Hag­sjá: Launa­þró­un stöð­ug – launa­hækk­an­ir tölu­vert um­fram kjara­samn­inga

Atvinnuleysi minnkaði stöðugt fram á mitt síðasta ár, en síðan hefur dregið verulega úr breytingum. Meðalatvinnuleysi síðustu 12 mánaða miðað við mælingar Hagstofunnar var 2,9% í apríl og hefur sú tala verið nær óbreytt í eitt ár. Meðalatvinnuleysi síðustu 12 mánaða samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar um skráð atvinnuleysi var 2,1% nú í apríl, en 2,2% í apríl í fyrra.
14. júní 2018

Samantekt

Launavísitalan hækkaði um 0,3% milli mars og apríl og heldur áfram að tifa í sama takti og verið hefur. Hækkunartaktur launa á ársgrundvelli hefur verið nokkuð stöðugur í kringum 7% í tæpt ár. Verulega hefur hægt á aukningu kaupmáttar launa og hefur kaupmáttur verið nokkuð stöðugur frá því um mitt ár 2017. Vegna þess að kaupmáttur var enn að aukast í apríl í fyrra var hann tæpum 5% meiri í apríl nú en hann var fyrir ári.

Breyting launa eftir starfsstéttum á einu ári fram til febrúar 2018 var áberandi mest hjá tæknum og sérmenntuðu fólki. Segja má að þetta endurspegli stöðu þessara hópa í efnahagslífinu um þessar mundir, en staða slíkra hópa er jafnan sterk þegar mikil eftirspurn er eftir vinnuafli. Það vekur athygli að laun stjórnenda hafa hækkað áberandi minnst á þessum 12 mánuðum. Umræða á vinnumarkaðnum hefur verið að færast í þá átt að þörf sé á verulegri leiðréttingu lægstu launa. Þessar tölur um hækkun starfsstétta sýna að hækkun launa verkafólks hefur verið sú næst lægsta á einu ári.

Sé þróun launa einstakra starfsstétta skoðuð yfir núverandi samningstímabil, sem er sama tímabil og var haft til viðmiðunar í SALEK samkomulaginu, má sjá að laun tækna og sérmenntaðs fólks annars vegar og verkafólks hins vegar hafa hækkað mest, eða um og yfir 32%. Munurinn gagnvart næstu hópum er þó ekki mikill. Launaramminn samkvæmt SALEK samkomulaginu var 32% frá árslokum 2014 fram til ársloka 2018. Flestir þessara hópa fengu 3% hækkun launa þann 1. maí sl. sem ekki er komin inn í vísitöluna þannig að launahækkanir á samningstímabilinu verða töluvert meiri en SALEK viðmiðin gerðu ráð fyrir.

Athygli vekur að laun stjórnenda og sérfræðinga hafa hækkað mun minna en annarra hópa á þessu tímabili og á það sérstaklega við um laun stjórnenda þar sem launin hafa hækkað 10 prósentustigum minna en hjá hæsta hópnum.

Sé litið á launabreytingar stóru hópanna á einu ári, frá febrúar 2017 til febrúar 2018, má sjá að launahækkanir á almenna markaðnum hafa verið mestar og mun meiri en á opinbera markaðnum. Launahækkanir hjá sveitarfélögum hafa verið minnstar. Sé litið til atvinnugreina hafa laun hækkað langmest í flutningum og geymslu frá febrúar 2017 til febrúar 2018. Laun í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð hafa hækkað næstmest á þessu tímabili á meðan laun í framleiðslu hafa hækkað áberandi minnst. Launavísitalan hækkaði um 7,3% á þessum tíma þannig að laun í flutningum og geymslu hafa hækkað verulega umfram meðaltalið en laun í framleiðslu töluvert minna.

Sé litið á tímabilið frá janúar 2015 til apríl 2018 má sjá að launavísitalan hefur hækkað töluvert umfram samningsbundnar hækkanir sem sýnir að launakostnaður fyrirtækjanna hefur hækkað meira en samið var um í heildarkjarasamningi. Það passar auðvitað vel við hagsveifluna á þessum tíma og þýðir að staðbundnir samningar og hreint launaskrið hafa hækkað launin umfram það sem gert var ráð fyrir.

Launakostnaður á framleidda einingu hækkaði um tæp 17% hér á landi frá 2014 til 2017. Á sama tíma var samsvarandi hækkun um 6% í Þýskalandi og 3,3% á Evrusvæðinu öllu. Það gefur augaleið að þessi staða hefur verið og er íslenskum útflutningsgreinum mjög erfið. Hér koma bæði til miklar launahækkanir hér á landi og styrking krónunnar á þessum tíma.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Launaþróun stöðug – launahækkanir töluvert umfram kjarasamninga (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
Ferðamenn
17. mars 2025
Vikubyrjun 17. mars 2025
Við búumst við að peningastefnunefnd lækki vexti um 0,25 prósentustig á miðvikudaginn. Í síðustu viku fóru fram verðmælingar vegna marsmælingar vísitölu neysluverðs og við spáum því að verðbólga lækki úr 4,2% í 3,9%. Atvinnuleysi var 4,3% í febrúar og hækkaði um 0,4 prósentustig á milli ára. 147 þúsund erlendir ferðamenn fóru um Keflavíkurflugvöll í febrúar, 5,6% færri en í sama mánuði í fyrra.
Seðlabanki
13. mars 2025
Spáum vaxtalækkun um 0,25 prósentustig
Við spáum 0,25 prósentustiga vaxtalækkun í næstu viku. Verðbólga hjaðnaði um 0,4 prósentustig í febrúar en við teljum að hagvöxtur umfram væntingar og aukin neysla, lítil breyting á verðbólguvæntingum og ólga á vinnumarkaði haldi peningastefnunefnd á tánum.
13. mars 2025
Spáum verðbólgu undir 4% í mars
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,54% á milli mánaða í mars og að verðbólga hjaðni úr 4,2% í 3,9%. Hjöðnun á milli mánaða skýrist ekki síst af töluvert minni hækkun á reiknaðri húsaleigu en fyrir ári síðan. Við gerum ekki ráð fyrir miklum breytingum á verðbólgu næstu mánuði og teljum að hún verði áfram rétt undir 4% í júní.
Flutningaskip
10. mars 2025
Vikubyrjun 10. mars 2025
Verulegur halli mældist á viðskiptum við útlönd í fyrra og sömuleiðis á vöruviðskiptum í febrúar samkvæmt gögnum sem bárust í síðustu viku. Seðlabanki Evrópu lækkaði vexti í síðustu viku, eins og við var búist. Í vikunni fara fram verðmælingar fyrir marsmælingu vísitölu neysluverðs, Vinnumálastofnun birtir skráð atvinnuleysi og Ferðamálastofa birtir tölur um fjölda ferðamanna um Keflavíkurflugvöll.
Sendibifreið og gámar
7. mars 2025
Verri niðurstaða í viðskiptum við útlönd
Verulegur halli mældist á viðskiptum við útlönd í fyrra, en stór hluti hans var vegna færslna sem höfðu ekki í för með sér gjaldeyrisflæði og styrktist krónan því þrátt fyrir þetta og erlend staða þjóðarbúsins batnaði.
3. mars 2025
Fréttabréf Greiningardeildar 3. mars 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Peningaseðlar
3. mars 2025
Vikubyrjun 3. mars 2025
Verðbólga lækkaði úr 4,6% í 4,2% í febrúar, en við teljum að heldur muni draga úr lækkunartakti verðbólgu næstu mánuði. Hagvöxtur mældist 2,3% á fjórða ársfjórðungi 2024 og 0,6% fyrir árið í heild. Umsvif í hagkerfinu voru umfram spár, en Hagstofan færði upp hagvöxt á fyrstu níu mánuðum ársins. Í vikunni fram undan eru nokkur uppgjör, Seðlabankinn birtir greiðslujöfnuð við útlönd og það er vaxtaákvörðun hjá Seðlabanka Evrópu.
28. feb. 2025
Hagvöxtur var 0,6% í fyrra
Hagvöxtur var 0,6% árið 2024. Krafturinn í hagkerfinu var lítillega umfram flestar spár sem gerðu heldur ráð fyrir lítils háttar samdrætti. Hagvöxturinn var ekki síst drifinn áfram af aukinni fjárfestingu, bæði í atvinnuvegum og íbúðauppbyggingu.
Epli
27. feb. 2025
Verðbólga hjaðnar í 4,2%
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,91% á milli mánaða í febrúar, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Ársverðbólga lækkar því úr 4,6% í 4,2%. Við eigum enn von á að verðbólga hjaðni næstu mánuði, þó það hægi á lækkunartaktinum, og mælist 3,8% í maí.
Fiskveiðinet
24. feb. 2025
Vikubyrjun 24. febrúar 2025
Í vikunni birtir Hagstofan febrúarmælingu vísitölu neysluverðs og þjóðhagsreikninga fyrir lokafjórðung síðasta árs. Í síðustu viku uppfærði Hafrannsóknarstofnun ráðleggingar um loðnuafla en samkvæmt því munu íslensk skip fá um 4,6 þúsund tonn. Í síðustu viku bárust einnig gögn um greiðslukortaveltu landsmanna í janúar sem var 6,5% meiri að raunvirði en árið áður. Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,5% á milli mánaða í janúar, en svo mikið hefur hún ekki hækkað síðan í febrúar 2024.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur