Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Hag­sjá: Launa­vísi­tal­an föst í 7% árs­hækk­un – kaup­mátt­ur stöð­ug­ur síð­ustu mán­uði

Launavísitalan hækkaði um 0,3% milli febrúar og mars og hefur hækkað um 7,1% frá mars 2017. Hækkunartaktur launa á ársgrundvelli hefur verið nokkuð stöðugur í kringum 7% í tæpt ár.
30. apríl 2018

Launavísitalan hækkaði um 0,3% milli febrúar og mars og hefur hækkað um 7,1% frá mars 2017. Hækkunartaktur launa á ársgrundvelli hefur verið nokkuð stöðugur í kringum 7% í tæpt ár. Aukning kaupmáttar launa hefur stöðvast og hefur kaupmáttur verið nokkuð stöðugur síðustu mánuði eða allt frá því í júní í fyrra. Sé hins vegar miðað við mars var kaupmáttur launa tæplega 5% meiri nú en var í mars 2017.

Síðustu stóru launahækkanirnar á almennum markaði voru í maí í fyrra, en þá hækkaði launavísitalan um rúmlega 3%. Næstu almennu launahækkanir verða nú í maí og þá má búast við töluverðri hækkun launavísitölunnar. Breytingin hefur hins vegar ekki mikil áhrif á árshækkunina þar sem miklar hækkanir eru í sama mánuði bæði árin.

Sé litið á launabreytingar stóru hópanna á einu ári, frá janúar 2017 til janúar 2018, má sjá að launahækkanir á almenna markaðnum hafa verið talsvert meiri en á þeim opinbera, 8,1% á móti 5,6%. Opinberi markaðurinn er hins vegar tvískiptur þar sem launahækkanir innan sveitarfélaganna hafa verið eilítið meiri en hjá ríkinu. Staða kjarasamninga einstakra hópa skýrir yfirleitt þennan mun, en launaskrið á almenna markaðnum hefur líka mikil áhrif. Stöðug árshækkun launa upp á meira en 7%, og árshækkun á almenna markaðnum um rúm 8%, eru skýrar vísbendingar um að talsvert launaskrið sé í gangi, enda er þarna um að ræða talsverðar hækkanir umfram kjarasamninga.

Sé litið á breytingu launa eftir starfsstéttum á einu ári má sjá að laun þjónustu-, sölu- og afgreiðslufólks hafa hækkað mest á árinu, eða um 9,6%, sem er langt umfram meðalhækkun launavísitölunnar. Það er spurning hvort ferðaþjónustan eigi þar einhvern hlut að máli. Laun skrifstofufólks og iðnaðarmanna hafa hækkað næstmest. Laun stjórnenda og sérfræðinga hafa hækkað minnst á þessum 12 mánuðum sem er svipuð staða og verið hefur hvað þær stéttir varðar.

Sé litið á þróun launa innan atvinnugreina hafa þau hækkað mest í verslun og viðgerðum og veitustarfsemi frá janúar 2017 til janúar 2018. Þetta er nokkur breyting upp á við hvað veitustarfsemina varðar. Þá er hér einnig um að ræða breytingu á stöðunni í byggingariðnaði sem lengi vel hefur verið með mestu launabreytingarnar.

Laun í framleiðslu og fjármála- og vátryggingastarfsemi hafa hækkað minnst á þessu tímabili. Launavísitalan í heild hækkaði um 7,1% á þessum tíma þannig að laun í verslun og viðgerðum hafa hækkað verulega umfram meðaltalið en laun í framleiðslu hafa samt sem áður hækkað meira en meðaltalið. Tölurnar fyrir opinbera starfsmenn drógu meðalhækkun launavísitölunnar niður í janúar, eins og sést á þessum tölum.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Launavísitalan föst í 7% árshækkun – kaupmáttur stöðugur síðustu mánuði (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
Kortagreiðsla
19. júní 2025
Kortavelta Íslendinga erlendis eykst og veldur auknum greiðslukortahalla
Kortavelta jókst um 6,8% á milli ára í maí að raunvirði þar af jókst hún um 21% erlendis. Það sem af er ári hefur kortavelta aukist um 5,5% frá sama tímabili í fyrra, að teknu tilliti til verðlags og gengis. Íslendingar hafa aldrei farið í fleiri utanlandsferðir í maímánuði en nú í ár. Greiðslukortajöfnuður var neikvæður um 4,2 ma.kr. sem er töluvert meiri halli en í maí í fyrra.
Hús í Reykjavík
16. júní 2025
Vikubyrjun 16. júní 2025
Í síðustu viku fór fram uppgjör við eigendur HFF-bréfa. Erlendum ferðamönnum fjölgaði aðeins á milli ára í maí og atvinnuleysi jókst á milli ára. Í vikunni fram undan birtir HMS vísitölu íbúðaverðs, vísitölu leiguverðs og mánaðarskýrslu.
12. júní 2025
Spáum 3,9% verðbólgu í júní
Við spáum því að verðbólga aukist lítillega í júní og mælist 3,9%. Verðbólga helst líklega nær óbreytt í sumar en eykst svo aðeins með haustinu, þegar einskiptisliðir vegna skólagjalda og skólamáltíða detta út úr tólf mánaða taktinum. Við gerum áfram ráð fyrir 4,0% verðbólgu í árslok.
Bílar
11. júní 2025
Merki um að bílakaup hafi aukist á ný
Eftir hægagang í bílaviðskiptum á síðasta ári virðast þau hafa færst í aukana í byrjun þessa árs. Um 53% fleiri fólksbílar hafa verið nýskráðir til einkanota á fyrstu fimm mánuðum ársins en á sama tíma í fyrra. Um 21% þeirra bíla sem hafa verið nýskráðir á þessu ári eru hreinir rafmagnsbílar.
Peningaseðlar
10. júní 2025
Vikubyrjun 10. júní 2025
Viðskiptahalli Íslands hefur aldrei verið jafnmikill og á síðustu tveimur fjórðungum. Þá hefur halli á vöruviðskiptum aldrei verið meiri en í maí og hið sama má segja um innflutningsverðmæti, samkvæmt Hagstofu Íslands. Í næstu viku verða birtar atvinnuleysistölur og brottfarir um Keflavíkurflugvöll í maí.
Flutningaskip
6. júní 2025
Áfram verulegur halli á viðskiptum við útlönd
Alls var 59,5 ma.kr. halli á viðskiptum við útlönd á fyrsta fjórðungi ársins. Viðskiptahalli Íslands hefur aldrei verið jafnmikill og á síðustu tveimur fjórðungum. Hann skýrist að verulegu leyti af stórfelldum innflutningi á tölvubúnaði vegna uppbyggingar á gagnaverum. Erlend staða þjóðarbúsins breyttist lítið á fjórðungnum.
Strönd
5. júní 2025
Stóraukin útgjöld til hernaðar- og varnarmála um allan heim
Útgjöld til hernaðar- og varnarmála hafa stóraukist á síðustu árum, einkum í Evrópu og Mið-Austurlöndum. Leiðtogafundur NATO verður haldinn í Haag í lok mánaðarins og talið er að viðmið um útgjöld aðildarríkja til varnarmála verði hækkað til muna. Enn er óljóst upp að hvaða marki Ísland gæti þurft að auka varnartengd útgjöld. Aukin hernaðaruppbygging litar hagvaxtar- og verðbólguhorfur á heimsvísu og getur haft margþætt efnahags- og samfélagsleg áhrif.
2. júní 2025
Mánaðamót 2. júní 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Gróðurhús
2. júní 2025
Vikubyrjun 2. júní 2025
Verðbólga hjaðnaði úr 4,2% í 3,8% í apríl og landsframleiðsla jókst um 2,6% á milli ára á fyrsta ársfjórðungi. Gistinóttum fjölgaði alls um 11,6% á milli ára í apríl. Í vikunni birtir Seðlabankinn viðskiptajöfnuð við útlönd og fundargerð peningastefnunefndar.
Lyftari í vöruhúsi
30. maí 2025
2,6% hagvöxtur á fyrsta ársfjórðungi en samdráttur í fyrra
2,6% hagvöxtur mældist á fyrsta ársfjórðungi þessa árs, samkvæmt fyrsta mati Hagstofunnar sem var birt í morgun. Samkvæmt endurskoðuðum þjóðhagsreikningum mældist 0,7% samdráttur á síðasta ári en ekki 0,5% hagvöxtur eins og áður var áætlað.