Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Hag­sjá: Launa­vísi­tal­an áfram á sama róli og kaup­mátt­ur enn stöð­ug­ur

Kaupmáttur launa hefur verið stöðugur undanfarna mánuði, og var 2,2% meiri í febrúar en í febrúar árið áður. Frá áramótum 2014/2015 hefur kaupmáttur launavísitölu aukist um rúm 24%, eða u.þ.b. 7% á ári. Það er verulega mikil aukning, bæði sögulega séð og í samanburði við önnur lönd.
2. apríl 2019

Samantekt

Samkvæmt tölum Hagstofunnar hækkaði launavísitalan um 0,2% milli janúar og febrúar. Breytingin á ársgrundvelli var 5,6% sem er minnsta ársbreyting frá maí 2015. Hækkunartaktur launa á ársgrundvelli hafði verið nokkuð stöðugur í rúmlega 7% í u.þ.b. ár, frá vori 2017 fram á vor 2018, en lækkaði þá niður í kringum 6% og hefur lækkað eilítið síðan. Launavísitalan hækkaði um 6,1% milli 4. ársfjórðungs 2017 og sama tíma 2018.

Kaupmáttur launa hefur verið stöðugur undanfarna mánuði, og var 2,2% meiri í febrúar en í febrúar árið áður. Frá áramótum 2014/2015 hefur kaupmáttur launavísitölu aukist um rúm 24%, eða u.þ.b. 7% á ári. Það er verulega mikil aukning, bæði sögulega séð og í samanburði við önnur lönd. Á árum áður var staðan oft sú að sú aukning kaupmáttar sem náðist í upphafi samningstímabils var horfin í lok þess, og stundum gott betur. Síðasta samningstímabil er einstakt að þessu leyti, bæði hvaða árangur hefur náðst og hversu vel hefur tekist að varðveita kaupmáttinn.

Sé litið á launabreytingar stóru hópanna á vinnumarkaði á einu ári, frá 4. ársfjórðungi 2017 til 4. ársfjórðungs 2018, má sjá að launahækkanir á almenna og opinbera markaðnum hafa verið áþekkar, eða rúm 6%. Laun starfsmanna ríkisins hækkuðu mest en laun hjá sveitarfélögum minnst.

Nú um mánaðamótin runnu flestir kjarasamningar á opinbera vinnumarkaðnum út þannig að endurnýja þarf samninga á nær öllum markaðnum. Þá hefst jafnan mikil umræða um samanburð milli hópa. Sagan sýnir ótvírætt að launaþróun á opinbera og almenna markaðnum er mjög svipuð til lengri tíma litið. Yfir styttri tímabil er alltaf um einhverjar sveiflur að ræða en þær jafnast alla jafna út. Sé miðað við breytingu frá upphafi ársins 2015 höfðu laun opinberra starfsmanna hækkað um 35,4% á meðan þau höfðu hækkað um 34,6% á almenna markaðnum. Munurinn á þeim tímapunkti var einungis 0,6 prósentustig. Það má því slá því föstu að laun stóru hópanna á vinnumarkaði hafi þróast með nánast sama hætti síðustu fjögur ár.

Breyting launa eftir starfsstéttum á einu ári frá 4. ársfjórðungi 2017 til sama tíma 2018 var mest hjá tæknum og sérmenntuðu starfsfólki, 8,1%. Laun stjórnenda hækkuðu áberandi minnst á þessu tímabili, eða um 4,2%. Laun annarra starfsstétta hafa hækkað í kringum 6% á þessum tíma sem er álíka og hækkun launavísitölunnar.

Sé litið til atvinnugreina hafa laun hækkað mest í annars vegar flutningum og geymslustarfsemi og hins vegar í byggingastarfsemi og mannvirkjagerð frá 4. árfjórðungi 2017 til sama tíma 2018, eða í kringum 7%, sem er vel umfram hækkun launavísitölunnar. Laun í framleiðslu og í fjármála- og vátryggingastarfsemi hafa hækkað minnst, eða í kringum 5%. Það vekur athygli að laun í flutninga- og geymslustarfsemi hækkuðu mun meira á milli 3. og 4. árfjórðungs í fyrra en gerðist í öðrum greinum.

Nú þegar gerð kjarasamninga er á lokastigi á almenna markaðnum er ekki hægt að segja annað en að síðasta samningstímabil hafi tekist vel. Kaupmáttur nú í febrúar var þannig 2,2% meiri en í febrúar í fyrra sem er óvenjulegt í lok samningstímabils. Það liggur því mikið við að komandi kjarasamningar verði til þess að áframhald verði á þeirri þróun að kaupmáttur aukist með jöfnum og traustum hætti.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Launavísitalan áfram á sama róli og kaupmáttur enn stöðugur (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
Seðlabanki
17. nóv. 2025
Vikubyrjun 17. nóvember 2025
Skráð atvinnuleysi var 3,9% í október, 0,5 prósentustigum meira en í sama mánuði í fyrra. Brottförum erlendra ferðamanna um Keflavíkurflugvöll fækkaði um 6,2% í október en utanlandsferðum Íslendinga fjölgaði um 3%. Peningastefnunefnd kemur saman á miðvikudaginn og við búumst við að stýrivöxtum verði haldið óbreyttum.
Seðlabanki Íslands
14. nóv. 2025
Spáum óbreyttum vöxtum þrátt fyrir sviptingar í efnahagslífinu
Við spáum því að peningastefnunefnd haldi stýrivöxtum óbreyttum í næstu viku. Verðbólga jókst umfram væntingar í október og verðbólgumælingin bar þess merki að undirliggjandi verðþrýstingur hefði aukist. Í ljósi breytts lánaframboðs og óviðbúinna áfalla í útflutningsgeirunum má líkast til búast við mildari tón frá peningastefnunefnd.
13. nóv. 2025
Spáum 4,3% verðbólgu í nóvember
Við spáum því að verðbólga standi óbreytt á milli mánaða og mælist 4,3% í nóvember. Flugfargjöld til útlanda verða til lækkunar á vísitölunni, en reiknuð húsaleiga og matarkarfan verða til hækkunar. Við búumst við aukinni verðbólgu á næstu mánuðum.
Hverasvæði
10. nóv. 2025
Raungengi enn í hæstu hæðum
Raungengi krónunnar er mjög hátt í sögulegu samhengi en hefur gefið lítillega eftir á allra síðustu dögum. Horfur í álútflutningi eru dræmar eftir bilun hjá Norðuráli og aflaheimildir gefa fyrirheit um samdrátt í útflutningi sjávarafurða. Ferðaþjónusta hefur vaxið umfram væntingar það sem af er ári og telja má horfur á vexti í nýjustu útflutningsstoðum Íslands. Velta samkvæmt VSK-skýrslum hefur þróast með svipuðum hætti í útflutningsgeiranum og í innlenda hagkerfinu, en ávöxtun hlutabréfa félaga í kauphöllinni með tekjur í erlendri mynt er mun lakari en fyrirtækja með tekjur í íslenskum krónum.
10. nóv. 2025
Vikubyrjun 10. nóvember 2025
Fáar áhugaverðar hagtölur voru birtar í síðustu viku, en í þessari viku birtir Vinnumálastofnun skráð atvinnuleysi og Ferðamálastofa birtir ferðamannatölur. Uppgjörstímabilið fyrir þriðja ársfjórðung er í fullum gangi.
Byggingakrani og fjölbýlishús
6. nóv. 2025
Óvissa á íbúðamarkaði og takmarkaðar raunverðshækkanir í kortunum 
Hátt vaxtastig og ströng lánþegaskilyrði hafa slegið verulega á verðhækkanir á íbúðamarkaði. Á sama tíma hefur fjöldinn allur af nýjum íbúðum risið og sölutími þeirra lengst til muna. Eftir að dómur Hæstaréttar í vaxtamálinu féll hafa viðskiptabankarnir tekið lánaframboð til endurskoðunar og það sama má segja um suma lífeyrissjóðina. Seðlabankinn ákvað í síðustu viku að slaka lítillega á lánþegaskilyrðum.  
3. nóv. 2025
Mánaðamót 1. nóvember 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Fataverslun
3. nóv. 2025
Vikubyrjun 3. nóvember 2025
Verðbólga jókst umfram væntingar í október og mældist 4,3%. Svo mikil hefur verðbólga ekki verið síðan í febrúar síðastliðnum. Telja má áhyggjuefni að aukin verðbólga skýrist ekki af tilfallandi sveiflukenndum liðum heldur virðist undirliggjandi verðþrýstingur hafa aukist. Í þessari viku halda félög áfram að birta uppgjör og hugsanlega má búast við fleiri púslum í breytta mynd af framboði íbúðalána í kjölfar vaxtamálsins.  
Smiður
31. okt. 2025
Minnkandi spenna á vinnumarkaði og minni fólksfjölgun
Eftirspurn eftir vinnuafli hefur minnkað og dregið hefur úr hækkun launa. Atvinnuleysi hefur aukist smám saman og rólegri taktur í atvinnulífinu hefur endurspeglast í hægari fólksfjölgun. Kaupmáttur hefur aukist jafnt og þétt og við teljum að þótt hægi á launahækkunum komi kaupmáttur til með að aukast áfram á næstu árum. Mikill kraftur er í neyslu landsmanna, kortavelta eykst sífellt og Íslendingar hafa aldrei farið í fleiri utanlandsferðir.
Paprika
30. okt. 2025
Verðbólga jókst umfram væntingar
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,47% á milli mánaða í október og verðbólga jókst úr 4,1% í 4,3%. Vísitala neysluverðs hækkaði meira en við bjuggumst við, ekki síst reiknuð húsaleiga og verð á mat og drykk. Skammtímaspá okkar gerir nú ráð fyrir að verðbólga haldist í 4,3% út árið, en aukist svo í janúar og mælist 4,5%.