
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Vöruhótel
5. jan. 2026
Vikubyrjun 5. janúar 2026
Verðbólgan kom aftan að landsmönnum stuttu fyrir jól og fór úr 3,7% í 4,5%. Verðbólga í desember var aðeins 0,3 prósentustigum minni en í upphafi síðasta árs þegar hún mældist 4,8%. Á sama tímabili lækkuðu stýrivextir um 1,25 prósentustig, úr 8,50% í 7,25%.
Bananar
22. des. 2025
Verðbólgumælingin ekki jafnslæm og hún virðist í fyrstu
Verðbólga rauk upp í 4,5% í desember eftir að hafa hjaðnað verulega í nóvember og mælst 3,7%. Rífleg hækkun á flugfargjöldum til útlanda skýrir stóran hluta hækkunarinnar, en einnig töluverð gjaldskrárhækkun á hitaveitu í desember. Aukin verðbólga skýrist þannig af afmörkuðum, sveiflukenndum liðum og ekki er að greina merki um að undirliggjandi verðbólguþrýstingur hafi aukist að ráði.
Vélsmiðja Guðmundar
22. des. 2025
Vikubyrjun 22. desember 2025
Fasteignamarkaðurinn fer enn kólnandi, ef marka má skýrslu sem HMS gaf út í síðustu viku. Gistinóttum á hótelum fækkaði um 6,6% á milli ára í nóvember. Kaupmáttur ráðstöfunartekna jókst um 1,9% á milli ára á þriðja ársfjórðungi, samkvæmt Hagstofunni. Í dag birtir Hagstofan verðbólgutölur.
Flugvél
15. des. 2025
Vikubyrjun 15. desember 2025
Færri erlendir ferðamenn heimsóttu Ísland í nóvember í ár en í nóvember í fyrra en utanlandsferðum Íslendinga hélt áfram að fjölga. Skráð atvinnuleysi hefur aukist þó nokkuð á síðustu mánuðum og var 4,3% í nóvember.
11. des. 2025
Spáum 3,9% verðbólgu í desember
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,56% á milli mánaða í desember. Gangi spáin eftir mun verðbólga hækka úr 3,7% í 3,9% í desember. Flugfargjöld til útlanda, reiknuð húsaleiga og lok tilboðsdaga í nóvember verða til hækkunar en bensínverð til lækkunar. Við gerum ráð fyrir að verðbólga verði á bilinu 3,9% til 4,0% næstu mánuði.
8. des. 2025
Vikubyrjun 8. desember 2025
Talsvert minni afgangur mældist af viðskiptum við útlönd á þriðja ársfjórðungi þessa árs en þess síðasta. Í síðustu viku gaf Seðlabankinn út yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar og fundargerð peningastefnunefndar. Í þessari viku verða birtar ferðamannatölur og skráð atvinnuleysi fyrir nóvembermánuð.
1. des. 2025
Mánaðamót 1. desember 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
1. des. 2025
Vikubyrjun 1. desember 2025
Óhætt er að segja að verðbólgumælingin í síðustu viku hafi komið á óvart. Verðbólga mældist 3,7% í nóvember og hefur ekki mælst minni í fimm ár. Hagstofan áætlar að landsframleiðsla hafi aukist um 1,2% á þriðja ársfjórðungi. Gistinóttum fjölgaði alls um 1,8% á milli ára í október.
Flutningaskip
28. nóv. 2025
1,2% hagvöxtur á þriðja fjórðungi
Landsframleiðsla jókst um 1,2% á þriðja ársfjórðungi og um 1,5% á fyrstu níu mánuðum ársins. Hagvöxtur á þriðja ársfjórðungi var drifinn áfram af innlendri eftirspurn og þjóðarútgjöld jukust um heil 4,7%. Áfram er kraftur í einkaneyslu og fjárfestingu, en auknar birgðir hafa einnig sitt að segja. Innflutningur vegur þungt á móti og framlag utanríkisviðskipta er neikvætt, líkt og á síðustu fjórðungum.