Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Hag­sjá: Launa­vísi­tal­an hækk­ar enn – en hún mæl­ir ekki all­ar hreyf­ing­ar á vinnu­mark­aði

Laun á almenna markaðnum hækkuðu um 5,4% á milli janúar 2019 og 2020 á meðan þau hækkuðu um 2,6% á þeim opinbera. Mæld launavísitala hækkaði um 4,9% á sama tíma. Kjarasamningar á opinbera markaðnum gengu mjög hægt á síðasta ári og var sú staða enn uppi í janúar í ár.
27. apríl 2020

Samantekt

Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands hækkaði launavísitalan um 0,3% milli febrúar og mars. Síðustu 12 mánuði hefur launavísitalan hækkað um 4,9%, sem er svipuð ársbreyting og var í síðasta mánuði. Árshækkunartaktur launavísitölunnar var rúmlega 4% allan seinni hluta ársins 2019, en var u.þ.b. 6% í upphafi ársins 2019.

Taka ber fram að launavísitalan hækkaði minna en ella á seinni hluta síðasta árs þar sem mjög litlar launahækkanir höfðu orðið á opinbera markaðnum, en lengi vel gekk illa að ná kjarasamningum þar. Nýir kjarasamningar BSRB-félaganna auk fleiri samninga á opinbera markaðnum ættu að hafa merkjanleg áhrif á launavísitöluna á næstu mánuðum.

Þrátt fyrir mun minni launabreytingar en á síðustu árum eykst kaupmáttur enn miðað við fyrra ár og var óbreyttur milli febrúar og mars. Kaupmáttur launa var þannig 2,8% meiri nú í mars en í mars í fyrra. Það er reyndar athyglisverð staða að kaupmáttur sé enn að aukast þegar hallað hefur undan fæti í efnahagslífinu. Reyndar eru ýmsar blikur uppi á vinnumarkaðnum sem komið verður nánar inn á síðar í Hagsjánni.

Sé litið á launabreytingar hjá stóru hópunum á vinnumarkaðnum frá janúar 2019 fram janúar 2020 sést að launin á almenna markaðnum hækkuðu um 5,4% á þessum tíma á meðan þau hækkuðu um 2,6% á þeim opinbera. Mæld launavísitala hækkaði um 4,9% á sama tíma.

Eins og áður segir gengu kjarasamningar á opinbera markaðnum mjög hægt á síðasta ári og var sú staða enn uppi í janúar í ár. Töluverðar breytingar hafa síðan orðið á þeirri stöðu, en tölur um einstaka undirþætti launavísitölunnar eru alltaf töluvert seinna á ferðinni en launavísitalan sjálf.

Meðal starfsstétta hækkuðu laun skrifstofufólks mest milli janúarmánaða 2019 og 2020, um 7,3%. Eins og áður segir hækkaði launavísitala í heild um 4,9% á sama tíma. Laun þjónustu-, sölu- og afgreiðslufólks hækkuðu næst mest milli ára, um 6,9%, en laun stjórnenda hækkuðu minnst, um 4,2%. Það er því töluverður munur á launaþróun milli þessara starfsstétta.

Sé litið til atvinnugreina hafa laun í verslun og viðgerðum hækkað mest milli ára, um 6,4%, og þar á eftir í fjármála og vátryggingarstarfsemi, um 5,7%. Laun veitinga- og gististöðum hækkuðu langminnst á milli ára, um 2,5% sem er töluvert fyrir neðan 4,9% hækkun launavísitölunnar.

Þann 1. apríl var áfangahækkun í mörgum kjarasamningum og koma þær til framkvæmda um næstu mánaðamót fyrir þá sem fá laun greidd eftir á. Töluverðar umræður hafa verið um hvort hætta ætti við þessar launahækkanir eða fresta þeim vegna ástandsins í samfélaginu og á vinnumarkaðnum. Ekkert bendir til þess að svo verði. Næsta áfangahækkun í flestum kjarasamningum á vinnumarkaðnum verður þann 1. janúar 2021. Gangi þessar hækkanir eftir má vænta þess að kaupmáttur haldi áfram að aukast þar sem reiknað er með tiltölulega lítilli verðbólgu.

Hvað kaupmáttarþróunina varðar þarf að hafa í huga að launavísitalan byggir á breytingum reglulegs tímakaups og mælir þannig laun á vinnustund í dagvinnu. Þannig er ekki um neina mælingu á vinnumagni að ræða eins og t.d. gildir um vísitölu heildarlauna sem mælir öll laun fyrir alla vinnu. Þar skiptir lengd vinnutíma máli eins og gildir um öll tekjuhugtök eins og t.d. atvinnutekjur eða ráðstöfunartekjur. Þess er því að vænta að þróun launavísitölunnar verði með öðrum hætti en t.d. þróun vísitölu heildarlauna eða atvinnutekna á næstu mánuðum þegar búast má við miklum þrengingum á vinnumarkaði.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Launavísitalan hækkar enn – en hún mælir ekki allar hreyfingar á vinnumarkaði (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
25. júlí 2025
Minni verðbólga með bættri aðferð
Nú er liðið rúmt ár síðan Hagstofan tók upp nýja aðferð við að mæla reiknaða húsaleigu, sem er sá hluti vísitölu neysluverðs sem metur kostnað fólks við að búa í eigin húsnæði.
24. júlí 2025
Verðbólga aftur við efri vikmörk
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,32% á milli mánaða og verðbólgan hjaðnaði úr 4,2% í 4,0%. Þetta var í samræmi við væntingar, en við spáðum 0,26% aukningu VNV á milli mánaða og 4,0% verðbólgu. Við teljum að verðbólga komist ekki undir 4,0% efri vikmörk verðbólgumarkmiðs Seðlabankans í ár.
Fjölbýlishús
21. júlí 2025
Vikubyrjun 21. júlí 2025
Í júní dró úr árshækkun bæði vísitölu íbúðaverðs og leiguverðs. Ró virðist hafa færst yfir húsnæðismarkaðinn og HMS fjallaði um það í síðustu viku að markaðurinn væri frekar á valdi kaupenda en seljenda. Á fimmtudag birtir Hagstofan verðbólgutölur en við spáum því að verðbólga hjaðni úr 4,2% í 4,0%.
Háþrýstiþvottur
14. júlí 2025
Vikubyrjun 14. júlí 2025
Erlendum ferðamönnum fjölgaði um 10,1% á milli ára í júní, en það sem af er ári hafa þeir verið álíka margir og á sama tíma í fyrra. Atvinnuleysi jókst um 0,3 prósentustig á milli ára í júní, sem er svipuð aukning og hefur verið síðustu mánuði. Við birtum verðbólguspá í vikunni og teljum að verðbólga hjaðni úr 4,2% í 4,0%. Í þessari viku birtir HMS vísitölu íbúðaverðs, vísitölu leiguverðs og mánaðarskýrslu.
10. júlí 2025
Spáum 4% verðbólgu í júlí
Við spáum því að verðbólga minnki lítillega í júlí og mælist 4,0%. Eins og almennt í júlímánuði má búast við að sumarútsölur og breytingar á flugfargjöldum hafi mest áhrif á vísitölu neysluverðs. Við teljum ekki horfur á að verðbólga þokist nær verðbólgumarkmiði á árinu og spáum 4,2% verðbólgu í lok árs.
Fjölbýlishús
9. júlí 2025
Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum 
Íbúðaverð á Íslandi hefur hækkað langtum meira en laun og almennt verðlag frá aldamótum. Greiðslubyrði af meðalláni hélst tiltölulega stöðug til ársins 2021 þegar hún tók að hækka skarpt, sérstaklega greiðslubyrði af óverðtryggðum lánum.   
Hús í Reykjavík
7. júlí 2025
Matur og húsnæði helstu drifkraftar verðbólgu
Hækkandi matvöruverð og húsnæðiskostnaður eru þeir þættir sem eiga stærstan þátt í því að viðhalda verðbólgu á Íslandi um þessar mundir. Verðbólga mældist 4,2% í júní, nokkuð umfram spár. Ef matvara og húsnæði væru ekki hluti af vísitölu neysluverðs hefði verðbólga verið undir markmiði Seðlabankans frá því í ágúst í fyrra. Þættir á borð við sterkari krónu og lækkandi olíuverð hafa líkast til haldið aftur af verðhækkunum á ýmsum vörum upp á síðkastið, en á móti hefur þjónustuverð hækkað.
Bakarí
7. júlí 2025
Vikubyrjun 7. júlí 2025
Hagstofa Íslands spáir 2,2% hagvexti á yfirstandandi ári, samkvæmt hagspá sem birt var á föstudaginn. Hagvaxtarhorfur hafa verið færðar upp frá marsspánni þegar gert var ráð fyrir 1,8% hagvexti á árinu. Hagstofan spáir lítillega auknu atvinnuleysi næstu misserin, en Vinnumálastofnun birtir atvinnuleysistölur fyrir júnímánuð síðar í þessari viku.
1. júlí 2025
Mánaðamót 1. júlí 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Flugvél á flugvelli
30. júní 2025
Vikubyrjun 30. júní 2025
Verðbólga jókst úr 3,8% og mældist 4,2% í júní. Aukin verðbólga skýrist aðallega af auknum þrýstingi á innfluttum vörum en einnig af hækkandi flugfargjöldum og verðhækkun á þjónustu. Þá jókst velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum um 1,5% að raunvirði í mars og apríl.